Skýrsla nefndar um plastbarkamálið kynnt
Í kjölfar viðamikilla rannsókna í Svíþjóð á hinu svokallaða plastbarkamáli skipuðu forstjóri Landspítala og rektor Háskóla Íslands nefnd þriggja óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að málinu.
Nefndina skipuðu þau Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada.
Nefndinni var m.a. ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala í tengslum við málið hefðu verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var það hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012.
Nefndin hefur nú lokið störfum og kynnti niðurstöður sínar á opnum fundi í Norræna húsinu í dag.
Skýrslu nefndarinnar má nálgast hér að neðan: