Skip to main content

Öldrunarfræði

Öldrunarfræði

Félagsvísindasvið

Öldrunarfræði

MA – 120 einingar

Meistaranám í öldrunarfræði er 120 eininga rannsóknarnám um málefni aldraðra. 

Öldrunarfræði er þverfagleg grein sem skoðar öldrun út frá mismunandi sjónarhornum en með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Í náminu eru hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir kynntar.

Ekki er opið fyrir umsóknir sem stendur.

Skipulag náms

X

Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta (ÖLD102F)

Markmið námskeiðsins er að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Kynntar verða helstu kenningar öldrunarfræðinnar og fjallað um áhrif þeirra á stefnumótun í öldrunarþjónustu. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Lotukennsla. Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í staðlotur. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Edda Sólveig Þórarinsdóttir
Edda Sólveig Þórarinsdóttir
Öldrunarfræði, MA

Sú ákvörðun að skrá mig í meistaranám í öldrunarfræði er ein sú besta sem ég hef tekið. Námið er fyrst og fremst mjög skemmtilegt og hagnýtt. Í náminu fékk ég innsýn í margar hliðar öldrunarfræðinnar, sem veitti mér góðan faglegan grunn. Á sama tíma gafst mér tækifæri til að kafa dýpra í þau viðfangsefni sem ég hef mestan áhuga á og langar að sérhæfa mig í. Það sem heillaði mig líka einna mest var hversu fjölbreyttir möguleikar í starfi opnast að námi loknu.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.