10. desember 2019
Tilkynning frá rektor vegna óveðurs

Kæra starfsfólk og nemendur.
Það stefnir í vonskuveður síðdegis og því eru allir hvattir til að halda heimleiðis í tæka tíð og miða við að vera komnir heim áður en óveðrið skellur á um kl. 15. Sérstaklega eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín tímanlega.
Vegna þessa mun allt prófhald á vegum skólans falla niður nú síðdegis og í kvöld. Fyrirhugað er, ef mögulegt, að próf þessa dags verði haldin þriðjudaginn 17. desember.
Jón Atli Benediktsson, rektor
