What if... what we see is not original? Investigating illuminations in Skarðsbók

Edda
What if... what we see is not original? Investigating illuminations in Skarðsbók
Beeke Stegmann flytur fyrirlestur í Eddu kl. 12 á þriðjudaginn næsta (27. janúar) í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum. Öll velkomin.
Nánar um efni fyrirlestrarins
Meðal þeirra handrita sem nú má finna á sýningunni er glæsileg lögbók frá fjórtándu öld: Skarðsbók Jónsbókar. Bókin hefur í gegnum tíðina vakið athygli bæði fræðimanna og almennings. Hún er stór, uppsetning textans tignarleg og vandaðar myndskreytingar má finna á næstum því hverri opnu. Í bókinni er fjöldi skrautlegra upphafsstafa og fjórtán þeirra eru myndskreyttir. Skarðsbók er að margra dómi eitt fegursta íslenska handritið.
Elsti hluti bókarinnar var ritaður árið 1363 og er því 650 ára gamall. Í aldanna rás hefur Skarðsbók verið í vist hjá mörgum eigendum og sumir þeirra bættu við hana eftir sínu höfði. Við vitum að breytingar voru gerðar á handritinu kringum árið 1500 og aftur síðar á sextándu öld, þegar nýjum blöðum var bætt aftast í bókina og öðrum skipt út.
En getur verið að fleiri breytingar hafi verið gerðar á handritinu í gegnum aldirnar? Gætu skreytingarnar jafnvel hafa litið öðruvísi út í upphaflegri mynd?
Í fyrirlestrinum veitir Beeke Stegmann innsýn í yfirstandandi rannsókn á skreytingum í Skarðsbók Jónsbókar.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
What if... what we see is not original? Investigating illuminations in Skarðsbók
Beeke Stegmann flytur fyrirlestur í Eddu kl. 12 á þriðjudaginn næsta (27. janúar) í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum. Öll velkomin.
