Álag lagt á skrásetningargjald HÍ 12. ágúst - Enn mögulegt að dreifa greiðslum

Árlegt skrásetningargjald Háskóla Íslands er 75.000 krónur og rann framlengdur frestur til þess að greiða það út í gær, miðvikudaginn 5. ágúst.
Álag á skrásetningargjaldið að upphæð 10.000 kr. verður lagt á frá og með 12. ágúst og verður gjaldið því 85.000 kr. Heimild er í 24. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 til að leggja á slíkt aukagjald utan auglýstra skráningartímabila. Nemendur og umsækjendur um nám við Háskóla Íslands hafa þó enn tækifæri til að greiða skrásetningargjaldið án álags til og með 11. ágúst.
Þó að álagið leggist á skrásetningargjaldið verður enn hægt að skipta greiðslum þess eins og áður eða greiða í einu lagi með debet- eða kreditkorti.
Hvar á að greiða skrásetningargjaldið?
- Núverandi nemendur skólans geta greitt skrásetningargjaldið í Uglu, sjá grænt box á forsíðu.
- Nemendur, sem hefja nám í haust og hafa fengið samþykkta umsókn, geta greitt skrásetningargjaldið í samskiptagátt skólans þar sem þeir sóttu upphaflega um nám.
Hafi nemendur einhverjar spurningar sem snúa að greiðslu skrásetningargjaldsins er hægt að hafa samband við Nemendaskrá í gegnum netfangið nemskra@hi.is
