Málþing: Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010
Oddi
Stofa 101
Málþing í Odda 101, Háskóla Íslands, 16. janúar 2018 kl. 16.00–18.00
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málþings um ritið Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900–2010 þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 16.00–18.00.
Verslun við útlönd hefur um aldir verið burðarás í menningu og atvinnulífi landsmanna. Í þessu riti er í fyrsta sinn sögð heildarsaga íslenskrar utanlandsverslunar. Sagt er frá mörgu forvitnilegu og nýstárlegu efni í verslunarsögu og tekið á ýmsum áleitnum spurningum í íslenskri sagnfræði. Höfundar eru sex sagnfræðingar, þau Anna Agnarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Bjarnason, Helgi Skúli Kjartansson og Helgi Þorláksson. Ritstjóri er Sumarliði R. Ísleifsson.
Ragnheiður Kristjánsdóttir opnar málþingið og síðan mun Sumarliði R. Ísleifsson segja frá tilurð bókarinnar og efnistökum. Þá er umfjöllun um hvern bókarhlutanna fyrir sig. Frummælendur segja álit sitt á hverjum bókarhluta og eiga síðan spjall við höfundana.
Dagskrá:
- Setning málþings: Ragnheiður Kristjánsdóttir, forstöðumaður Sagnfræðistofnunar.
- Tilurð bókar: Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði.
- Frá landnámi til einokunar. Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði, ræðir við Helga Þorláksson.
- Undarlegt er Ísland, örvasa og lasið. Einokunarverslun á Íslandi. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, ræðir við Gísla Gunnarsson.
- Utanlandsverslun Íslands 1788–1830. Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands, ræðir við Önnu Agnarsdóttur.
- Fríhöndlun og frelsi. Tímabilið 1830–1914. Gunnar Karlsson, fyrrv. prófessor í sagnfræði, ræðir við Helga Skúla Kjartansson.
- Smáþjóð á heimsmarkaði. Tímabilið 1914-2010. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, ræðir við Guðmund Jónsson.
- Almennar umræður.
Málþingsstjóri: Ragnheiður Kristjánsdóttir forstöðumaður Sagnfræðistofnunar.
Að málþingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Ritið verður til sölu á staðnum. Allir velkomnir.
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málþings um ritið Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900–2010 þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 16.00–18.00.