Framúrskarandi nemar hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands

Tuttugu og fimm stúdentar víðs vegar af landinu tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við brautskráningar úr framhaldsskólum landsins nú í maí og júní. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent.
Menntaverðlaun Háskóla Íslands eru veitt þeim nemendum sem staðið hafa sig framúrskarandi vel í námi sínu til stúdentsprófs auk þess að hafa náð eftirtektarverðum árangri á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.
Hver framhaldsskóli gat tilnefnt einn nemanda til verðlaunanna og bárust alls 25 tilnefningar í þetta fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. Verðlaunin felast í veglegri bókargjöf, viðurkenningarskjali frá rektor Háskóla Íslands og styrk sem nemur upphæð skráningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar. Nemendur sem hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands við útskrift úr framhaldsskóla geta jafnframt sótt um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en úthlutað verður úr sjóðnum í næstu viku.
Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2018 eru:
|
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra |
Jón Grétar Guðmundsson |
|
Fjölbrautaskóli Snæfellinga |
Ísól Lilja Róbertsdóttir |
|
Fjölbrautaskóli Suðurlands |
Vilborg María Ísleifsdóttir |
|
Fjölbrautaskóli Suðurnesja |
Aðalheiður Lind Björnsdóttir |
|
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi |
Sandra Ósk Alfreðsdóttir |
|
Menntaskólinn á Akureyri |
Ingvar Þóroddsson |
|
Menntaskólinn á Egilsstöðum |
Sóley Arna Friðriksdóttir |
|
Menntaskólinn á Ísafirði |
Ingunn Rós Kristjánsdóttir |
|
Menntaskólinn að Laugarvatni |
Bjarnveig Björk Birkisdóttir |
|
Verkmenntaskólinn á Akureyri |
Fanney Edda Felixdóttir |
|
Framhaldsskólinn á Laugum |
Erla Ingileif Harðardóttir |
|
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum |
Bríet Stefánsdóttir |
|
Keilir - Háskólabrú |
Halldór Sævar Grímsson |
|
Kvennaskólinn í Reykjavík |
Marta Carrasco |
|
Borgarholtsskóli |
Bryndís Bolladóttir |
|
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti |
Vignir Már Másson |
|
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ |
Ólafur Hálfdan Pálsson |
|
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði |
Daníel Einar Hauksson |
|
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ |
Hrafndís Katla Elíasdóttir |
|
Menntaskólinn í Kópavogi |
Guðmundur Axel Blöndal |
|
Menntaskólinn í Reykjavík |
Arnar Geir Geirsson |
|
Menntaskólinn við Hamrahlíð |
Enar Kornelius Leferink |
|
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins |
Unnur Eir Magnadóttir |
|
Verzlunarskóli Íslands |
Agla María Albertsdóttir |
|
Verzlunarskóli Íslands |
Hafsteinn Rúnar Jónsson |
Háskóli Íslands óskar þessum glæsilega hópi innilega til hamingju með Menntaverðlaunin.
