Svarhlutfall og samsetning svarenda í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands
Oddi
205
Svarhlutfall hefur farið lækkandi í vinnumarkaðskönnunum í flestum löndum, þar með talið á Íslandi. Lækkandi svarhlutfall getur leitt til bjagaðrar samsetningar svarenda, þar sem ákveðnir hópar eru ofmældir.
Í þessari rannsókn er þátttaka í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands greind yfir rúmlega tveggja áratuga tímabil. Við greinum ástæður þess að svarhlutfall hefur farið lækkandi, sér í lagi á aukningu í fjölda þeirra sem ekki er hægt að hafa samband við í síma. Þá er samsetning svarendahópsins greind út frá lykilbreytum líkt og bakgrunni, aldri, menntun, kyni, búsetu og vinnumarkaðsstöðu. Loks eru skoðuð þau úrræði sem eru í boði til að bregðast við lækkandi svarhlutfalli og auknum bjaga í samsetningu svarenda.
Hafsteinn Einarsson nýdoktor í stjórnmálafræði reynir að svara því.
Eru allir samfélagshópar endurspeglaðir í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands?Hafsteinn Birgir Einarsson reynir að svara því.