Skip to main content

Táknmálsfræði og táknmálstúlkun

Táknmálsfræði og táknmálstúlkun

Hugvísindasvið

Táknmálsfræði og táknmálstúlkun

BA – 180 einingar

Íslenskt táknmál, gjarnan nefnt ÍTM, er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og búa hér á landi um 2-300 manns sem hafa ÍTM að fyrsta máli. Í BA-námi í táknmálsfræði og táknmálstúlkun er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á íslenska táknmálinu en námið opnar nemendum einnig leið til skilnings á nýjum menningarheimi, sögu, menningu og samfélagi táknmála og málhafa þeirra hérlendis sem annars staðar.

Skipulag náms

X

Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)

Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Eva Engilráð Thoroddsen
Tinna Hrönn Óskarsdóttir
Eva Engilráð Thoroddsen
Táknmálsfræði

Upphaflega ætlaði ég að fara í táknmálsfræði og stefndi á að verða táknmálstúlkur. Eitt leiddi að öðru og í dag er ég talmeinafræðingur. Bakgrunnur minn í táknmálsfræðinni hefur reynst mér mjög vel í mínu starfi og hefur gefið mér ákveðna sérstöðu á því sviði sem ég starfa við. Táknmálsfræðin hefur reynst mér mjög vel og sé ég ekki eftir því að hafa farið þessa leið.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.