Skip to main content

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf - Örnám

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf - Örnám

Menntavísindasvið

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf

Örnám – 30 einingar

Stutt 30 eininga nám þar sem komið er til móts við brýna þörf á sérstakri menntun fyrir kennara sem annast starfstengda leiðsögn í skólum.

Skipulag náms

X

Starfstengd leiðsögn – leiðsagnarhlutverkið (STM104F)

Námskeiðið er ætlað kennurum á öllum skólastigum og öðrum sem annast starfstengda leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar. Námskeiðið er grunnnámskeið á námssviðinu/námsleiðinni Starfstengd leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar en einnig er hægt að taka það sem stakt valnámskeið. 

Tilgangur námskeiðisins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á starfstengdri leiðsögn, markmiðum með slíkri leiðsögn, leiðsagnarhlutverki kennara og leiðsagnaraðferðum, og geti beitt þekkingunni í starfi. Stefnt er að því að nemendur geti nýtt sér helstu kenningar um starfstengda leiðsögn og fræðileg hugtök til að ræða og skipuleggja eigið starf sem leiðsagnarkennarar. Áhersla er lögð á að nemendur verði meðvitaðir um hvernig starfstengd leiðsögn getur eflt faglega starfshæfni einstaklinga og hópa, m.a. nemenda í vettvangsnámi, nýliða í kennslu, reyndra kennara og annars fagfólks. Lögð er áhersla á hagnýta þjálfun í starfstengdri leiðsögn sem leið til aukinnar fagmennsku og hugað er að ábyrgð og samstarfi leiðsagnarkennara og þeirra sem njóta leiðsagnarinnar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Anna Rósa Sigurjónsdóttir
Björg Melsted
Anna Rósa Sigurjónsdóttir
Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf

Starfstengd leiðsögn er gagnlegt og mikilvægt nám fyrir kennara. Ég finn fyrir mun meira öryggi í starfi bæði hvað varðar móttöku kennaranema og nýliða og hef fengið fleiri verkfæri til að vinna með. Þetta nám nýtist ekki síður í samræðum og samstarfi við starfsfólk leikskólans þar sem við rýnum saman til gagns um starfsemi leikskólans.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.