Skip to main content

Heimspeki

Heimspeki

Hugvísindasvið

Heimspeki

BA gráða – 180 einingar

Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.

Skipulag náms

X

Inngangur að heimspeki (HSP103G)

Fjallað verður um spurninguna: „Hvað er heimspeki?“ og um tengsl heimspeki við vísindi, listir, trúarbrögð og stjórnmál. Lesnir verða textar eftir klassíska heimspekinga og samtímaheimspekinga í því augnamiði að skoða ólíkar aðferðir og vandamál heimspekinnar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Tinna Jóhannsdóttir
Andrés Ingi Jónsson
Berglind Häsler
Guðrún Eva Mínervudóttir
Vigdís Hafliðadóttir
Tinna Jóhannsdóttir, framleiðandi
BA - í heimspeki

Ég hóf nám við lagadeild að loknu stúdentsprófi og stefndi að því að verða þjónn réttlætis og sanngirni. Það kom fljótt í ljós að lagadeildin var ekki vettvangurinn fyrir þær hugmyndir - að minnsta kosti ekki í mínu tilfelli - en fílan var eitthvað sem talaði beint inn í hjarta mitt. Um áramót söðlaði ég um, undir sterkum áhrifum Hjördísar Hákonardóttur og Eyjólfs Kjalars Emilssonar sem skiptu kennslunni í heimspekilegum forspjallsvísindum í lagadeild á milli sín haustið 1992, og hóf fullt nám í heimspeki.

Í heimspekinni lærði ég að hugsa. Með lestri, samtali, hlustun og leiðsögn frábærra heimspekinga við skólann lærði ég að efast og ég lærði að skilja og ég kynntist kjarnanum í sjálfri mér. Það hefur tekið mig áratugi að byggja upp stöðugt og áreiðanlegt samband við þennan sama kjarna og grunnur minn í heimspeki hefur gert mér kleift að þjóna honum af réttlæti og sanngirni, flesta daga. Heimspekileg nálgun á verkefnin sem á vegi mínum hafa orðið hefur jafnframt gert mig að betri samstarfs- og fagmanneskju, betri móður og félaga; leiðbeinanda og nemanda; betri einstaklingi, alla daga. Heimspekin er einfaldlega hagnýtasta nám sem ég hef stundað.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.