Málþing rannsóknarverkefnisins Rímur

Edda
Stofa 103
Málþing á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands
Föstudaginn 23. janúar 2026 kl. 14.00-16.30.
Fyrirlestrasal Eddu (E-103).
Dagskrá:
- 14.00–14.30 Lena Rohrbach (University of Basel/University of Zürich): Kveða eins og fellur í buccam: Critical Approaches to Rímur in the Eighteenth Century
- 14.30–15.00 Natalie M. Van Deusen (University of Alberta): From Saga to Rímur: The Case of St. Agnes of Rome
- 15.00–15.30 Kaffihlé — Coffee break
- 15.30–16.00 Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík (Stofnun Árna Magnússonar): The Neverending Story: Kaleidoscopic Narrative Elements and Cultural Memory in Rímur and Rímur-Derived Prose
- 16.00–16.30 Katelin Marit Parsons (University of Iceland/Stofnun Árna Magnússonar): Riches to Rag Paper: Rímur in Manuscript Culture After 1550
Árið 1955 birti Stefán Einarsson greinargerð um rímnakveðskap, „Report on Rímur“, í bandaríska tímaritinu Journal of English and Germanic Philology (JEGP). Aldarfjórðungi síðar sendi Shaun Hughes frá sér greinargerð um helstu rannsóknir á rímnakveðskap síðan 1955: „Report on Rímur 1980“. Áhugi á rímnakveðskap hefur aukist mikið undanfarin ár eins og sjá má á nýjum rannsóknum, útgáfum og þýðingum sem opnað hafa þetta rannsóknasvið fyrir nýjum og fjölbreyttum hópi nemenda og rannsakenda. Í þessari greinargerð um rímur 2026 — „Report on Rímur 2026“ — verður sagt frá nýjum rannsóknum á rímum og rímnahefð frá ýmsum hliðum, svo sem handritageymd, efnismenningu og miðlun.
Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir
Kvæðamaður: Þorsteinn Björnsson
Málþingið verður haldið á ensku og er öllum opið.
Edda
