Skip to main content

Tómstunda- og félagsmálafræði, M.Ed.

Tómstunda- og félagsmálafræði, M.Ed.

Menntavísindasvið

Tómstunda- og félagsmálafræði

M.Ed. – 120 einingar

Tómstundir, frítími og félagsmál verða sífellt mikilvægari þættir í lífi fólks. Námið er ætlað þeim sem vilja virkja og valdefla fólk á vettvangi félagsmiðstöðva, frístundaheimila, félagsstarfi aldraðra, í æskulýðsstarfi og/eða innan skólastofnana. Í náminu fá nemendur þekkingu á fræðasviði tómstunda- og félagsmála.  

Námið er sniðið að nemendum sem hafa lokið BA-prófi eða sambærilegu námi á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða skyldra greina. 

Skipulag náms

X

Tómstundafræði og forysta (TÓS102F)

Viðfangsefni námskeiðsins
Forysta, fagmennska og markmið stofnana á vettvangi frítímans eru viðfangsefni námskeiðsins. Þátttakendur kynnast ólíkum forystukenningum, inngildandi leiðtogafærni, breytinga- og krísustjórnun og gildi menningar á starfsstöðum. Vettvangur frítímans verður í brennidepli en einnig samspil vettvangsins við aðrar stofnanir sem koma að menntun og farsæld. 

Fjallað verður um hlutverk leiðtogans í samfélagi án aðgreiningar og þróun forystu í íslensku sem og alþjóðlegu samhengi. Nemendum gefst kostur á að tengja hugmyndir sínar, þekkingu og reynslu af vettvangi við viðfangsefni námskeiðsins.

Áherslur námskeiðsins

Þátttakendur námskeiðs fá töluvert frelsi til athafna í verkefnavinnu og verða hvattir til sjálfstæðra vinnubragða.

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að ná jafnvægi milli fjölbreyttra gerða náms: 

  • Tileinkun náms (e. acquisition)
  • Umræður (e. discussion)
  • Könnun og/eða rannsókn (e. investigation)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Virkni og/eða æfing (e. practice)
  • Afurð (e. production)

Vinnulag námskeiðsins
Í hverri lotu er umræðutími. Þeir sem ekki eiga kost á þátttöku í umræðutímum í rauntíma vinna verkefni á vef. Hver lota er að jafnaði tvær vikur að lengd. 

Þátttökuskylda er í staðlotum og málstofum.

Stuðst er öllu jafna við vendinám í bland við fyrirlestra, umræður, samvinnu- og einstaklingsverkefni. 

Í lok námskeiðs sjá nemendur um málstofur tengdar viðfangsefni námskeiðsins. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Reynslunám, útimenntun og lífsleikni (TÓS101F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning og þekkingu nemenda á reynslumiðuðu námi, útimenntun, lífsleikni og ígrundandi starfsháttum. Sérstök áhersla er á útimenntun sem fag, aðferð og rannsóknarlegt viðfangsefni.

Út frá reynslumiðuðu sjónarhorni er unnið með viðfangsefnið að leika, læra og þroskast með sérstakri áherslu á tengsl formlegs, hálfformlegs og óformlegs náms og gildi tómstundafræðinnar.

Lögð er áhersla á að nemendur ígrundi hvernig nám á sér stað og að þeir öðlist hæfni til að skipuleggja námsumhverfi sem styður við reynslunám og virkni.

Hægt er að nota reynslunám sem aðferð til að öðlast færni og þess vegna er í þessu námskeiði kannaðir möguleikar á að vinna með reynslumiðuðum hætti með lífsleikni í frístunda- og skólastarfi. Lífsleikni er vítt hugtak sem felur í sér sjálfsþekkingu, samskipti, sköpun og forystu. Á námskeiðinu er skoðað hvernig styðja megi við lífsleikni og skapandi vinnu innan tómstunda- og skólastarfs. Nemendum gefst tækifæri til að kanna rannsóknaraðferðir sem notaðar eru í útimenntun, þar á meðal vettvangsathuganir, rýnihópar og viðtöl.

Fjallað verður reynslunám, lífsleikni, úti- og ævintýranám. Á námskeiðinu verður reynt að veita bæði kennurum og nemendum tækifæri til að kanna dýpra hlutverk og gildi reynslunáms, ígrundunar, útimenntunar í frístunda- og skólaumhverfi og einnig tengsl þeirra við lífsleikni. Í þessu námskeiði viljum við einnig veita nemendum sem hafa áhuga á að nýta aðferðir útimenntunar í samhengi við  farsæld, ævintýra- og náttúrunám.

Vinnulag

Kennslan fer fram í ágúst, september og október þar sem unnið er í fjórum námslotum með umræðu- og vinnutímum á milli þeirra. 

Námslota 1 í Reykjavík: Föstd. 22. ágúst kl. 12 til laugard. 23. ágúst kl. 18.

Námslota 2 utan Reykjavíkur: Föstd. 12. sept kl 12 til sunnduags 14. sept kl. 16. Dvalið verður utan Reykjavíkur. Unnið verður reynslumiðað úti og inni.

Námslota 3 utan Reykjavíkur: Miðvikudagur 1. október kl. 12-20 (Reynslunám í verki). 

Námslota 4 í Reykjavík: Fimmtudagur 16. október (Ráðstefna um útimenntun).

Nemendur halda ígrundandi leiðarbók (reflective journal) á námskeiðinu og undirbúa og framkvæma reynslunám í verki og ráðstefnu.

Mætingarskylda er í námskeiðið sem nær til námslotanna. 
Námsmat og áherslur í námskeiðinu eru mótaðar í samvinnu við nemendur og þannig reynt að vera trú því að vinna með reynslumiðuðum hætti. 

Ferðakostnaður: Reikna má með nokkrum kostnaði vegna ferða á námskeiðinu, allt að 16.000 kr.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.