Skip to main content

Heimspeki

Heimspeki

Hugvísindasvið

Heimspeki

BA – 180 einingar

Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.

Skipulag náms

X

Inngangur að heimspeki (HSP103G)

Fjallað verður um spurninguna: „Hvað er heimspeki?“ og um tengsl heimspeki við vísindi, listir, trúarbrögð og stjórnmál. Lesnir verða textar eftir klassíska heimspekinga og samtímaheimspekinga í því augnamiði að skoða ólíkar aðferðir og vandamál heimspekinnar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Berglind Häsler
Vigdís Hafliðadóttir
Tinna Jóhannsdóttir
Andrés Ingi Jónsson
Guðrún Eva Mínervudóttir
Berglind Häsler, frumkvöðull
BA - í heimspeki

Eftir að ég skráði mig í heimspeki árið 2003 var ég mikið spurð ,,og hvað ætlar þú að gera við þessa gráðu?” Ég hafði ekki svarið þá en ég var bara alveg heilluð af heimspeki eftir einn kúrs í MH og hef aldrei séð eftir að hafa látið hjartað ráða för. Námið reyndist svo skemmtilegra, gagnlegra og áhugaverðara en ég hafði gert mér vonir um. Kennararnir fylltu mig innblæstri daglega og smituðu ástríðu út frá fræðunum. Ég var samferða virkilega góðum hópi nemenda og á margar góðar minningar frá þessum tíma. Námið er mjög fjölbreytt og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun og öguðum vinnubrögðum. Eftir útskrift vann ég í nokkur ár á fjölmiðlum, hef fengist við fjölbreytta verkefnastjórnun og hef í 10 ár rekið eigið fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og tónlistar. BA-nám í heimspeki reyndist hinn besti grunnur að þeirri fjölbreyttu starfsreynslu sem ég bý að í dag.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.