2/2025
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR
Ár 2025, fimmtudaginn 6. febrúar var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.
Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Andri Már Tómasson, Davíð Þorláksson, Elísabet Siemsen, Hólmfríður Garðarsdóttir (á fjarfundi), Katrín Jakobsdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Silja Bára Ómarsdóttir (á fjarfundi), og Viktor Pétur Finnsson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson. Arnar Þór Másson og Katrín Atladóttir boðuðu forföll og varamenn þeirra einnig.
1. Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að fundargerð síðasta fundar hefði verið samþykkt, undirrituð rafrænt og birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Loks spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og greindi Silja Bára frá því að hún myndi víkja af fundi undir dagskrárliðum 5 og 6. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur.
2. Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
a. Meðhöndlun happdrættisfjár, sbr. síðasta fund.
Inn á fundinn komu Jón Örn Árnason, lögmaður, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar. Jón Örn gerði grein fyrir samantekt að tillögu um breytt fyrirkomulag við ráðstöfun ágóða af rekstri Happdrættis Háskóla Íslands í þágu fasteigna skólans. Málið var rætt og svöruðu rektor, Jón Örn og Guðmundur R. spurningum er fram komu. Að umræðu lokinni samþykkti háskólaráð að fela rektor að vinna áfram að málinu í samræmi við framlagða tillögu um fyrirkomulag ráðstöfunar happdrættisfjár.
Jón Örn vék af fundi.
b. Um fyrirkomulag fæðisfjár og matarmiða, sbr. fund ráðsins 5. september sl. Niðurstaða starfshóps.
Inn á fundinn kom Ragnhildur Ísaksdóttir, sviðsstjóri mannauðssviðs (á fjarfundi) og gerði ásamt Guðmundi R. grein fyrir tillögu um breytt fyrirkomulag ráðstöfunar fæðisfjár og aðstöðu fyrir starfsfólk til að matast. Málið var rætt og samþykkt að útfæra nánar framlagða tillögu sem komi til afgreiðslu í háskólaráði í mars eða apríl nk. Unnið verði að því að gera samkomulag við veitingasöluaðila á háskólasvæðinu um veitingaþjónustu fyrir starfsfólk. Við gerð samkomulagsins verði horft til þarfa starfsfólks Háskóla Íslands m.t.t. niðurstöðu starfshópsins og umhverfis- og heilsusjónarmiða.
Ragnhildur vék af fundi.
c. Bílastæða- og samgöngumál. Staða mála og næstu skref.
Inn á fundinn kom Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs, og greindi frá stöðu mála varðandi nýtt útboð á rekstri bílastæða á svæði Háskóla Íslands. Fyrir liggur að málið hefur tafist, frá því að háskólaráð ákvað að gjald yrði tekið af bílastæðum, m.a. vegna kærumála í tengslum við fyrra útboð. Að svo stöddu er þess vænst að unnt verði að hrinda málinu í framkvæmd um eða upp úr miðju þessu ári. Einnig var rætt um samgöngusamninga með strætókortum fyrir starfsfólk með sams konar sniði og tíðkast hjá Landspítalanum. Samþykkt að unnið verði áfram að málinu á þessum nótum.
Kristinn og Guðmundur viku af fundi.
3. Stefna Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2021-2026, HÍ26. Staða mála.
Inn á fundinn komu Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála, og Ástríður Elín Jónsdóttir, verkefnisstjóri. Steinunn gerði grein fyrir niðurstöðum akkerisfundar sem haldinn var 29. janúar sl. sem og stöðu fjarkennslumála við Háskóla Íslands. Málið var rætt og svaraði Steinunn spurningum.
Steinunn og Ástríður viku af fundi.
Kaffihlé.
4. Málefni Vísindagarða Háskóla Íslands ehf.
Inn á fundinn komu Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og formaður stjórnar Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. (á fjarfundi), Þórey Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindagarða, og Hrólfur Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri. Sigurður Magnús og Þórey gerðu grein fyrir starfsemi og stefnu Vísindagarða og Hrólfur greindi frá stöðu mála varðandi fyrirhugaðan djúptæknikjarna. Málið var rætt og svöruðu þau Þórey, Sigurður Magnús og Hrólfur spurningum fulltrúa í háskólaráði.
Þórey, Sigurður Magnús, Hrólfur og Davíð viku af fundi.
5. Málefni akademískra starfsmanna.
Inn á fundinn kom Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags.
a. Endurskoðun reglna um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands.
Ingibjörg gerði grein fyrir drögum að tillögu að endurskoðun reglna um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands. Málið var rætt og komu fram gagnlegar ábendingar sem tekið verður mið af við frekari útfærslu og frágang tillögunnar. Málið verður áfram á dagskrá háskólaráðs.
b. Tillaga að breyttum starfsheitum við Háskóla Íslands.
Ingibjörg gerði grein fyrir framlagðri tillögu að breyttum starfsheitum akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands. Málið var rætt og svaraði Ingibjörg spurningum. Málið verður áfram á dagskrá háskólaráðs.
Silja Bára og Ingibjörg véku af fundi.
6. Embættisgengi umsækjenda um embætti rektors Háskóla Íslands, sbr. 6. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Fyrir fundinum lá greinargerð millifundanefndar háskólaráðs, sem skipuð var á fundi ráðsins 9. janúar sl., til að undirbúa ákvörðun ráðsins um hvort umsækjendur um embætti rektors uppfylli skilyrði um embættisgengi skv. 6. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009. Ólafur Pétur Pálsson, formaður millifundanefndarinnar, gerði grein fyrir niðurstöðu hennar. Fram kom að samtals bárust 11 umsóknir um starfið og er það mat nefndarinnar að 8 þeirra uppfylli skilyrði um embættisgengi og eru þar með í framboði. Embættisgeng eru:
- Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands
- Ganna Progrebna, prófessor, Executive Director of AI and Cyber Futures Institute, Bathurst, Orange, Sydney, Canberra, Ástralíu
- Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði HÍ og aðstoðarrektor vísinda og samfélags
- Kolbrún Þ. Pálsdóttir, dósent við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda og forseti Menntavísindasviðs HÍ
- Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði HÍ
- Oluwafemi E Idowu, prófessor í Healthcare Leadership and Strategy, og Chief Academic Officer / Provost við Oxford Business College, Oxford, Englandi
- Remco Polman, Pro Vice-Chancellor Research & Executive Dean, við Institute of Health and Wellbeing, Federation University, Melbourne, Ástralíu
- Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði HÍ
– Tillaga millifundanefndar háskólaráðs um hvaða umsækjendur um starf rektors Háskóla Íslands uppfylla skilyrði um embættisgengi samþykkt einróma.
7. Skipun kjörstjórnar vegna kjörs rektors Háskóla Íslands, skv. 4. tölul. 6. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Fyrir fundinum lá tillaga um að kjörstjórn vegna rektorskjörs Háskóla Íslands verði skipuð þeim Víði Smára Petersen, prófessor við Lagadeild, formaður, Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor við Lagadeild, Ebbu Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, Grétu Dögg Þórisdóttur, nemanda við Lagadeild, Jens Inga Andréssyni, nemanda við Lagadeild, og Sverri Guðmundssyni, verkefnisstjóra á vísinda- og nýsköpunarsviði.
– Samþykkt einróma. Kjörstjórn mun hefja störf þegar í stað.
8. Bókfærð mál.
a. Frá kennslumálanefnd háskólaráðs og kennslusviði: Tillaga um reglubreytingar vegna nýrra viðmiða um æðri menntun og prófgráður, sbr. auglýsingu nr. 1270/2024.
– Samþykkt.
c. Frá Félagsvísindasviði: Tillaga um nýja námsleið til 60 eininga lokaprófs á meistarastigi í markaðsfræði.
– Samþykkt.
e. Frá Hugvísindasviði: Tillaga um nýja diplómanámsleið við Íslensku- og menningardeild.
– Samþykkt.
f. Breyting á kennslualmanaki Háskóla Íslands.
– Samþykkt.
g. Framlenging samstarfssamnings Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
– Samþykkt.
h. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands verði Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, formaður, Arna Hauksdóttir, prófessor og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, Linda Jónsdóttir, stjórnarformaður Íslandsbanka, og Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeris ehf. og formaður stjórnar Samtaka sprotafyrirtækja. Fyrsti varamaður verði Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, og annar varamaður verði Stefán Þór Helgason, þjónustu- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Fjársýslu ríkisins.
i. Skipun heiðursdoktorsnefndar.
– Samþykkt. Fulltrúar í heiðursdoktoranefnd til 31.12.2027 eru: Einar Stefánsson, prófessor emeritus, formaður (skipaður til 1. júlí 2025), Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor, Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor, Helgi Gunnlaugsson, prófessor, Már Jónsson, prófessor, og Sigurður Brynjólfsson, prófessor.
j. Frá Mannauðssviði: Tillaga að uppfærðri launa- og jafnlaunastefnu.
– Samþykkt.
k. Fulltrúar í stjórn Fasteigna Háskóla Íslands ehf.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Fasteigna Háskóla Íslands ehf. verði Katrín Jakobsdóttir, fv. forsætisráðherra og fulltrúi í háskólaráði, Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar, og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor og fulltrúi í háskólaráði. Varamaður verði Katrín Atladóttir, verkfræðingur, vörustjóri hjá Dohop, fulltrúi í háskólaráði.
l. Fulltrúar í stjórn RHnets.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn RHnets verði Guðmundur H. Kjærnested, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs, Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs, og Lotta María Ellingsen, prófessor. Varamenn verði Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar, Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags, og Ebba Þóra Hvannberg, prófessor.
m. Fulltrúar í stjórn Sprota ehf.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Sprota ehf. verði Arnar Þór Másson, ráðgjafi og fulltrúi í háskólaráði, Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor, og Lotta María Ellingsen, prófessor.
9. Mál til fróðleiks.
a. Fréttabréf Háskólavina, dags. 29. janúar 2025.
b. Læknanemi við Háskóla Íslands hlaut Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands.
c. Jón Emil Guðmundsson hlaut Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2025.
d. Vísindavefur Háskóla Íslands 25 ára.
e. UTmessan haldin 7.-8. febrúar 2025.
f. Athugasemd frá Deild faggreinakennslu til háskólaráðs vegna aðgerðar í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands.
g. Ársskýrsla Hugverkanefndar 2024.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.00.