Íslenskir matarhættir í þúsund ár

Árnagarður
Stofa 304
Guðmundur Jónsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Ísland, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist „Íslenskir matarhættir í þúsund ár: seigla hefðarinnar.“ Málstofan verður haldin í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 27. janúar kl. 16-17.
Um fyrirlesturinn
Þegar stóru línurnar í matarsögu Íslendinga frá miðöldum til nútíma eru skoðaðar er sláandi hve fæðið breytist lítið og hefðirnar í matargerð og borðhaldi eru lífseigar. Voru Íslendingar ónæmir fyrir breytingum eða skorti kannski „æðri“ matarmenningu yfirstéttar til að knýja fram breytingar? Hverjar voru þessar lífseigu hefðir?
Þessar spurningar verða reifaðar á málstofunni og ýmsar aðrar sem vaknað hafa við þá rannsókn sem Guðmundur vinnur nú að á sögu matarins á Íslandi. Í þeirri sögu eru eyður og álitamál á hverju strái.
Um fyrirlesarann
Guðmundur Jónsson er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á sviði hagsögu, velferðarríkisins, neyslusögu, matarmenningu og félagssögu, auk hungurs og harðinda, verslunar og viðskipta.
Guðmundur Jónsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Ísland.
