Lokaverkefnisdagur Hjúkrunarfræðideildar
Lokaverkefnisdagurinn var haldinn hátíðlegur í Eirbergi 11. maí. Þar komu BS og MS útskriftarnemar og kynntu lokaverkefni sín. Kynnt voru 41 BS verkefni og 4 MS verkefni á deginum sem heppnaðist vel í alla staði. Ávörp fluttu Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, Sigríður Gunnarsdóttir, fulltrúi 25 ára afmælisárgangs, Steinunn Sigurðardóttir, fulltrúi 50 ára afmælisárgangs og Helga Jóhannsdóttir, fulltrúi 4. árs nema. Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni voru veittar þeim Guðrúnu Örnu Jóhannsdóttur og Rakel Töru Guðmundsdóttur,fyrir verkefnið Breyting á líkamsímynd eftir heilaslag og Önnu Karen Guðmundsdóttur og Sigríði Elínu Jónsdóttur fyrir verkefnið Með heiminn á herðum sér: Fræðileg samantekt um gagnreynd stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldri með lyndisröskun.