Sótt er um viðbótardiplómu, meistara- og doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði í gegnum samskiptagátt Háskóla Íslands. Eftirfarandi fylgigögn þarf að hengja við rafræna umsókn og/eða senda í pósti. Vinsamlega hengið eingöngu pdf skjöl við umsóknina. Nánari upplýsingar um umsóknir og skil fylgigagna veitir verkefnastjóri námsins, umhverfi@hi.is. Viðbótardiplóma í umhverfis- og auðlindafræði Umsóknarfrestur um viðbótardipómu í umhverfis- og auðlindafræði er 5. júní fyrir nám á haustmisseri og 30. nóvember fyrir nám á vormisseri (ef opið er fyrir umsóknir á vormisseri). Námsleið Velja þarf “Umhverfis- og auðlindafræði, Viðbótardiplóma 30 ECTS” Ferilskrá (CV) Hengið við rafræna umsókn á pdf formi. Skjal sem inniheldur persónulegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, áhugamál, tölvu- og tungumálakunnátta, önnur kunnátta t.d. reynsla af kennslu, þátttaka í ráðstefnum, ritaskrá og viðurkenningar, eða annað sem styður við umsóknina. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Ferilskra.pdf Prófskírteini/námsyfirlit Hengið við rafræna umsókn á pdf formi OG sendið staðfest afrit á pappír til: Háskóla Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi Sæmundargötu 4 102 Reykjavík Skjal sem inniheldur prófskírteini og námsferil sem meta á til inngöngu (skannað afrit, læsilegt). Umsækjendur sem eru að ljúka grunnnámi þurfa að setja inn skjal sem inniheldur núverandi námsferil og staðfestingu á áætlaðri brautskráningu. Athugið að eftir sem áður þarf að senda inn staðfest afrit á pappír. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_namsferill.pdf Nemendur sem eru að ljúka eða hafa lokið gráðu við HÍ eftir 1981 þurfa ekki að setja neitt inn í þennan reit. Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði Umsóknarfrestur um meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er 15. apríl fyrir nám á haustmisseri og 15. október fyrir nám á vormisseri. Þegar síðasta umsóknardag ber upp á helgi eða á helgidegi er opið fyrir umsóknir til og með fyrsta virka degi eftir þann dag. Námsleið og kjörsvið Velja þarf “Umhverfis- og auðlindafræði Meistarapróf 120 einingar” og eitt af kjörsviðum. Mögulegt er að skipta um kjörsvið eftir að nám hefur hafist. Umhverfis- og auðlindafræði Sjálfbær orku- og iðnaðarkerfi Umhverfisvísindi og stjórnun umhverfismála Stjórnun náttúruauðlinda Sjávarauðlindafræði Endurnýjanleg orka – orkuhagfræði, orkustefnumótun og sjálfbærni Ferilskrá (CV) Hengið við rafræna umsókn á pdf formi. Skjal sem inniheldur persónulegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, áhugamál, tölvu- og tungumálakunnátta, önnur kunnátta t.d. reynsla af kennslu, þátttaka í ráðstefnum, ritaskrá og viðurkenningar, eða annað sem styður við umsóknina. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Ferilskra.pdf Greinargerð á ensku Hengið við rafræna umsókn á pdf formi. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð á ensku (1-2 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, bakgrunn sinn og þekkingu á þessum málaflokki, markmið með náminu og framtíðaráform, og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð. Greinargerðir frá öllum umsækjendum, íslenskum sem erlendum, skulu vera á ensku. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Greinargerd.pdf Prófskírteini/námsyfirlit Hengið við rafræna umsókn á pdf formi OG sendið staðfest afrit á pappír til: Háskóla Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi Sæmundargötu 4 102 Reykjavík Skjal sem inniheldur prófskírteini og námsferil sem meta á til inngöngu (skannað afrit, læsilegt). Umsækjendur sem eru að ljúka grunnnámi þurfa að setja inn skjal sem inniheldur núverandi námsferil og staðfestingu á áætlaðri brautskráningu. Athugið að eftir sem áður þarf að senda inn staðfest afrit á pappír. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_namsferill.pdf Nemendur sem eru að ljúka eða hafa lokið gráðu við HÍ eftir 1981 þurfa ekki að setja neitt inn í þennan reit. Meðmælabréf/umsagnir Tilgreinið nöfn og netföng tveggja meðmælenda/umsagnaraðila í rafrænni umsókn OG biðjið meðmælendur um að senda útfyllt umsagnareyðublað. Tvær skriflegar umsagnir/meðmælabréf þurfa að berast með hverri umsókn. Gott er að meðmælendur séu t.d. háskólakennarar eða aðrir sem þekkja námsgetu þína. Meðmælendur skulu fylla út þartilgert eyðublað sem inniheldur stutta greinargerð um umsækjandann. Umsækjandi er ábyrgur fyrir að skriflegar umsagnir/meðmæli berist Háskóla Íslands. Hér má finna umsagnareyðublað. Meðmælandi á að senda útfyllt umsagnareyðublað (báðar blaðsíður), hún á ekki að fylgja gögnum umsækjanda (nema hún sé í innsigluðu umslagi). Umsagnir er hægt að senda annað hvort: Í tölvupósti (PDF skjal í viðhengi) á umsokn@hi.is merkt „Meðmælabréf - Nafn umsækjanda - Umhverfis- og auðlindafræði“. Verður að vera sent úr netfangi meðmælenda. eða í bréfpósti til: Háskóla Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi Sæmundargötu 4 102 Reykjavík Aftur í námið eftir hlé Áður samþykktir nemendur, sem kusu að fresta upphafi náms um eitt misseri/eitt ár, verða að endurnýja umsókn sína áður en umsóknarfrestur rennur út. Fylla þarf úr rafræna umsókn en ekki þarf þó að skila öllum fylgigögnum inn að nýju. Nemendur, sem eru í námshléi, verða að hafa samband við verkefnastjóra námsins, umhverfi@hi.is, hyggist þeir taka upp þráðinn að nýju. Hyggist nemandi sækja um mat á námskeiði/um, framlengingu á námstíma eða annað slíkt sendir viðkomandi inn skriflegt erindi í tölvupósti til verkefnastjóra námsins, umhverfi@hi.is. Doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði Umsóknarfrestur um doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði er 15. apríl fyrir nám á haustmisseri og 15. október fyrir nám á vormisseri. Heimilt er að taka við umsóknum um doktorsnám á öðrum tímum ef sérstaklega stendur á og skal þá hafa samband við verkefnastjóra námsins, umhverfi@hi.is Námsleið Velja þarf “Umhverfis- og auðlindafræði, Doktorspróf 180 ECTS” Ferilskrá (CV) Hengið við rafræna umsókn á pdf formi. Skjal sem inniheldur persónulegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, áhugamál, tölvu- og tungumálakunnátta, önnur kunnátta t.d. reynsla af kennslu, þátttaka í ráðstefnum, ritaskrá og viðurkenningar, eða annað sem styður við umsóknina. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Ferilskra.pdf Greinargerð á ensku Hengið við rafræna umsókn á pdf formi. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð á (1-2 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á doktorsnámi í umhverfis- og auðlindafræði, bakgrunn sinn og þekkingu á þessum málaflokki, markmið með náminu og framtíðaráform. Greinargerðir frá öllum umsækjendum, íslenskum sem erlendum, skulu vera á ensku. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Greinargerd.pdf Rannsóknaráætlun Hengið við rafræna umsókn á pdf formi. Eftirfarandi þættir verða að koma fram: Upplýsingar um áætlaðan leiðbeinanda í doktorsnáminu. Fjármögnun doktorsnáms (rannsóknarstyrki og/eða umsóknir um rannsóknarstyrki, styrkir frá vinnuveitanda eða önnur fjármögnun). Rannsóknaráætlun sem inniheldur: Aim (approx. ½ p.) Scientific background, state of the art and scientific value of the project (2-4 p.) Project design (methods) (2-3 p.) Timeframe and study plan (1/2-1 p.) Specific goals (scientific papers expected from the project) (½-1 p.) Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Rannsoknaraaetlun.pdf Prófskírteini/námsyfirlit Hengið við rafræna umsókn á pdf formi OG sendið staðfest afrit á pappír til: Háskóla Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi Sæmundargötu 4 102 Reykjavík Skjal sem inniheldur prófskírteini og námsferil sem meta á til inngöngu (skannað afrit, læsilegt), bæði úr grunnnámi og meistaranámi. Umsækjendur sem eru að ljúka meistaranámi þurfa að setja inn skjal sem inniheldur núverandi námsferil og staðfestingu á áætlaðri brautskráningu. Athugið að eftir sem áður þarf að senda inn staðfest afrit á pappír. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_namsferill.pdf Nemendur sem eru að ljúka eða hafa lokið gráðu við HÍ eftir 1981 þurfa ekki að setja neitt inn í þennan reit. Meðmælabréf/umsagnir Tilgreinið nöfn og netföng tveggja meðmælenda/umsagnaraðila í rafrænni umsókn OG biðjið meðmælendur um að senda útfyllt umsagnareyðublað. Tvær skriflegar umsagnir/meðmælabréf þurfa að berast með hverri umsókn. Gott er að meðmælendur séu t.d. háskólakennarar eða aðrir sem þekkja námsgetu þína. Meðmælendur skulu fylla út þartilgert eyðublað sem inniheldur stutta greinargerð um umsækjandann. Umsækjandi er ábyrgur fyrir að skriflegar umsagnir/meðmæli berist Háskóla Íslands. Hér má finna umsagnareyðublað. Meðmælandi á að senda útfyllt umsagnareyðublað (báðar blaðsíður), hún á ekki að fylgja gögnum umsækjanda (nema hún sé í innsigluðu umslagi). Umsagnir er hægt að senda annað hvort: Í tölvupósti (PDF skjal í viðhengi) á umsokn@hi.is merkt „Meðmælabréf - Nafn umsækjanda - Umhverfis- og auðlindafræði“. Verður að vera sent úr netfangi meðmælenda. eða í bréfpósti til: Háskóla Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi Sæmundargötu 4 102 Reykjavík Leiðbeinandi Tilgreinið nafn og netfang áætlaðs leiðbeinanda í viðeigandi reiti í rafrænu eyðublaði. facebooklinkedintwitter