Skip to main content

Umsókn og fylgigögn

Sótt er um viðbótardiplómu, meistara- og doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði í gegnum umsóknagátt Háskóla Íslands. 

Eftirfarandi fylgigögn þarf að hengja við rafræna umsókn og/eða senda í pósti. Vinsamlega hengið eingöngu pdf skjöl við umsóknina. 

Nánari upplýsingar um umsóknir og skil fylgigagna veitir verkefnastjóri námsins, umhverfi@hi.is.

Viðbótardiplóma í umhverfis- og auðlindafræði

Umsóknarfrestur um viðbótardipómu í umhverfis- og auðlindafræði er 5. júní fyrir nám á haustmisseri og 30. nóvember fyrir nám á vormisseri (ef opið er fyrir umsóknir á vormisseri).

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði

Umsóknarfrestur um meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er 15. apríl fyrir nám á haustmisseri og 15. október fyrir nám á vormisseri. Þegar síðasta umsóknardag ber upp á helgi eða á helgidegi er opið fyrir umsóknir til og með fyrsta virka degi eftir þann dag. 

Doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði

Umsóknarfrestur um doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði er 15. apríl fyrir nám á haustmisseri og 15. október fyrir nám á vormisseri. Heimilt er að taka við umsóknum um doktorsnám á öðrum tímum ef sérstaklega stendur á og skal þá hafa samband við verkefnastjóra námsins, umhverfi@hi.is