Skip to main content

Menntunarfræði leikskóla, M.Ed.

Menntunarfræði leikskóla, M.Ed.

Menntavísindasvið

Menntunarfræði leikskóla

M.Ed. – 120 einingar

Meistaranám fyrir þau sem vilja starfa í leikskóla og hafa lokið grunnnámi (BA/BS) á námssviðum leikskólans samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, eða á sviði uppeldis eða menntunar, með fyrstu einkunn.

M.Ed. námi lýkur með 30 eininga rannsóknarritgerð.

Skipulag náms

X

Forysta, samskipti og samstarf (LSS102F)

Á námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar í stjórnun og forystu menntastofnana, samskipti og nám fullorðinna, leikskólann sem lærdómssamfélag, kyngervi, breytingaferli, leiðsögn, ágreiningsstjórnun og einelti í starfsmannahópi. Farið er yfir helstu verkefni deildarstjóra í leikskólum, fjallað um samstarf foreldra og starfsfólks og framkvæmdar æfingar í erfiðum viðtölum við foreldra og samstarfsfólk.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Íris Ósk Karlsdóttir
Íris Ósk Karlsdóttir
Menntunarfræði leikskóla M.ed.

Það er líklega besta ákvörðun sem ég hef tekið að skrá mig í þetta nám því fagleg þekking mín á leikskólastarfinu hefur aukist gríðarlega. Áhugi minn á fræðunum hefur náð góðum fókus og ég fann starfskenningu mína mótast og þróast í gegnum námið. Öll námskeiðin eru fróðleg og skemmitleg sem nýtast vel í starfi, kennarar halda vel utan um nemendahópinn og eiga í góðum samskiptum við alla. Ég ákvað að velja M.ed leiðina og skrifa lokaritgerð vegna þess að ég vildi skilja eitthvað eftir mig sem ég gerði frá grunni út frá mínu áhugasviði og því sem ég brenn fyrir. Auk þess veitir lokaritgerð tækifæri til að miðla reynslu minni og þekkingu til annarra og gæti gagnast þeim til að styrkja sig í leikskólastarfinu. Ég mæli hiklaust með því að gera lokaritgerð því ferlið er lærdómsríkt, gefandi og virkilega skemmtilegt.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.