Skip to main content

Heimspeki

Heimspeki

Hugvísindasvið

Heimspeki

BA – 180 einingar

Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.

Skipulag náms

X

Inngangur að heimspeki (HSP103G)

Fjallað verður um spurninguna: „Hvað er heimspeki?“ og um tengsl heimspeki við vísindi, listir, trúarbrögð og stjórnmál. Lesnir verða textar eftir klassíska heimspekinga og samtímaheimspekinga í því augnamiði að skoða ólíkar aðferðir og vandamál heimspekinnar.

X

Fornaldarheimspeki (HSP104G)

Veitt verður yfirlit yfir heimspeki fornaldar, byggt á nákvæmum lestri frumtexta. Fjallað verður um frumherja grískrar heimspeki fram yfir daga Sókratesar, heimspeki Platons og Aristótelesar, sem og arftaka þeirra, efahyggjumenn, epikúringa og stóumenn. Meginmarkmið námskeiðsins er að veita yfirsýn yfir og skilning á þróun fornaldarheimspeki frá frumherjunum til síðfornaldar. Auk þess er námskeiðinu ætlað að kynna nemendum samhengi heimspekisögu og heimspekilegrar rökræðu og þjálfa þá í að lesa og greina heimspekirit liðins tíma. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að þekkja helstu tímabil og höfunda fornaldarheimspeki, sem og hugmyndir þeirra og röksemdir. Þeir ættu að geta gert grein fyrir skoðunum fornaldarheimspekinga, stutt greinargerðina tilvísunum í frumtexta og borið saman hugmyndir ólíkra heimspekinga. Auk þess ættu þeir að hafa skilning á mikilvægi heimspekisögu fyrir heimspekilega rökræðu, sögulegum uppruna sígildra heimspekilegra vandamála.

X

Gagnrýnin hugsun (HSP105G)

Námskeiðinu er ætlað að gera nemendum grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar með því að kynna helstu hugtök og aðferðir og mismunandi skilning á eðli og hlutverki hennar. Nemendur verða þjálfaðir í gagnrýninni hugsun eins og hún kemur fyrir í heimspeki og í daglegu lífi og starfi. Lögð er áhersla á að greina röksemdafærslur. Ítarlega verður farið í samband gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Sérstök áhersla er lögð á umræður um raunhæf úrlausnarefni. Reynt verður að hafa verkefni eins hagnýt og kostur er og tengja þau sem flestum sviðum daglegrar reynslu.

X

Stjórnmál og samfélag (HSP107G)

Nemendur kynnast sígildum kenningum og álitamálum í samtímaumræðu á sviði stjórnspeki og félagslegrar heimspeki og öðlast færni í rökræðu um skipan lýðræðissamfélagsins. Nemendur læra að greina lykilhugtök í heimspekilegri orðræðu um ríki og réttlátt samfélag og tengja við viðfangsefni stjórnmála með sérstakri vísan í íslenskt samfélag.

X

Rökfræði (HSP201G)

Nemendur öðlast grunnþekkingu í heimspekilegri og formlegri rökfræði. Áhersla er lögð á setningarökfræði (e. propositional logic, truth-functional logic) annars vegar og umsagnarökfræði (e. quantified logic, first-order logic) hins vegar. Einnig er farið stuttlega í óformlega rökfræði í upphafi námskeiðs, auk þess ræddar verða heimspekilegar spurningar um eðli og stöðu rökfræðinnar í lok námskeiðsins.

X

Siðfræði (HSP202G)

Veitt verður yfirlit yfir þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, reist á lestri frumtexta: kenningu Aristótelesar í Siðfræði hans, Johns Stuarts Mill í Nytjastefnunni og Immanuels Kant í Frumspeki siðlegrar breytni.

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í II. hluta heimspekináms. Ætlast er til að það sé tekið á öðru misseri fyrsta námsárs í heimspeki. Námskeiðið getur verið valnámskeið fyrir nemendur í ýmsum öðrum greinum.

Fluttir verða 2 x 12 fyrirlestrar. Lestur námsefnisins er nauðsynlegt skilyrði fyrir árangursríkri þátttöku í tímum. Hver fyrirlestur tekur fyrir afmarkað efni. Að loknum fyrirlestri verða glærur settar inn á heimasvæði námskeiðsins í Canvas.

X

Nýaldarheimspeki (HSP203G)

Viðfangsefni
Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í vestrænni heimspeki á 17. og 18. öld, kynna sérstaklega tiltekin viðfangsefni, kenningar og rökfærslur í þekkingarfræði og frumspeki þessa tímabils með nákvæmum lestri og samanburði valinna verka, einkum eftir Descartes, Hume og Kant, svo og að þjálfa nemendur í lestri, greiningu og túlkun heimspekirita.

Kennsla
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja verkin í samhengi og greina mikilvægustu kafla ritanna. Í umræðutímum verður rætt nánar um tiltekin efnisatriði, bókarkafla, rökfærslur eða spurningar sem vakna við lesturinn.

X

Þekkingarfræði (HSP304G)

Í námskeiðinu munum við spyrja um eðli þekkingar og glíma við ýmsar gátur sem tengjast þekkingu. Af hverju skiptir þekking máli? Er skilningur mikilvægari en þekking? Hver er munurinn á þekkingu og sannri skoðun? Hvers konar rökstuðning þarf til að breyta sannri skoðun í þekkingu? Getum við rannsakað þekkingu eins og meltingu, þ.e. með náttúruvísindalegum aðferðum, eða getum við bara rannsakað hana innan frá, þ.e. með því að skoða okkar eigin vitund? Getum við treyst skoðunum annarra? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fólk njóti sannmælis, óháð kyni, kynþætti, aldri, kynhneigð o.s.frv.? Við lesum fyrst og fremst texta frá 20. og 21. öld og nemendur þjálfast í að beita aðferðafræði rökgreiningarheimspeki við að lesa og rýna heimspekilega texta.

X

Listheimspeki (HSP310G)

Námskeiðinu er ætlað að veita stutt yfirlit yfir nokkur sígild viðfangsefni í heimspeki listarinnar; að kynna sérstaklega tilteknar spurningar, kenningar og rökfærslur á sviði listheimspeki með lestri valinna texta, bæði sögulegra og samtímalegra; og að þjálfa nemendur í greiningu og umræðu um listheimspekileg efni.

X

Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)

Í þessu námskeiði eru hugmyndir sem höfðu grundvallaráhrif á vestræna heimspeki og hugmyndahefðir skoðaðar út frá 19. og 20. öldinni. Um er að ræða þær hugmyndir sem ollu samfélagsbreytingum á borð við frelsi, veraldarhyggju, jafnrétti, andóf, samband einstaklings og samfélags, hugmyndir um tilvist og sál, kúgun, misrétti, ríki sem og kapítalisma. Síðast og ekki síst verða skoðaðar hugmyndir um söguna, tímann og þróun mannkyns og plánetu. 

 

Í hverri viku fyrir sig er tekin fyrir nýr hugsuður eða ný hugmynd sem olli straumhvörfum í vestrænni hugmyndasögu. Hugsuðir á borð við G.W.F. Hegel, Karl Marx, Sigmund Freud, Rosu Luxembourg og Emmu Goldman verða teknir fyrir og áhrifamiklar stefnur á borð við fyrirbærafræði, nýfrjálshyggju eða póststrúktúralisma.

 

Markmiðið er að lesa verk þessara höfunda eða stefna út frá þeim tíðaranda sem verkin spruttu úr hverju sinni (að svo miklu leyti sem við fólk á 21. öldinni getum lesið tíðaranda eldri tíma). Á sama tíma er markmiðið að lesa djúpt frumtexta til þess að öðlast margvíðan skilning á hugmyndunum. Mikilvægt stef námskeiðsins er einnig að hugsa um þessar hugmyndir út frá samtímanum og þeim álitaefnum sem eru í deiglunni hverju sinni.

X

Feminísk heimspeki (HSP415G)

Femínísk heimspeki felur í sér gagnrýna sýn á hefð vestrænnar heimspeki. Hún varpar ljósi á stöðu kvenheimspekinga í hefðinni og hún greinir mannskilning sem dregur dám af ákveðnum hugmyndum um karlmennsku samfara gildislækkun kvenleika og þess sem er “annað” eða öðruvísi. Femínísk heimspeki og heimspeki mismunar fela í sér andóf gegn einsleitum, karlhverfum skilningi á grundvallarhugtökum heimspekihefðarinnar, eins hann birtist t.d. í hugmyndum um skynsemi og hlutlægni, og hefðbundnum en lífseigum hugmyndum um siðveruna, þekkingarveruna og sjálfið.

Femínísk heimspeki leikur mikilvægt hlutverk í endurmati á grundvallarhugtökum heimspekinnar í þeim tilgangi að auðga mannskilning hennar, m.a. með því að grafa undan tvíhyggju og stigskiptingu sálar og líkama, vitsmuna og tilfinninga, til að gera heimspekina betur færa um að endurspegla fjölbreytileika veruleikans sem hún á rætur í. (Lesnir verða textar á íslensku og ensku. Einnig verða rýndar fáeinar kvikmyndir með greiningaraðferðum femínskrar- og mismunarheimspeki.)

X

Inngangur að heimspeki Asíu (HSP418G)

Námskeiðið veitir yfirlit yfir helstu strauma og stefnur í sígildri heimspeki Indlands, Kína og Japan. Fyrst skal einblínt á þær heimspekilegu undirstöður sem mótuðust á Indlandi til forna og liggja  hindúisma, jaínisma og búddisma til grundvallar. Síðan verður haldið í hina austur-asísku menningarheima og fjallað um konfúsíanisma, daoisma og þær óvenjulegu útfærslur á búddisma sem mótuðust undir áhrifum frá þeim. Áhersla verður lögð á að gera grein fyrir megininntaki og grundvallarhugtökum þessara hugmyndakerfa, að nokkru leyti með því að gera samanburð við vestræna heimspeki en jafnframt með nokkurri hliðsjón af trúarlegum einkennum þeirra sjálfra.

Umsjón og kennsla: Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum og þvermenningarlegri heimspeki.

X

Heimspekilegir textar (KLM307G)

Í námskeiðinu eru lesnir valdir heimspekilegir textar klassískrar fornaldar. Að þessu sinni verður lesið úr Lögunum eftir Platon.

Lögin eru bæði lengsta verk Platons og það síðasta. Samræðan fjallar um stjórnmálaheimspeki en með nokkuð öðrum hætti en eldra verk Platons, Ríkið. Í námskeiðinu vörpum við ljósi á þá stjórnmálaheimspeki sem er að finna í Lögunum og setjum í samhengi við aðrar heimspekilegar hugmyndir Platons.

Kunnáttu í grísku og latínu er ekki krafist en nemendur í grísku, latínu eða klassískum fræðum geta valið að taka sérverkefni (5 eða 10 ECTS) um grískan eða latneskan frumtexta í tengslum við námskeiðið. Sérverkefnum sem nemendum stendur til boða að vinna er ætlað að styrkja grísku- og/eða latínukunnáttu nemenda (orðaforða og málfræði) og þjálfa nemendur í lestri frumtexta og greiningu þeirra.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)

Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.

Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Canvas.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)

Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.

X

Grísk leikritun (KLM107G)

Óbilgirni, þrjóska, stolt og trúnaðarbrestur geta haft skelfilegar afleiðingar, svo ekki sé minnst á móðurmorð, föðurmorð og sifjaspell. En stundum er hreinlega eins og örlögin ráði ferðinni og kaldhæðni þeirra er oft mikil. Þetta eru kunnugleg stef úr grískum harmleikjum.

Námskeiði þessu er einmitt ætlað að kynna nemendum gríska harmleikinn sem bókmenntagrein. Nemendur lesa all nokkur leikrit í íslenskri þýðingu og kynnast þannig vel bæði formi og inntaki grískra harmleikja. Við munum leiða hugann að ýmsu í grískum harmleikjum, þ.á m. samskiptum manna og guða, valdi örlaganna og ábyrgð manna, stöðu kynjanna, sjálfsmynd Grikkja og birtingarmynd útlendinga.

Þekking á frummálinu er ekki nauðsynleg en þó vinni þeir nemendur þýðingarverkefni sem hafa forsendur til þess.

X

Heimspeki og hugmyndasaga menntunar (UME304G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að taka málefnalega afstöðu til hugmynda og aðferða í kennslu og uppeldi í fortíð og nútíð, og geti tekið þátt í gagnrýninni umræðu um skólamál og gert grein fyrir eigin hugmyndum um menntun og uppeldi.

Viðfangsefni:

Á námskeiðinu verður fjallað um uppeldis- og menntunarhugmyndir allt frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar daga. Áhersluatriði í kennslunni eru eftirfarandi:

1. Maðurinn: Skynsemi, skilningur og siðvit
Fjallað verður um mannskilning á ólíkum tímum. Hvernig hugmyndir hugsuða um eðli mannsins höfðu áhrif á hugmyndir hvers tíma um uppeldi og menntun.

2. Markmið menntunar
Fjallað verður um markmið menntunar og forsendur þessara markmiða á hverjum tíma s.s að tileinka sér dygð, að uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu, verða meiri maður, að axla ábyrgð í samfélagi, að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi, að tileinka sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun.

3. Frelsi og lýðræði
Fjallað verður um áhrif hugmynda um frelsi og sjálfræði mannsins í lýðræðissamfélagi á hugmyndir um menntun. Sérstaklega verður hugað að áhrifamikilli hugmyndafræði í samtímanum sem lýtur að menntun til lýðræðis, borgaralegri menntun, skóla án aðgreiningar og jafnréttis til náms.

Meðal viðfangsefna námskeiðsins verða þekkingar-, stjórn-, og siðspeki Platons, hugmyndir Rousseau um frelsi og sjálfræði, hugmyndir Kants um skynsemi og upplýsingu og hugmyndir Wollstonecraft um jafnrétti. Einnig verður frelsishugtakið skoðað í ljósi kenninga E. Key, A.S. Neill og P. Freire. Fjallað verður ítarlega um kenningar John Dewey um menntun, gagnrýna hugsun og lýðræði.

X

Frumspeki (HSP416G)

Fjallað er um nokkur af helstu viðfangsefnum nútímafrumspeki og sögu frumspekinnar á 20. og 21. öld. Meðal líklegra viðfangsefna má telja tilvist náttúrulegra tegunda og uppskáldaðra persóna, persónusamsemd, frjálsan vilja, hluthyggju, hughyggju og nafnhyggju, mögulega heima, tengsl tungumáls og heims og tengsl hugar og heila.

X

Heimspeki sem lífsmáti (HSP420G)

Viðfangsefni námskeiðsins eru fjórþætt. Í fyrsta lagi verða hugmyndir Pierre Hadot um síðgríska heimspeki sem lífsmáta skoðaðar (Pierre Hadot, Philosophy as a Way of Life, 1995). Í öðru lagi verður vikið að nokkrum heimspekingum nítjándu aldar (m.a. Nietzsche, Emerson, Thoreau) sem leggja áherslu á heimspeki sem lífsmáta. Í þriðja lagi verða tekin dæmi af því hvernig heimspekiverk sem virðast á yfirborðinu hafa lítið með lífsmáta að gera birtast í nýju ljósi þegar þau eru skoðuð undir þessu sjónarhorni. Í fjórða lagi verður skoðað hvaða máli dagbækur og ævisöguskrif skipta fyrir heimspeki sem lífsmáta.  

X

Málstofa: Innan og utan siðferðis (HSP448M, HSP449M)

Í málstofunni munum við fjalla um heimspekinga samtímans sem halda því fram að siðferðilegir verðleikar manneskjunnar ráðist ekki af einhverjum tilteknum eiginleikum eða getu eða hagsmunum sem hún býr yfir. Ein leið til að orða þessa innsýn er að segja að manneskjur séu allar innan siðferðis einfaldlega í krafti þess að vera manneskjur. Við munum íhuga hvort sömu rök eigi við um sum dýr. Við munum lesa bók Alice Crary Inside Ethics (Harvard Univeristy Press, 2016) og valdar ritgerðir eftir Cora Diamond og Simone Weil, meðal annarra.

X

Verkefni í málstofu: Innan og utan siðferðis (HSP448M, HSP449M)

Verkefni í málstofu: Innan og utan siðferðis. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Málstofa: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda (HSP446M, HSP447M)

Í námskeiðinu verða kynntar verða þrjár helstu hefðir heimspekinnar á miðöldum (arabísk heimspeki, heimspeki gyðinga og latnesk heimspeki), bakgrunnur þeirra, samkenni og sérkenni. Lesin verða sýnishorn heimspekitexta eftir nokkra helstu fulltrúa þessara þriggja hefða. Í fyrri hluta námskeiðsins verður heimspeki miðalda sett í samengi og gefið yfirlit yfir helstu strauma og höfunda, en í seinni hlutanum mun stúdentar flytja framsögur um valda texta sem þeir setja í samhengi, greina og meta.

X

Verkefni í málstofu: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda (HSP446M, HSP447M)

Verkefni í málstofu: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Tilvistarstefna og fyrirbærafræði (HSP323G)

Mannleg tilvist í heiminum og skynjun mannverunnar á heiminum eru sígild viðfangsefni heimspekinnar. Á 20. öld komu fram á meginlandi Evrópu hugsuðir sem tókust af mikilli alvöru á við tilvist og skynjun og skiluðu af sér fjölmörgum sígildum verkum af ýmsum stærðum og gerðum. Í námskeiðinu er veitt innsýn í kenningar tilvistarstefnu og fyrirbærafræði með nákvæmum lestri frumtexta höfunda á borð við Edmund Husserl, Martin Heidegger, Edith Stein, Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir, Maurice Merleau-Ponty og Albert Camus. Glímt verður við spurningar um tilgang og merkingu, vitundina og viðföng hennar, heimspeki og vísindi, kyn og kyngervi, og anda og líkama.

X

Stjórnmálaheimspeki samtímans (HSP417G)

Í námskeiðin er fjallað um fáeinar meginhugmyndir í stjórnspeki samtímans. Sérstök áhersla verður lögð á frjálslynda jafnaðarstefnu Johns Rawls og gagnrýni á hana, þar á meðal frá sjónarhorni frjálshyggju, samfélagshyggju, femínisma, rökræðulýðræðis og valdgreiningar.

X

Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)

Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi. 
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á bókmenntatextana og kvikmyndirnar sem til umfjöllunar eru.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Þættir úr hugmyndasögu fornaldar (KLM105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um valin stef úr hugmyndasögu fornaldar, svo sem ást og vináttu, frelsi og ánauð, hamingju, guðdóminn, réttlæti og samfélag, dauðann og handanlífið. Fjallað verður um hugmyndir bæði Grikkja og Rómverja á klassískum tíma. Lesið verður m.a. úr ritum fornmanna í þýðingu. Kunnátta í frummálunum er ekki áskilin.

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska II (KLM202G)

Námskeiðið tekur við af KLM102G Forngrísku I. Í fyrri hluta námskeiðsins er haldið áfram með málfræði og setningafræði forngrísku (attísku) þar sem yfirferð lauk í Forngrísku I. Í síðari hluta námskeiðsins lesa nemendur úrval forngrískra texta frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höfunda.

Kennsla fer þannig fram að fyrir hvern tíma er settur ákveðinn texti. Ætlast er til að nemendur lesi textann heima. Í tímanum er textinn þýddur og skýrður málfræðilega (og efnislega eftir atvikum).

Nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Miðaldalatína (KLM203G)

Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Listheimspeki (HSP310G)

Námskeiðinu er ætlað að veita stutt yfirlit yfir nokkur sígild viðfangsefni í heimspeki listarinnar; að kynna sérstaklega tilteknar spurningar, kenningar og rökfærslur á sviði listheimspeki með lestri valinna texta, bæði sögulegra og samtímalegra; og að þjálfa nemendur í greiningu og umræðu um listheimspekileg efni.

X

Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)

Í þessu námskeiði eru hugmyndir sem höfðu grundvallaráhrif á vestræna heimspeki og hugmyndahefðir skoðaðar út frá 19. og 20. öldinni. Um er að ræða þær hugmyndir sem ollu samfélagsbreytingum á borð við frelsi, veraldarhyggju, jafnrétti, andóf, samband einstaklings og samfélags, hugmyndir um tilvist og sál, kúgun, misrétti, ríki sem og kapítalisma. Síðast og ekki síst verða skoðaðar hugmyndir um söguna, tímann og þróun mannkyns og plánetu. 

 

Í hverri viku fyrir sig er tekin fyrir nýr hugsuður eða ný hugmynd sem olli straumhvörfum í vestrænni hugmyndasögu. Hugsuðir á borð við G.W.F. Hegel, Karl Marx, Sigmund Freud, Rosu Luxembourg og Emmu Goldman verða teknir fyrir og áhrifamiklar stefnur á borð við fyrirbærafræði, nýfrjálshyggju eða póststrúktúralisma.

 

Markmiðið er að lesa verk þessara höfunda eða stefna út frá þeim tíðaranda sem verkin spruttu úr hverju sinni (að svo miklu leyti sem við fólk á 21. öldinni getum lesið tíðaranda eldri tíma). Á sama tíma er markmiðið að lesa djúpt frumtexta til þess að öðlast margvíðan skilning á hugmyndunum. Mikilvægt stef námskeiðsins er einnig að hugsa um þessar hugmyndir út frá samtímanum og þeim álitaefnum sem eru í deiglunni hverju sinni.

X

Feminísk heimspeki (HSP415G)

Femínísk heimspeki felur í sér gagnrýna sýn á hefð vestrænnar heimspeki. Hún varpar ljósi á stöðu kvenheimspekinga í hefðinni og hún greinir mannskilning sem dregur dám af ákveðnum hugmyndum um karlmennsku samfara gildislækkun kvenleika og þess sem er “annað” eða öðruvísi. Femínísk heimspeki og heimspeki mismunar fela í sér andóf gegn einsleitum, karlhverfum skilningi á grundvallarhugtökum heimspekihefðarinnar, eins hann birtist t.d. í hugmyndum um skynsemi og hlutlægni, og hefðbundnum en lífseigum hugmyndum um siðveruna, þekkingarveruna og sjálfið.

Femínísk heimspeki leikur mikilvægt hlutverk í endurmati á grundvallarhugtökum heimspekinnar í þeim tilgangi að auðga mannskilning hennar, m.a. með því að grafa undan tvíhyggju og stigskiptingu sálar og líkama, vitsmuna og tilfinninga, til að gera heimspekina betur færa um að endurspegla fjölbreytileika veruleikans sem hún á rætur í. (Lesnir verða textar á íslensku og ensku. Einnig verða rýndar fáeinar kvikmyndir með greiningaraðferðum femínskrar- og mismunarheimspeki.)

X

Inngangur að heimspeki Asíu (HSP418G)

Námskeiðið veitir yfirlit yfir helstu strauma og stefnur í sígildri heimspeki Indlands, Kína og Japan. Fyrst skal einblínt á þær heimspekilegu undirstöður sem mótuðust á Indlandi til forna og liggja  hindúisma, jaínisma og búddisma til grundvallar. Síðan verður haldið í hina austur-asísku menningarheima og fjallað um konfúsíanisma, daoisma og þær óvenjulegu útfærslur á búddisma sem mótuðust undir áhrifum frá þeim. Áhersla verður lögð á að gera grein fyrir megininntaki og grundvallarhugtökum þessara hugmyndakerfa, að nokkru leyti með því að gera samanburð við vestræna heimspeki en jafnframt með nokkurri hliðsjón af trúarlegum einkennum þeirra sjálfra.

Umsjón og kennsla: Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum og þvermenningarlegri heimspeki.

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Málstofa: Heimspeki gervigreindar (HSP545M, HSP546M)

Hvað er gervigreind eiginlega, og hvað skilur hana frá venjulegri (mannlegri) greind? Er eitthvað sem gervigreind getur alls ekki gert, eða gæti gervigreindin fyrr eða seinna gert allt það sem við mannfólkið getum gert og meira til? Hvaða siðferðilegu álitamál verða til við síaukna notkun gervigreindar á ýmsum sviðum, og með möguleikanum á að til verði sjálfstæð gervigreindarkerfi sem geta athafnað sig án allrar aðkomu mannfólks? Og hvert er svo hlutverk gervigreindarinnar í framþróun vísinda, í heimspekilegum rannsóknum, og í annarri kerfisbundinni þekkingarleit? Þessi málstofa fjallar um spurningar af þessu tagi sem óhjákvæmilega vakna nú þegar gervigreindartæknin er að verða sífellt öflugri.

X

Verkefni í málstofu: Heimspeki gervigreindar (HSP545M, HSP546M)

Verkefni í málstofu: Heimspeki gervigreindar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Seminar: The social side of science (HSP543M, HSP544M)

This course provides an introduction to contemporary issues in the social epistemology of science. On the one hand, we will address questions about the relationship between science and values: do ethical, political, and social values play a legitimate role in scientific research? Or do they endanger the objectivity of science, so their influence should be eliminated or curtailed? On the other hand, we will discuss questions about the nature of group knowledge: can groups or communities know more than what the individuals within them do? Or does the knowledge of a group reduce to individual knowledge? In a society where science produces both technological goods and wields political power, this course aims to equip students with tools for thinking critically about science in society, values in science, and the social nature of scientific research by drawing on the growing field of social epistemology of science.

X

Direct study in seminar: The social side of science (HSP543M, HSP544M)

Direct study in seminar: The social side of science. Students must finish related seminar to finish the direct study. 

X

BA-ritgerð í heimspeki (HSP261L)

BA-ritgerð í heimspeki er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið heimspekilegt viðfangsefni eða verk heimspekings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í heimspeki. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á síðu Sagnfræði- og heimspekideildar um lokaverkefni og ritgerðir í Uglu.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Heimspekilegir textar (KLM307G)

Í námskeiðinu eru lesnir valdir heimspekilegir textar klassískrar fornaldar. Að þessu sinni verður lesið úr Lögunum eftir Platon.

Lögin eru bæði lengsta verk Platons og það síðasta. Samræðan fjallar um stjórnmálaheimspeki en með nokkuð öðrum hætti en eldra verk Platons, Ríkið. Í námskeiðinu vörpum við ljósi á þá stjórnmálaheimspeki sem er að finna í Lögunum og setjum í samhengi við aðrar heimspekilegar hugmyndir Platons.

Kunnáttu í grísku og latínu er ekki krafist en nemendur í grísku, latínu eða klassískum fræðum geta valið að taka sérverkefni (5 eða 10 ECTS) um grískan eða latneskan frumtexta í tengslum við námskeiðið. Sérverkefnum sem nemendum stendur til boða að vinna er ætlað að styrkja grísku- og/eða latínukunnáttu nemenda (orðaforða og málfræði) og þjálfa nemendur í lestri frumtexta og greiningu þeirra.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)

Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.

Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Canvas.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)

Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.

X

Grísk leikritun (KLM107G)

Óbilgirni, þrjóska, stolt og trúnaðarbrestur geta haft skelfilegar afleiðingar, svo ekki sé minnst á móðurmorð, föðurmorð og sifjaspell. En stundum er hreinlega eins og örlögin ráði ferðinni og kaldhæðni þeirra er oft mikil. Þetta eru kunnugleg stef úr grískum harmleikjum.

Námskeiði þessu er einmitt ætlað að kynna nemendum gríska harmleikinn sem bókmenntagrein. Nemendur lesa all nokkur leikrit í íslenskri þýðingu og kynnast þannig vel bæði formi og inntaki grískra harmleikja. Við munum leiða hugann að ýmsu í grískum harmleikjum, þ.á m. samskiptum manna og guða, valdi örlaganna og ábyrgð manna, stöðu kynjanna, sjálfsmynd Grikkja og birtingarmynd útlendinga.

Þekking á frummálinu er ekki nauðsynleg en þó vinni þeir nemendur þýðingarverkefni sem hafa forsendur til þess.

X

Heimspeki og hugmyndasaga menntunar (UME304G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að taka málefnalega afstöðu til hugmynda og aðferða í kennslu og uppeldi í fortíð og nútíð, og geti tekið þátt í gagnrýninni umræðu um skólamál og gert grein fyrir eigin hugmyndum um menntun og uppeldi.

Viðfangsefni:

Á námskeiðinu verður fjallað um uppeldis- og menntunarhugmyndir allt frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar daga. Áhersluatriði í kennslunni eru eftirfarandi:

1. Maðurinn: Skynsemi, skilningur og siðvit
Fjallað verður um mannskilning á ólíkum tímum. Hvernig hugmyndir hugsuða um eðli mannsins höfðu áhrif á hugmyndir hvers tíma um uppeldi og menntun.

2. Markmið menntunar
Fjallað verður um markmið menntunar og forsendur þessara markmiða á hverjum tíma s.s að tileinka sér dygð, að uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu, verða meiri maður, að axla ábyrgð í samfélagi, að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi, að tileinka sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun.

3. Frelsi og lýðræði
Fjallað verður um áhrif hugmynda um frelsi og sjálfræði mannsins í lýðræðissamfélagi á hugmyndir um menntun. Sérstaklega verður hugað að áhrifamikilli hugmyndafræði í samtímanum sem lýtur að menntun til lýðræðis, borgaralegri menntun, skóla án aðgreiningar og jafnréttis til náms.

Meðal viðfangsefna námskeiðsins verða þekkingar-, stjórn-, og siðspeki Platons, hugmyndir Rousseau um frelsi og sjálfræði, hugmyndir Kants um skynsemi og upplýsingu og hugmyndir Wollstonecraft um jafnrétti. Einnig verður frelsishugtakið skoðað í ljósi kenninga E. Key, A.S. Neill og P. Freire. Fjallað verður ítarlega um kenningar John Dewey um menntun, gagnrýna hugsun og lýðræði.

X

Heimspeki sem lífsmáti (HSP420G)

Viðfangsefni námskeiðsins eru fjórþætt. Í fyrsta lagi verða hugmyndir Pierre Hadot um síðgríska heimspeki sem lífsmáta skoðaðar (Pierre Hadot, Philosophy as a Way of Life, 1995). Í öðru lagi verður vikið að nokkrum heimspekingum nítjándu aldar (m.a. Nietzsche, Emerson, Thoreau) sem leggja áherslu á heimspeki sem lífsmáta. Í þriðja lagi verða tekin dæmi af því hvernig heimspekiverk sem virðast á yfirborðinu hafa lítið með lífsmáta að gera birtast í nýju ljósi þegar þau eru skoðuð undir þessu sjónarhorni. Í fjórða lagi verður skoðað hvaða máli dagbækur og ævisöguskrif skipta fyrir heimspeki sem lífsmáta.  

X

Málstofa: Innan og utan siðferðis (HSP448M, HSP449M)

Í málstofunni munum við fjalla um heimspekinga samtímans sem halda því fram að siðferðilegir verðleikar manneskjunnar ráðist ekki af einhverjum tilteknum eiginleikum eða getu eða hagsmunum sem hún býr yfir. Ein leið til að orða þessa innsýn er að segja að manneskjur séu allar innan siðferðis einfaldlega í krafti þess að vera manneskjur. Við munum íhuga hvort sömu rök eigi við um sum dýr. Við munum lesa bók Alice Crary Inside Ethics (Harvard Univeristy Press, 2016) og valdar ritgerðir eftir Cora Diamond og Simone Weil, meðal annarra.

X

Verkefni í málstofu: Innan og utan siðferðis (HSP448M, HSP449M)

Verkefni í málstofu: Innan og utan siðferðis. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Málstofa: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda (HSP446M, HSP447M)

Í námskeiðinu verða kynntar verða þrjár helstu hefðir heimspekinnar á miðöldum (arabísk heimspeki, heimspeki gyðinga og latnesk heimspeki), bakgrunnur þeirra, samkenni og sérkenni. Lesin verða sýnishorn heimspekitexta eftir nokkra helstu fulltrúa þessara þriggja hefða. Í fyrri hluta námskeiðsins verður heimspeki miðalda sett í samengi og gefið yfirlit yfir helstu strauma og höfunda, en í seinni hlutanum mun stúdentar flytja framsögur um valda texta sem þeir setja í samhengi, greina og meta.

X

Verkefni í málstofu: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda (HSP446M, HSP447M)

Verkefni í málstofu: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.

X

Tilvistarstefna og fyrirbærafræði (HSP323G)

Mannleg tilvist í heiminum og skynjun mannverunnar á heiminum eru sígild viðfangsefni heimspekinnar. Á 20. öld komu fram á meginlandi Evrópu hugsuðir sem tókust af mikilli alvöru á við tilvist og skynjun og skiluðu af sér fjölmörgum sígildum verkum af ýmsum stærðum og gerðum. Í námskeiðinu er veitt innsýn í kenningar tilvistarstefnu og fyrirbærafræði með nákvæmum lestri frumtexta höfunda á borð við Edmund Husserl, Martin Heidegger, Edith Stein, Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir, Maurice Merleau-Ponty og Albert Camus. Glímt verður við spurningar um tilgang og merkingu, vitundina og viðföng hennar, heimspeki og vísindi, kyn og kyngervi, og anda og líkama.

X

Stjórnmálaheimspeki samtímans (HSP417G)

Í námskeiðin er fjallað um fáeinar meginhugmyndir í stjórnspeki samtímans. Sérstök áhersla verður lögð á frjálslynda jafnaðarstefnu Johns Rawls og gagnrýni á hana, þar á meðal frá sjónarhorni frjálshyggju, samfélagshyggju, femínisma, rökræðulýðræðis og valdgreiningar.

X

Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)

Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi. 
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á bókmenntatextana og kvikmyndirnar sem til umfjöllunar eru.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

BA-ritgerð í heimspeki (HSP261L)

BA-ritgerð í heimspeki er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið heimspekilegt viðfangsefni eða verk heimspekings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í heimspeki. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á síðu Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði um lokaverkefni og ritgerðir í Uglu.

X

Þættir úr hugmyndasögu fornaldar (KLM105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um valin stef úr hugmyndasögu fornaldar, svo sem ást og vináttu, frelsi og ánauð, hamingju, guðdóminn, réttlæti og samfélag, dauðann og handanlífið. Fjallað verður um hugmyndir bæði Grikkja og Rómverja á klassískum tíma. Lesið verður m.a. úr ritum fornmanna í þýðingu. Kunnátta í frummálunum er ekki áskilin.

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska II (KLM202G)

Námskeiðið tekur við af KLM102G Forngrísku I. Í fyrri hluta námskeiðsins er haldið áfram með málfræði og setningafræði forngrísku (attísku) þar sem yfirferð lauk í Forngrísku I. Í síðari hluta námskeiðsins lesa nemendur úrval forngrískra texta frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höfunda.

Kennsla fer þannig fram að fyrir hvern tíma er settur ákveðinn texti. Ætlast er til að nemendur lesi textann heima. Í tímanum er textinn þýddur og skýrður málfræðilega (og efnislega eftir atvikum).

Nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Miðaldalatína (KLM203G)

Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Berglind Häsler
Tinna Jóhannsdóttir
Andrés Ingi Jónsson
Guðrún Eva Mínervudóttir
Vigdís Hafliðadóttir
Berglind Häsler, frumkvöðull
BA - í heimspeki

Eftir að ég skráði mig í heimspeki árið 2003 var ég mikið spurð ,,og hvað ætlar þú að gera við þessa gráðu?” Ég hafði ekki svarið þá en ég var bara alveg heilluð af heimspeki eftir einn kúrs í MH og hef aldrei séð eftir að hafa látið hjartað ráða för. Námið reyndist svo skemmtilegra, gagnlegra og áhugaverðara en ég hafði gert mér vonir um. Kennararnir fylltu mig innblæstri daglega og smituðu ástríðu út frá fræðunum. Ég var samferða virkilega góðum hópi nemenda og á margar góðar minningar frá þessum tíma. Námið er mjög fjölbreytt og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun og öguðum vinnubrögðum. Eftir útskrift vann ég í nokkur ár á fjölmiðlum, hef fengist við fjölbreytta verkefnastjórnun og hef í 10 ár rekið eigið fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og tónlistar. BA-nám í heimspeki reyndist hinn besti grunnur að þeirri fjölbreyttu starfsreynslu sem ég bý að í dag.

Tinna Jóhannsdóttir, framleiðandi
BA - í heimspeki

Ég hóf nám við lagadeild að loknu stúdentsprófi og stefndi að því að verða þjónn réttlætis og sanngirni. Það kom fljótt í ljós að lagadeildin var ekki vettvangurinn fyrir þær hugmyndir - að minnsta kosti ekki í mínu tilfelli - en fílan var eitthvað sem talaði beint inn í hjarta mitt. Um áramót söðlaði ég um, undir sterkum áhrifum Hjördísar Hákonardóttur og Eyjólfs Kjalars Emilssonar sem skiptu kennslunni í heimspekilegum forspjallsvísindum í lagadeild á milli sín haustið 1992, og hóf fullt nám í heimspeki.

Í heimspekinni lærði ég að hugsa. Með lestri, samtali, hlustun og leiðsögn frábærra heimspekinga við skólann lærði ég að efast og ég lærði að skilja og ég kynntist kjarnanum í sjálfri mér. Það hefur tekið mig áratugi að byggja upp stöðugt og áreiðanlegt samband við þennan sama kjarna og grunnur minn í heimspeki hefur gert mér kleift að þjóna honum af réttlæti og sanngirni, flesta daga. Heimspekileg nálgun á verkefnin sem á vegi mínum hafa orðið hefur jafnframt gert mig að betri samstarfs- og fagmanneskju, betri móður og félaga; leiðbeinanda og nemanda; betri einstaklingi, alla daga. Heimspekin er einfaldlega hagnýtasta nám sem ég hef stundað.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður
BA - í heimspeki

Ég tók BA-próf í heimspeki við HÍ og hélt síðan náminu áfram í tvö ár við þýska háskóla. Eitt af því sem er rauður þráður í gegnum námið er æfing í að kynna sér ólíka afstöðu fólks til álitaefna, greina þá afstöðu með gagnrýnum hætti og mynda sér skoðun á þeim rökum sem liggja til grundvallar. Þetta einfalda verkfæri, kjarninn í gagnrýnni hugsun, hefur fylgt mér alla tíð síðan og hjálpað mér að skilja heiminn - hvort sem er í störfum mínum sem blaðamaður fljótlega eftir útskrift eða innan stjórnmálanna undanfarin ár. Svo er merkilegt hvernig sum verkefni fylgja manni árum saman, eins og t.d. að ég hafi greint orðræðu um aðskilnað ríkis og kirkju í BA-ritgerðinni minni fyrir 16 árum og sé í dag að sjálfur taka þátt í þeirri umræðu á vettvangi þingsins.

Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur
BA - í heimspeki

Nám í heimspeki við Háskóla Íslands er sönn menntun. Fullorðins. En sönn menntun veitir ekki einungis einhverja takmarkaða færni, heldur víkkar hugann og gerir okkur betur í stakk búin til að halda menntuninni áfram á eigin vegum eftir að formlegu námi er lokið. Ég fæ seint fullþakkað þeim kennurum og prófessorum sem gáfu af viskubrunnum sínum á þeim árum sem ég var nemandi við HÍ.

Vigdís Hafliðadóttir
BA - í heimspeki

Forréttindi er það orð sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um nám mitt í heimspeki við Háskóla Íslands. Greinin sjálf er í fyrsta lagi einstakega fjölbreytt og merkileg en þeir krefjandi og fallegu textar sem við lesum og kenningar sem við kynnumst öðlast aðra merkingu undir handleiðslu mjög hæfra kennara sem vinna við deildina.
Námið hefur haft mikil áhrif mig: tamið huga minn, gert mig víðsýnni, aukið umburðarlyndi mitt og gagnrýna hugsun svo fátt eitt sé nefnt sem hefur nýst mér vel við ýmis verkefni — hagnýt sem skapandi. Svo hefur það auðvitað líka bara verið skemmtilegt!

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.