Skip to main content

3D skönnun, rannsóknir og varðveisla á nafngreindum einstaklingum frá Skálholti

3D skönnun, rannsóknir og varðveisla á nafngreindum einstaklingum frá Skálholti - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. janúar 2026 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 050

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hrönn Konráðsdóttir, Joe Wallace Walser & Freyja Hlíðkvist Ó. Sesseljudóttir flytja fyrirlestur í fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. 

Haldið í stofu 050 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, miðvikudaginn 21. janúar kl. 12:00-13:00.

Einnig verður hægt að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi hér.

Um fyrirlesturinn:

Gömul bein, nýjar uppgötvanir: 3D skönnun, rannsóknir og varðveisla á nafngreindum einstaklingum frá Skálholti

Árið 1954 kom steinkista Páls biskups Jónssonar í ljós við fornleifauppgröft í Skálholti. Ásamt henni fundust fleiri grafir sem sumar hverjar voru merktar með nafni. Nú standa yfir rannsóknir á þessum nafngreindu einstaklingum á Þjóðminjasafni Íslands í þeim tilgangi að skilja betur tengslin á milli þeirra og ná að safna upplýsingum úr beinunum í því ástandi sem þau eru núna því ástand þeirra fer ört hrakandi. Tekin hafa verið sýni til DNA, AMS og ísótópa greininga sem verða notuð til að rannsaka tengsl einstaklinganna og aðstæður. Grunnniðurstöður úr ísótópagreiningum verða kynntar. Lagst verður einnig í þjóðfræðilega og sagnfræðilega rannsókn á þessum þekktu einstaklingum. Þá verða beinin þrívíddarskönnuð og stendur sú vinna yfir núna. Búið er að skanna tennur sem sýni voru síðan tekin úr og á þann hátt varðveita form þeirra áður en því var fórnað fyrir rannsóknargildi. Þá verða bein þessara einstaklinga skönnuð til þess að varðveita ástand þeirra eins og það er í dag. Þrívíddarskönnun er á þennan hátt leið til varðveislu minja sem ekki eru lengur til og opnar möguleika á því að skoða og stunda rannsóknir á þessum minjum fyrir framtíðina.

Aðalbygging Háskóla Íslands.

3D skönnun, rannsóknir og varðveisla á nafngreindum einstaklingum frá Skálholti