Hljómfall Íslands
Hvenær
1. nóvember 2023 14:00 til 15:00
Hvar
Aðalbygging
Stofa 220
Nánar
Aðgangur ókeypis
Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild stendur að fyrirlestri um íslenska tónlist.
Ritið Dissonant Landscapes: Music, Nature, and the Performance of Iceland er nýkomið út en þar koma tónlistar-, félags- og umhverfisfræði við sögu. Þar er skoðað hvernig Íslandi hefur verið pakkað inn sem tónlistarlandi, þá merkingu sem landið hefur tekið á sig í gegnum það ferli og hvernig sú merking hefur tekið sér bólfestu í hugum fólks hér heima sem erlendis.
Fyrirlesari er norski fræðimaðurinn Dr. Tore Størvold.
Viðburður fer fram á ensku.
Dr. Tore Størvold