Skip to main content

Heimspeki

Heimspeki

Hugvísindasvið

Heimspeki

BA gráða – 180 einingar

Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.

Skipulag náms

X

Inngangur að heimspeki (HSP103G)

Fjallað verður um spurninguna: „Hvað er heimspeki?“ og um tengsl heimspeki við vísindi, listir, trúarbrögð og stjórnmál. Lesnir verða textar eftir klassíska heimspekinga og samtímaheimspekinga í því augnamiði að skoða ólíkar aðferðir og vandamál heimspekinnar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Andrés Ingi Jónsson
Guðrún Eva Mínervudóttir
Berglind Häsler
Tinna Jóhannsdóttir
Vigdís Hafliðadóttir
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður
BA - í heimspeki

Ég tók BA-próf í heimspeki við HÍ og hélt síðan náminu áfram í tvö ár við þýska háskóla. Eitt af því sem er rauður þráður í gegnum námið er æfing í að kynna sér ólíka afstöðu fólks til álitaefna, greina þá afstöðu með gagnrýnum hætti og mynda sér skoðun á þeim rökum sem liggja til grundvallar. Þetta einfalda verkfæri, kjarninn í gagnrýnni hugsun, hefur fylgt mér alla tíð síðan og hjálpað mér að skilja heiminn - hvort sem er í störfum mínum sem blaðamaður fljótlega eftir útskrift eða innan stjórnmálanna undanfarin ár. Svo er merkilegt hvernig sum verkefni fylgja manni árum saman, eins og t.d. að ég hafi greint orðræðu um aðskilnað ríkis og kirkju í BA-ritgerðinni minni fyrir 16 árum og sé í dag að sjálfur taka þátt í þeirri umræðu á vettvangi þingsins.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.