Kennsla list- og verkgreina, M.Ed.
Kennsla list- og verkgreina
M.Ed. gráða – 120 einingar
Námið býr nemendur undir kennslu list- og verkgreinakennslu í grunnskóla. Námið er opið þeim sem hafa lokið B.Ed.-prófi í grunnskólakennslu með áherslu á list- og verkgreinar, eða BA/BS-prófi í skyldum greinum.
Grunnskólakennarar með leyfisbréf geti sótt námið óháð sérhæfingu í fyrra námi. Fjarnám að mestu eða hluta.
Skipulag náms
- Haust
- Félagsfræði og heimspeki menntunar
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Nám og kennsla í grunnskóla
- Námsmat og námskrá grunnskóla
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaBE
- Gamalt handverk í skólastarfiB
- Kennslufræði hönnunar og smíða IIB
- Lesið í skóginn og tálgað í tréB
Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi.
Inntak / viðfangsefni:
Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms.
Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)
Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.
Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Kennslufræði hönnunar og smíða II (LVG007G, LVG014G)
Markmið: Að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í námsgreininni hönnun og smíði.
Inntak / viðfangsefni: Vettvangsnám á misserinu er undirbúið með verkefnavali, verkefnatilraunum og gerð kennsluverkefna. Markmið og kennslufræði hönnunar smíðakennslu eru tekin til umfjöllunar ásamt fagnámskrá. Sérstök áhersla er lögð á vinnu með börnum í grunnskóla. Nemar fá þjálfun í að semja kennsluáætlanir og smíða verkefnadæmi sem miðuð eru við ákveðna verkþætti, aldur og þroska barna.
Vinnulag: Fyrirlestrar og verklegur undirbúningur fyrir vettvangsnám. Nemar sitja fyrirlestra um ýmis kennslufræðileg efni valgreinarinnar. Kennslufræði nýsköpunar gerð sérstaklega skil. Nemendur vinna verkefni sem tengjast vettvangsnámi þeirra.
Lesið í skóginn og tálgað í tré (LVG501G, LVG015G)
Markmið: Að nemendur kynnist hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögð við gerð hluta úr íslensku efni.
Inntak / viðfangsefni: Megináherslan er lögð á verklega þáttinn þar sem nemendur vinna með blautt og þurrt efni úr íslenskum skógum. Kennd verða helstu vinnubrögð í tálgun, bæði með hníf og exi. Einnig verða kennd grundvallaratriði í viðar- og vistfræði og kannað hvernig hægt er að nýta sér form og eiginleika íslenskra viðartegunda. Farið verður í vettvangsferð í skóg í nágrenninu og hugað að efnisöflun og útikennslu í skógi. Kynnt verður skólaverkefnið Lesið í skóginn, samþætt kennsluverkefni um íslenska skóga og nýtingu þeirra.
Nemendur á kjörsviði hönnunar og smíða fá sérstakan undirbúning fyrir kennslu á vettvangi með tilheyrandi verkefnum.
Vinnulag: Verkleg þjálfun og fyrirlestrar.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Nám og kennsla: Að mæta sérþörfumB
- Félagsfræði og heimspeki menntunarB
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurB
- Gamalt handverk í skólastarfiB
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F, SFG106F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (MAL102F, SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG006M, LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG101M, LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Haust
- Nám og kennsla í grunnskóla
- Félagsfræði og heimspeki menntunar
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.BE
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Námsmat og námskrá grunnskóla
- Leiklistarkennarinn, framkvæmd og fræðiB
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarB
- LeiklistarkennarinnB
Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi.
Inntak / viðfangsefni:
Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)
Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.
Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.
Leiklistarkennarinn, framkvæmd og fræði (LVG407G, LVG408G)
Viðfangsefni: Leiklistaræfingar sem þjálfa hæfni til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði, (ferlið frá samlestri til sýningar), ásamt þekkingu og skilningi á undirstöðuatriðum og aðferðum sem leiklistarkennari þarf að nýta í kennslu sinni.
Einnig hugmyndafræði og rannsóknir ásamt helstu kennismiðum t.d. Mike Fleming, John O'Toole, Helen Nicholson, Andy Kempe og David Hornbrook.
Vinnubrögð við uppsetningu leiksýninga þ.e. leikhús sem kennslufræðilegt afl með áherslu á líkams- og raddbeitingu, sviðshreyfingum og leiktækni á sviði. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í fjölbreyttum þáttum sviðsetningar, handrits- og leikgerðar, sviðsmuna, búningahönnunar, leikmyndagerðar og hljóðmyndar.
Vinnulag: Æfingar, spunar og umræður. Innlegg kennara og lestur fræða frá kennismiðum um leiklistarkennslu.
Leiklistarkennarinn, framkvæmd og fræði er aðeins fyrir þá sem eru á kjösviðinu leiklist og verður að taka SAMHLIÐA námskeiðinu LVG406G Leiklistarkennarinn.
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Leiklistarkennarinn (LVG305G, LVG406G)
Viðfangsefni: Leiklistaræfingar sem þjálfa næmi og sköpunargáfu í gegum mismunandi aðferðir leikhússins, ásamt þekkingu og skilningi á undirstöðuatriðum og aðferðum sem leiklistarkennari þarf að nýta í kennslu sinni.
Vinnubrögð við uppsetningu leiksýninga þ.e. aðferðaleikhús, samfélagsleikhús, samsköpunarleikhús og þátttökuleikhús. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í fjölbreyttum þáttum sviðsetningar svo sem handrits- og leikgerðar.
Vinnulag: Æfingar, spunar og umræður.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarB
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnB
- Nám og kennsla: Að mæta sérþörfumB
- Félagsfræði og heimspeki menntunarB
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG205M, LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG204F, LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F, SFG106F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (MAL102F, SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Félagsfræði og heimspeki menntunarB
- Kennsla í margbreytilegum nemendahópiB
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarB
- Gamalt handverk í skólastarfiB
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiB
- Skapandi endurnýting textílaB
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurB
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarB
- Upplýsingatækni í menntun og skólaþróunB
- Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknirB
- Fjarnám og kennslaB
- Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað námBE
- Nám og kennsla: Að mæta sérþörfumB
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnB
- Myndlist, hönnun og leirmótunB
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunB
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)
Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum. Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.
Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.
Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.
Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna).
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG005M, LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M, LVG101M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F, LVG106M)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG108F, LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M, LVG006M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG205M, LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)
Í námskeiðinu er fjallað um:
- áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
- námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
- hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
- innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
- kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
- stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
- hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla
Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.
Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)
Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.
Inntak / viðfangsefni
- Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og kenningum um áhugahvöt til náms (motivation in education).
- Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
- Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
- Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
- Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
Fjarnám og kennsla (SNU008F)
Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.
Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.
Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)
Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.
Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.
Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.
Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M, LVG204F)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG101M, LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
- Vor
- Lokaverkefni
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Læsi í faggreinumV
- Nám og kennsla: Að mæta sérþörfumV
- Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytingaV
- Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemendaV
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Læsi í faggreinum (ÍET214F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur þrói hugmyndir sínar um læsi og hvernig vinna megi með læsi þvert á faggreinar þannig að þeir verði betur í stakk búnir að kenna sínar greinar. Í kennaranámi þróa kennaranemar starfskenningu sínu, þ.e. skoða og móta hugmyndir sínar um það hvernig þeir ætla eða vilja starfa sem kennarar
Lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu þvert á faggreinar og að nemendur kynnist rannsóknum og nýjungum í kennsluháttum sem efla læsi og fagorðaforða á öllum skólastigum.
Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.
Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytinga (FAG201F)
Fjallað verður um hugtakið sjálfbær þróun og meginhugmyndir alþjóðlegra sáttmála um sjálfbærni. Tekin verða dæmi af ýmsum vandamálum er tengjast umhverfi og náttúru, s.s. loftslagsmálum, tegundafækkun, jarðvegseyðingu og mengun. Lögð verður áhersla á að greina vandamál úr umhverfi nemenda með áherslu á að finna mögulegar lausnir. Fjallað verður um hlutverk kennara í að vinna með ágreiningsmál og hvernig þeir geta kennt börnum að greina vanda, meta upplýsingar og setja fram hugsanlegar lausnir. Þátttakendur lesi og noti rannsóknir á sjálfbærnimenntun. Einnig munu þátttakendur skoða eigin viðhorf til sjálfbærrar þróunar, gildi sín og meta eigin hegðun.
Skyldumæting er í staðlotur samkvæmt kennslualmanaki Menntavísindasviðs.
Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)
Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.
Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.
Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Félagsfræði og heimspeki menntunar
- Námsmat og námskrá grunnskóla
- Nám og kennsla í grunnskóla
- Myndlist, hönnun og leirmótunB
- Kennslufræði MyndmenntarB
- Listir, náttúra og samfélagB
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaBE
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)
Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.
Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.
Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi.
Inntak / viðfangsefni:
Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Kennslufræði Myndmenntar (LVG010G, LVG018G)
Markmið: Að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í námsgreininni myndmennt og kennslufræðilega þætti greinarinnar.
Inntak / viðfangsefni: Vettvangsnám á misserinu er undirbúið með verkefnavali, verkefnatilraunum og gerð kennsluverkefna. Markmið myndmenntarkennslu eru tekin til umfjöllunar ásamt fagnámskrá. Lögð er áhersla á að nemendur þekki til helstu kenningasmiða, rannsókna á sviðinu og innihalds og markmiða í aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara og leiðsagnarkennara á vettvangi auk þess sem þeir taka mið af hæfniviðmiðum myndmenntar í aðalnámskrá grunnskóla sem og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og aðra grunnþætti menntunar.
Nemar fá þjálfun í að semja kennsluáætlanir sem miða við ákveðna verkþætti, aldur og þroska barna.
Vinnulag: Fyrirlestrar um kennslufræðilega þætti og verklegur undirbúningur fyrir vettvangsnám.
Nemendur vinna hugmynda- og dagbók sem tengist verkefna- og vettvangsnámi þeirra. Nemendur kynna verkleg verkefni og afrakstur af vettvangsnámi undir lok námskeiðsins.
Vettvangsnámið í þessu námskeiði er þannig skipulagt að nemi fær úthlutað grunnskóla þar sem vettvangsnámið mun fara fram. Skólar eru valdir fyrir nema með hliðsjón af viðfangsefni námskeiðsins auk þess sem horft er til námsstigs og námsárs nema.
Listir, náttúra og samfélag (LVG403G, LVG020G)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið: Að nemandinn
- finni tengsl menningar og listar við náttúru og samfélag.
- hafi tileinkað sér hugmyndafræði námskrár sem byggir á myndlist, náttúru og samfélagi.
- hafi valdi á fræði- og verklegri þekkingu til að vinna út frá aðferðum myndlistarmanna á viðfangsefnum sínum
- uppgötvi hvernig listamenn nota náttúru og náttúruleg efni í listsköpun sinni.
- hafi kynnst og tileinkað sér aðferðafræði myndlistar og myndmáls sem tjáskiptaform í nútíma samfélagi.
- geti beitt gagnrýnni og skapandi hugsun í listsköpun tengdri náttúruskoðun og samfélagsrýni í starfi með börnum.
- skynji og skilji mikilvægi samþættingar listar og samfélagsrýni við aðrar faggreinar skólans
- geti unnið sjálfstætt og skipulega að öllum viðfangsefnum.
Inntak / viðfangsefni:
Í þessum áfanga er kynnt sögulegt og félagslegt samhengi náttúruskoðunar og samfélagsrýni með áherslu á tengsl á milli nútímalistar og uppeldisfræði. Unnið verður með hugmyndir samtímalistamanna í listrannsóknum hvað varðar náttúru og samfélag.
Nemendur vinna rannsókn á starfsháttum starfandi myndlistarmanna, fræðilegum markmiðum þeirra og tækni í listsköpun sinni. Gera starfsáætlun að myndverkum í fjölbreytt efni, með það markmið að ná fram skýru myndmáli. Serstök árhersla verður á endurnýtingu efna, með umhverfisverndarsjónarmið að leiðarljósi.
Nemendur fá einnig þjálfun í fjalla um og rökstyðja myndverk sín út frá markmiðum námskeiðsins. Unnið verður með ólíkar hefðir út frá reynslu og áhuga nemenda með áherslu á náttúru og samfélag í tengslum við valda þætti úr grunnskólum.
Vinnulag:
Fyrirlestrar, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna. Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
- Vor
- Lokaverkefni
- Óháð misseri
- Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein
- Nám og kennsla - fagmennska í starfi
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun
- Nám og kennsla: Að mæta sérþörfumB
- Félagsfræði og heimspeki menntunarB
- Myndlist, hönnun og leirmótunB
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F, SFG106F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (MAL102F, SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG101M, LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Námsmat og námskrá grunnskóla
- Nám og kennsla í grunnskóla
- Félagsfræði og heimspeki menntunar
- Vettvangsnám og kennslufræði í textílhlutaB
- TextílhönnunB
- Skapandi endurnýting textílaB
- Fata- og nytjahlutahönnunBE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiB
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunBE
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)
Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.
Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.
Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi.
Inntak / viðfangsefni:
Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Vettvangsnám og kennslufræði í textílhluta (LVG005G, LVG013G)
Markmiðið er að undirbúa kennaranema fyrir vettvangsnám í námsgreininni með áherslu á textílhluta kjörsviðsnámsins í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi faggreinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Lögð er áhersla á að nemendur þekki til siðareglna kennara, rannsóknir og námskenningar og geti tengt þær við kennslufræðilegar áherslur í faggreininni. Markmiðið er að nemendur þekki til möguleika faggreinarinnar innan skólasamfélagsins og samþættingu við aðrar námsgreinar. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum, áhöldum og tækjum sem tengjast textílaðferðum og hönnun. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum í textíl í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Nemendur fá þjálfun í vinnulagi við innlagnir og sýnikennslu, gerð kennsluáætlana og bera saman ólíkar námsmatsleiðir sem hæfa fjölbreyttum aðferðum fata- og textílgreinarinnar. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð, kynningu og ferilmöppu um vettvangshluta námsins. Nemendur kynna verkleg verkefni og afrakstur af vettvangsnámi.
Textílhönnun (LVG004G, LVG012G)
Lögð er áhersla á tilrauna- og þróunarvinnu í munsturgerð og grunnaðferðum, eins og til dæmis saumi, prjóni, hekli, vefnaði, útsaumi, þrykki og fleiri aðferðum. Markmiðið er að vinna með skapandi hugsun, frumleika og listræna nálgun í viðfangsefnum. Nemendur vinna verkefni samkvæmt aðferðum nýsköpunar og hönnunar. Gerðar eru vinnuskýrslur og greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
- Vor
- Lokaverkefni
- Óháð misseri
- Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein
- Nám og kennsla - fagmennska í starfi
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum
- Félagsfræði og heimspeki menntunar
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunBE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiB
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarB
- Skapandi endurnýting textílaB
- Hugmynda- og hönnunarvinnaBE
- Fata- og nytjahlutahönnunBE
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F, SFG106F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (MAL102F, SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
- Vor
- Lokaverkefni
- Óháð misseri
- Nám og kennsla - fagmennska í starfi
- Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Haust
- Nám og kennsla í grunnskóla
- Félagsfræði og heimspeki menntunar
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Námsmat og námskrá grunnskóla
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu IIB
- Sjálfstætt verkefni í list- og verkgreinumB
- Sjálfstætt verkefni í list- og verkgreinumB
- Söngur og kórstjórnB
- Tónmenntakennsla á vettvangi -Áhersla á mið- og unglingastigB
Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi.
Inntak / viðfangsefni:
Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)
Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.
Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu II (LVG103M, LVG104M, LVG109M)
Á þessu námskeiði er farið dýpra en í undanfaranámskeiðinu í undirleik á hljómborðshljóðfæri og gítarleik fyrir tónmenntakennslu. Farið verður dýpra í hljómfræði og nemendur fá aukna færni í að hljómgreina flóknari tónlist en áður. Nemendur fá tækifæri til að auka færni í hljóðfæraleik og ýmiskonar tækni sem auðvelda tónmenntakennaranum að leika fjölbreytta tónlist af fingrum fram. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir sem flestar stíltegundir tónlistar.
Sjálfstætt verkefni í list- og verkgreinum (LVG210M, LVG009M, LVG003F, LVG003F)
Verkefnið er unnið í samráði við kennara á list- og verkgreinabraut. Sem dæmi um verkefni má nefna þátttöku í rannsóknum kennara, rannsókn á vettvangi, samningu námsefnis, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf í skólasamfélaginu. Verkefnið krefst sjálfstæðra vinnubragða og áherslan er á frumkvæði nemandans í gegnum allt ferlið.
Sjálfstætt verkefni í list- og verkgreinum (LVG210M, LVG009M, LVG003F, LVG003F)
Verkefnið er unnið í samráði við kennara á list- og verkgreinabraut. Sem dæmi um verkefni má nefna þátttöku í rannsóknum kennara, rannsókn á vettvangi, samningu námsefnis, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf í skólasamfélaginu. Verkefnið krefst sjálfstæðra vinnubragða og áherslan er á frumkvæði nemandans í gegnum allt ferlið.
Söngur og kórstjórn (LVG009G, LVG016G)
Viðfangsefni
Söngur, upphitun söngradda og fjölbreytt sönglög í ýmsum stíltegundum. Nemendur læra grunnatriði í kórstjórnartækni og læra að tileinka sér fagleg vinnubrögð við val og undirbúning verkefna fyrir ólíkar gerðir kóra og sönghópa.
Vinnulag
Verklegar æfingar í söng, kórstjórn og léttum undirleik á hljómborð/píanó.
Tónmenntakennsla á vettvangi -Áhersla á mið- og unglingastig (LVG024G, LVG405G)
Námskeiðið tengist vettvangsnámi í tónmenntakennslu. Nemendur styrkja færni sína í að skipuleggja og kenna tónmennt á mið- og unglingastigi grunnskóla. Lesefni námskeiðsins miðar að því að dýpka skilning á markmiðum og leiðum í kennslu tónlistar í bekkjarkennslu innan grunnskóla. Nemendur draga saman fyrri þekkingu sína og byggja á henni til þess að ná aukinni færni í helstu þáttum tónmenntakennslu. Verklegar æfingar miða að því að auka færni nemenda til að takast á við kennslu tónmennta á vettvangi.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
- Vor
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Óháð misseri
- Nám og kennsla: Að mæta sérþörfumB
- Félagsfræði og heimspeki menntunarB
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu IIB
- Sjálfstætt verkefni í list- og verkgreinumB
- Sjálfstætt verkefni í list- og verkgreinumB
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F, SFG106F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.
Félagsfræði og heimspeki menntunar (MAL102F, SFG106F)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu II (LVG103M, LVG104M, LVG109M)
Á þessu námskeiði er farið dýpra en í undanfaranámskeiðinu í undirleik á hljómborðshljóðfæri og gítarleik fyrir tónmenntakennslu. Farið verður dýpra í hljómfræði og nemendur fá aukna færni í að hljómgreina flóknari tónlist en áður. Nemendur fá tækifæri til að auka færni í hljóðfæraleik og ýmiskonar tækni sem auðvelda tónmenntakennaranum að leika fjölbreytta tónlist af fingrum fram. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir sem flestar stíltegundir tónlistar.
Sjálfstætt verkefni í list- og verkgreinum (LVG210M, LVG009M, LVG003F, LVG003F)
Verkefnið er unnið í samráði við kennara á list- og verkgreinabraut. Sem dæmi um verkefni má nefna þátttöku í rannsóknum kennara, rannsókn á vettvangi, samningu námsefnis, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf í skólasamfélaginu. Verkefnið krefst sjálfstæðra vinnubragða og áherslan er á frumkvæði nemandans í gegnum allt ferlið.
Sjálfstætt verkefni í list- og verkgreinum (LVG210M, LVG009M, LVG003F, LVG003F)
Verkefnið er unnið í samráði við kennara á list- og verkgreinabraut. Sem dæmi um verkefni má nefna þátttöku í rannsóknum kennara, rannsókn á vettvangi, samningu námsefnis, útgáfustarfsemi og verkefni, sem veita nemendum þjálfun fyrir störf í skólasamfélaginu. Verkefnið krefst sjálfstæðra vinnubragða og áherslan er á frumkvæði nemandans í gegnum allt ferlið.
- Vor
- Lokaverkefni
- Óháð misseri
- Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein
- Nám og kennsla - fagmennska í starfi
Lokaverkefni (LVG401L)
Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er 30e einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum ogrannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.
Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á sumum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist með ákveðnum hætti á tvö eða þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.
Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.
Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni
Nám og kennsla – vettvangsnám í faggrein (FAG401F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám í faggrein. Lögð er áhersla á að nemar prófi sig í kennslu og fái tækifæri til að ræða, meta, ígrunda og þróa kennslu sína. Þeir þróa kennsluáætlun byggða á aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá. Þeir greina atvik úr kennslu sinni og draga lærdóm af þeim. Þeir skoða fjölbreyttar kennsluaðferðir og beita þeim í kennslu á vettvangi.
Vinnulag: Nemendur eru á vettvangi alla önnina á báðum námskeiðum og mæta reglulega í kennslustundir í háskólanum. Byggt er á fyrirlestrum, umræðum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við námskeiðið Nám og kennsla - fagmennska. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér.
Nám og kennsla - fagmennska í starfi (KME301F)
Meginviðfangsefni námskeiðsins er fagmennska í starfi kennara og hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara sem og fagreinakennara. Sérstök áhersla er lögð á að styðja kennaranema í að móta heildstæða starfskenningu, efla fagvitund, skerpa sýn á kennarastarfið og skilning á þeim skuldbindingum sem starfið felur í sér. Á námskeiðinu er áhersla lögð á tengsl kennslu og náms og það hlutverk kennarans að byggja upp öflugt og skapandi námsumhverfi. Fjallað verður um siðfræði kennarastarfsins, manngildissjónarmið og ábyrgð kennara, gagnvart velferð barna og foreldrasamstarfi. Meðal viðfangsefna verða sjálfsrýni og sjálfsmat, ígrundun eigin kennslu og í samræðu við nema úr öðrum faggreinum. Auk þess er lögð áhersla á samskiptafærni, m.a. í samskiptum við foreldra, viðtalstækni, teymiskennslu og teymisvinnu og mismunandi leiðir til bekkjarstjórnunar.
Vinnulag byggir á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, sjálfstæðri vinnu og samvinnuverkefnum. Námsþættir námskeiðsins eru í beinum tengslum við vettvangsnám. Ýmis álitamál verða skoðuð og rædd með vísun til dæma úr skólastarfi. Kennaranemar lesa valdar greinar og rannsóknir sem tengjast námsþáttunum, bæði efni sem kennarar velja og efni sem nemar viða að sér. Þeir vinna námsþáttaverkefni og halda rannsóknardagbók a.m.k. einu sinni í viku meðan á vettvangsnámi stendur. Kennaranemar vinna að jafnaði saman í teymi á vettvangi í samstarfi við æfingakennara og kennara námskeiðsins. Þeir fara með ákveðin verkefni til að skoða og vinna með, auk þess sem þeir skipuleggja samþætt, lýðræðislegt verkefni um málfefni líðandi stundar. Einnig safna þeir gögnum af vettvangi sem nýtt eru í tengslum við vinnu að námsþáttum námskeiðsins. Áhersla er lögð á að skrifin tengist kenningum um nám og kennslu, faggrein, siðfræði og starfskenningu kennaranema. Vettvangsnámshlutinn er einnig hluti af námsvinnunni í bóknámshluta námskeiðsins, þ.e. einstakir námsþættir og vettvangsnámið eiga að mynda eina samofna heild.
Vettvangsnámið dreifist yfir allt skólaárið, allt frá því þegar skólar hefja störf í ágúst þar til skóla lýkur að vori. Mætingaskylda er á námskeiðinu á mánudögum eftir hádegi á Menntavísindasviði eða í rauntíma á neti fyrir þá sem búa að landsbyggðinni utan við Selfoss eða Akranes.
Kennaranemar velja sjálfir hvort þeir fara í launað starfsnám eða ólaunað vettvangsnám:
Launað starfsnám (leiðbeinendur í kennslu). Kennaranemar sem hyggja á launað starfsnám leita sér sjálfir að stöðu og sækja um. Þeir stunda vettvangsnámið í eigin bekk/námshópum sem þeir eru að kenna.
Í launuðu starfsnámi er hálft starf fullgilt vettvangsnám og kennaranemar sinna bæði störfum umsjónarkennara og kennslu í faggrein/sérhæfingu sinni. Miðað er við að allir kenni að lágmarki 4 kennslustundir á viku í faggrein sinni. Vettvangsnámið er hluti af starfi og fylgir því skólaárinu í grunnskóla viðkomandi.
Ólaunað vettvangsnám. Kennaranemar sem hyggja á ólaunað vettvangsnám geta lagt til hvar þeir vilji stunda sitt vettvangsnám. Í könnun sem send verður út í maí geta þeir óskað eftir borgarhluta/ landsvæði eða skóla.
Á vettvangi skila þeir að jafnaði fjögurra til sex klukkustunda viðveru á dag, 2 – 3 daga í viku, þ.e. 12 klukkustundum á viku. Þar af er miðað við að þeir kenni 8 kennslustundir og þarf kennsla í faggrein að vera minnst 4 kennslustundir á viku. Einnig þarf nemi að hafa tækifæri til að kynnast hlutverki umsjónarkennara.
Vettvangsnámstímabilið í ólaunuðu vettvangsnámi fylgir háskólaárinu.
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennsluVE
- Tónlist í sögulegu ljósiVE
- Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengiV
- Skapandi endurnýting textílaV
- Óháð misseri
- Söngur og kórstjórn IIVE
- Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistarV
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
- Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðirVE
- Tónlistin og heilinnVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreinaVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Myndlist, hönnun og leirmótunV
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.VE
- Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingarV
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntunV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börnV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hagnýtur undirleikur í tónmenntakennslu (LVG103M)
Á þessu námskeiði læra nemendur að beita áhrifaríkum aðferðum í undirleik á hljómborðshljóðfæri sem henta vel í tónmenntakennslu. Farið verður í hagnýta hljómfræði sem leggur grunninn að færni í að semja og spinna einfaldan undirleik fyrir hljóðfæraleik og söng. Auk hljómborðsleiks verður farið yfir grundvallaratriði í leik á gítar og ukulele með sömu hljómfræðilegu nálgun. Nemendur öðlast færni í að hljómgreina algenga tónlist og læra leiðir til að útsetja á hljómborðshljóðfæri í samræmi við eigin hljóðfærafærni. Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa færni til þess að leika undir algeng sönglög í minnst sex tóntegundum.
Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)
Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.
Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi (LVG108F)
Á námskeiðinu er unnið með söguskoðun eldri og nýrri stefna og strauma í listrænum verkum, tísku og hönnun í samhengi við íslenska textíl- og fatasögu sem uppsprettu nýrra hugmynda. Áhersla er á frumleika, listræna nálgun og skapandi vinnubrögð í eigin hugverkum. Verkferlið byggir á hugmyndavinnu, heimildaöflun og úrvinnslu ásamt rannsóknar- og tilraunavinnu. Lögð er áhersla á formhönnun og skreytimöguleika í tví- og þrívíðri túlkun út frá fræðilegum grunnþáttum textíla. Nemendur vinna faglega að framsetningu eigin verka sem fylgt er eftir með kynningu og sýningu. Gerðar eru skýrslur eða greinargerðir með tengingu við kennslufræðilega þætti og gerð kennsluverkefna með áherslu á sögutengingu textíla innan tísku, hönnunar og lista.
Skapandi endurnýting textíla (LVG106M)
Viðfangsefni námskeiðsins er endursköpun textílafurða og tenging við sjálfbæran lífsstíl. Markmiðið er að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu.
Söngur og kórstjórn II (LVG210M)
Viðfangsefni
Söngraddir barna og unglinga
Viðeigandi raddþjálfun fyrir barna- og unglingakóra.
Unnið er með færni hvers og eins nemanda í kórstjórnartækni sem miðast við þarfir kóra með ungar raddir sem eru í mótun.
Nemendur byggja ofan á grunn í kórstjórnartækni og fá tækifæri til að styrkja eigin færni í hópi jafningja með faglegri tilsögn.
Vinnulag
Blanda af verklegum smiðjum, heimaæfingum, hittingi á vef og lesefni sem styður við þekkingaröflun á sviði söngradda og kóræfingatækni
Leiklistarbræðingur - miðlunarleiðir leiklistar (LVG108M)
Viðfangsefni: Nemendur fá kennslu í samsettum (devised) aðferðum leiklistar ásamt því að vinna með aðferðir leikhúss líkamans og Ímyndarleikhús. Nemendur kynna sér listamenn og listviðburði í íslensku samfélagi og tengja við hugmyndafræði og kenningar um listupplifun. Mögulegir snertifletir leiklistarinnar verða kannaðir út frá margvíslegum sjónarhornum með mismunandi miðlunarleiðir að leiðarljósi.
Vinnulag: Vinna í smiðjum þar sem nemendur leita fjölbreyttra leiða til að vinna með miðlunarleiðir leiklistar þ.e. leikrit (hefðbundin, óhefðbundin), útvarpsleikrit eða hljóðmyndir, miðlun í gegnum kvikmyndum, eða uppsetningu í gegnum samfélagsmiðla í tengslum við nám barna og unglinga. Þá verða listviðburðir sóttir og rætt við listamenn um starfsgrein þeirra.
Unnin verða verkefni sem reyna á sköpun og tjáningu, tengjast þróun eigin starfskenningar, námskrárgerð í leiklist ásamt ígrundun um menningar- og samfélagslega vídd leiklistarinnar.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hópkennsla í tónlist -Kenningar og hagnýtar aðferðir (LVG009M)
Viðfangsefni námskeiðsins eru námskenningar á sviði tónlistarmenntunar og hagnýtar útfærslur á þeim. Lesin eru helstu fræði um stefnur og strauma í tónlistarmenntunarfræðum. Sérstaklega eru skoðaðar gagnrýnar kenningar á viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi barna, ungmenna og fullorðinna. Nemendum gefst færi á að fara dýpra í einstakar kenningar og kennsluaðferðir sem hafa notið vinsælda undanfarna áratugi víða um heim.
Tónlistin og heilinn (LVG102M)
Á námskeiðinu er fjallað um áhrif tónlistar á manneskjuna frá ýmsum hliðum. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan og tilfinningar. Einnig verða lesnar kenningar um skynjun tónlistar og tengsl tónlistar við nám og vitsmunaþroska. Lesefni verður meðal annars á sviði heilarannsókna og taugasálfræði.
Nemendur taka virkan þátt í efnistökum fyrir fyrirlestur hverrar viku með því að leggja af mörkum eigin skoðanir á lesefninu. Nemendur taka afstöðu til þess sem þeir sjálfir telja áhugaverðast í lesefninu en kennarinn bætir við lesefni til dýpkunar í samræmi við áhugasvið nemenda.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (LVG101M)
Markmið:
Að loknu námi skal nemandi
- hafa dýpkað þekkingu sýna og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu
- geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
- geta unnið sjálfstætt og skipulega í skapandi vinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
- hafa fengið þjálfun í almennri hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda í gegnum verklega iðkun og þróunarvinnu
- hafa öðlast skilning og tileinkað sér helstu vinnuaðferðir innan listrannsókna
- hafa þjálfast í gagrýnni umræðu um eigin verk og annarra, tileinkað sér víðsýni og frumleika sem nýtist í námi og / eða starfi og öðlast færni í framsetningu eigin verka og geti rökstutt eigin niðurstöður.
Inntak/viðfangsefni:
Sameiginlegur kjarni.
Kynntar verða aðferðir og kenningar innan hugmyndavinnu og nýsköpun hugmynda, þróun þeirra og vistun.
Einstaklingsvinna.
Nemendur takast á við sjálfstæð rannsóknarverkefni samkvæmt samningi.
Rannsóknarvinnan fer fram í gegnum verklega iðkun útfrá völdu viðfangsefni. Hún skal vera unnin eftir viðurkenndri rannsóknarleið innan list- og verkgreina, með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og ígrunduð vinnubrögð.
Meginþættir rannsóknarvinnunnar eru gagnaöflun ásamt tilrauna- og þróunarvinnu. Áhersla er lögð á framsetningu verkefnis og að nemendur geti rökstutt niðurstöður sínar og lokaafurð.
Vinnulag: Fyrirlestrar, gagnaöflun, skrifleg og myndræn skráning, skrifleg greinagerð, verkleg vinna og umræður.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Myndlist, hönnun og leirmótun (LVG003M)
Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á möguleikum leirs í myndmenntakennslu og leikni til að útfæra hugmyndir sínar á ólíkan sjónrænan máta með mismunandi tækni, aðferðum og efni.
- Á fyrra hluta námskeiðsins verður farið í ýmsa grunnvinnu í skissugerð og mótun leirs. Einnig kynnast nemendur allri grunnvinnu með glerunga og brennslur.
- Á seinni hluta námskeiðsins vinna þátttakendur sjálfstæð verkefni með áherslu á skapandi vinnubrögð, persónulega nálgun ásamt tilrauna- og rannsóknarvinnu.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu virkir í að skrásetja og ljósmynda vinnuferil sinn sem er uppistaða ferilmöppu um námskeiðið sem lögð er fram til mats undir lok námskeiðsins.
Vinnulag: Fyrirlestrar, sýnikennsla, verkleg vinna, vettvangsferðir, kynningar, umræður, gagnaöflun og skrásetning vinnuferils.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Fatahönnunar- og híbýlasaga – tíska, textíll, húsgögn og byggingar (LVG008M)
Lögð er áhersla á sögu hönnunar frá Egyptum til vorra daga með áherslu á fatnað og textíl. Einnig er skoðuð húsgagna- og byggingarsagan í samhengi við híbýlaskreytingar úr textíl, til dæmis húsgagnaáklæða- og gluggatjaldahönnun. Kynntar eru stefnur, stílar og straumar og víðtækt hlutverk fatnaðar og textíls innan listasögu, tísku og hönnunar í alþjóðlegu samhengi og samanborið við þróun fata- og textílsögu á Íslandi. Einnig eru skoðuð tengslin við atvinnulíf, menningu, söfn og menntun. Námið er fólgið í fyrirlestrum og bók- og verklegum rannsóknarverkefnum þar sem unnið er með fjölbreytta gagnaöflun og úrvinnslu verkefna á myndrænan hátt.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Lista- og hönnunarsaga, söfn og menntun (LVG102F)
Mætingarskylda: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (1x laugardag).
Megináhersla verður lögð á að veita innsýn í sögu lista frá 1900 til nútímans: Fjallað verður um þær stílhreyfingar og listamenn, sem settu stærstan svip á tímabilið og íslensk dæmi fléttuð inn eftir því sem við á. Fjallað verður um hina ólíku stíla og strauma eins og þeir birtast í myndlist og hönnun og stöðu listamanna og hlutverk listarinnar á þessu tímabili.
Þá verður fjallað um samfélagslega stöðu listarinnar, markaðsvæðingu og þróun listhugtaksins og breytt hlutverk listamannsins á þessu tímabili.
Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna sín á milli. Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í störf lista- og minjasafna og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og fá nemendur þannig aukna hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.
Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi.
Vinnulag: Kennslan fer fram í fjarkennslu í rauntíma á netinu auk tveggja staðlotna og þáttöku í útfærslu/framkvæmd vinnusmiðju (laugardag).
Hópa - og einstaklingsvinna. Listasöfn, minja- og hönnunarsöfn verða heimsótt bæði á eigin vegum og með kennurum.
Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Barna- og unglingaleikrit með börnum og fyrir börn (LVG207M)
Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega að sviðsetningu á leikriti/söngleik í skólum ásamt kennslu í útvarpsleikritagerð. Unnið verður með leikrit sem tekur á málefnum barna- og unglinga með börnum annars vegar og fyrir börn hins vegar. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum við uppsetningu á leikverki hvort heldur sem er fyrir útvarp eða svið. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með uppsetningu leikverks; gerð handrita umræður, úrvinnsla og kynningar.
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.