Vegna slæms veðurútlits

Vegna slæms veðurútlits er nemendum bent á að gera viðeigandi ráðstafanir, fylgjast vel með veðurspá og e.t.v. að leita gistingar í Reykjavík, sé þörf á því og það mögulegt. Einnig má benda á þann möguleika að próf verði tekin á næstu símenntunarstöð. Í þeim tilvikum þurfa nemendur að byrja á því að hafa samband við viðkomandi miðstöð og athuga hvort aðstæður eru þar til staðar svo halda megi fjarpóf. Í framhaldinu þarf að hafa samband við fjarprof@hi.is og tilgreina nafn, kennitölu númer og heiti námsgreinar.
Öllum sem sent hafa póst á fjarprof@hi.is og eiga að fara í próf á þriðjudag verður svarað fyrir kl. 8 þann dag. Þeim sem eiga að fara í próf á miðvikudag verður hins vegar svarað síðar þann dag.
Vinsamlega athugið að starfsfólk prófaskrifstofu hefur ekki undan að sinna öllum símtölum sem þangað berast. Notið frekar tölvupóst, profstjori@hi.is.
