Skip to main content

Tómstunda- og félagsmálafræði

Tómstunda- og félagsmálafræði

Menntavísindasvið

Tómstunda- og félagsmálafræði

BA – 180 einingar

Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Í tómstunda- og félagsmálafræði er fjallað um gildi, þýðingu og hlutverk tómstunda- og félagsmálastarfs fyrir fólk á öllum aldri. Sérfræðiþekking tómstunda- og félagsmálafræðinga felst m.a. í að leiða saman hópa, stuðla að félagslegum þroska og hæfni með fjölbreyttum viðfangsefnum. 

Skipulag náms

X

Inngangur að tómstundafræði (TÓS101G)

Markmið: Að nemendur hafi að loknu námskeiði öðlast yfirgripsmikla þekkingu á tómstundafræði, bæði í sögulegu ljósi en ekki síst tómstundafræði samtímans. Áhersla er á að nemendur hafi öðlast skilning á viðfangsefnum og aðferðum tómstundafræðinnar og þeim fræðilegu forsendum sem liggja til grundvallar, áttað sig á mikilvægi tómstundastarfs í nútíma samfélagi og geti tengt niðurstöður rannsókna á tómstundastarfi við starf á vettvangi. Einnig að nemendur hafi kynnst því tómstundastarfi sem í boði er á Íslandi, þekki sögu tómstundastarfs og þróun í takt við breytingar á samfélaginu.

Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um skilgreiningar, mikilvægi og kenningar tómstundafræðanna. Einnig verður fjallað um þróun og stöðu tómstundamála á Íslandi. Farið verður sérstaklega í hlutverk leiðbeinenda. Auk þess verður farið ítarlega í gildi tómstunda og verða rannsóknir skoðaðar í þeim tilgangi. Þá verður fjallað um óformlegt nám, tómstundamenntun, lýðræði og jaðarhópa. Nemendum gefst kostur á að tengja hugmyndir sínar, reynslu og þekkingu við starf á vettvangi.

Gisti- og fæðiskostnaður, kr. 7000.

Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður, hópavinna og vettvangsheimsóknir.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Gréta Sóley Arngrímsdóttir
Arnar Snæberg Jónsson
Anna Lilja Björnsdóttir
Ársæll Rafn Erlingsson
Rakel Guðmundsdóttir
Gréta Sóley Arngrímsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræði nám

Ég valdi námið eftir að hafa kynnst störfum tómstundafræðinga á vettvangi. Tómstundafræðingar eru lausnamiðaðir einstaklingar sem halda vel utan um hópinn sinn. Þeir eru ekki bara faglegir á vettvangi heldur hugsa líka um eigin velferð. Ég gæti ekki ímyndað mér betri stað til að vera á en í tómstundafjölskyldunni í Stakkahlíð.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa 
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.