21. janúar 2021
Engin starfsemi vegna vatnsleka í mörgum byggingum á háskólasvæðinu

Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. Þetta á við um alla starfsemi, kennslu, rannsóknir og aðra starfsemi.
Nánari upplýsingar verða veittar um leið og fram vindur en verið er að dæla vatni úr húsnæði skólans.
Fram hefur komið í fréttum að rof hafi komið á stóra kaldavatnsæð í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt.
Ljóst er að mikið verk er fram undan við að koma aðstöðunni í samt horf.
