Fjölskyldumiðuð hugræn atferlismeðferð: úrræði fyrir börn sem búa við ofbeldi

Háskólatorg
HT-101
Fjallað verður um Fjölskyldumiðaða hugræna atferlismeðferð eða FM-HAM (á ensku Combined Parent-Child Cognitive Behavioral Therapy). FM-HAM er gagnreynt meðferðarúrræði fyrir fjölskyldur þar sem hætta er á að börn séu beitt andlegu- og eða líkamlegu ofbeldi.Um er að ræða stutt erindi sem veitir fræðslu um meðferðarúrræðið, stöðu innleiðingar FM-HAM á Íslandi og framtíðarsýn.
Fyrirlesari er Paola Cardenas, lektor við Félagsráðgjafardeild.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins um ofbeldi:
https://thjodarspegillinn.hi.is/
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptaka aðgengileg á vefsíðu Þjóðarspegilsins:
https://thjodarspegillinn.hi.is/vidburdir/
Paola Cardenas lektor við Félagsráðgjafardeild heldur erindi um Fjölskyldumiðaða hugræna atferlismeðferð
