Rannsóknarinnviðadagur HÍ: Rafrænir innviðir, alþjóðlegt gagnasamstarf og öryggi

Aðalbygging
Hátíðasalur
Velkomin á Rannsóknarinnviðadag HÍ sem að þessu sinni mun fjalla um rafræna rannsóknarinnviði, alþjóðlegt samstarf og öryggi gagna og rannsókna. Sverker Holmgren forstöðumaður Chalmers e-Commons mun deila af reynslu sinni og sýn og í kjölfarið verður farið yfir stöðu mála á Íslandi. Fundinum lýkur með pallborði. Fundurinn verður á ensku.
Sverker Holmgren er prófessor í reiknifræði (Scientific Computing) við Chalmers háskólann í Gautaborg. Hann er forstöðumaður rafrænna rannsóknarinnviða Chalmers, Chalmers e-Commons. Sverker hefur mikla reynslu af þátttöku í rafrænum rannsóknarinnviðum og gagnainnviðum, bæði alþjóðlega og innan Svíþjóðar. Hann er meðlimur í innleiðingarhópi ESFRI, evrópskum rýnihópi um rafræna rannsóknarinnviði og allsherjarþingi EOSC. Innan Svíþjóðar er hann meðlimur nokkurra samráðshópa og stjórna á vettvangi gagnastjórnunar og opinna vísinda.
DAGSKRÁ:
12:00-12:30 Hádegissnarl
12:30-13:40 Chalmers e-commons, alþjóðlegt samstarf og gagna-/rannsóknaröryggi - Sverker Holmgren
13:40-14:00 Kaffi
14:00-14:20 IREI - Guðmundur Kjærnested, sviðsstjóri Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands
14:20-14:40 ESFRI og Vegvísar um rannsóknarinnviði - Kristín Vogfjörð, Fagstjóri jarðar og eldgosa hjá Veðurstofu Íslands
14:40-15:00 Stefna um Vísindi, Tækniþróun og Nýsköpun til 2035: Tíu ára áætlun ríkisstjórnarinnar með áherslu á á opin vísindi - Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti
15:00-15:40 Pallborð - umræðum stjórnar Rögnvaldur Sæmundsson aðstoðarrektor vísinda og þverfræðileika við Háskóla Íslands
Fundinum verður streymt og er hann öllum opinn
Velkomin á Rannsóknarinnviðadag HÍ sem að þessu sinni mun fjalla um rafræna rannsóknarinnviði, alþjóðlegt samstarf og öryggi gagna og rannsókna. Sverker Holmgren forstöðumaður Chalmers e-Commons mun deila af reynslu sinni og sýn og í kjölfarið verður farið yfir stöðu mála á Íslandi. Fundinum lýkur með pallborði. Fundurinn verður á ensku. Fundinum verður streymt og er hann öllum opinn
