Skip to main content

Miðbiksmat í líffræði - Michelle Valliant

Miðbiksmat í líffræði - Michelle Valliant - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. janúar 2026 12:10 til 13:00
Hvar 

Háskólasetur Vestfjarða og á Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Heiti ritgerðar: Dreifing, hreyfingar og atferli strandþorsks og úthafsþorsks (Gadus morhua) á strandsvæðum (Distribution, movement, and behavior of inshore and offshore juvenile Atlantic cod (Gadus morhua) in nearshore waters)

Nemandi: Michelle Valliant

Doktorsnefnd:
Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum 
Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ 
Dr. Kalina Hristova Kapralova, sérfræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
Dr. Carla Brandt Freitas, sérfræðingur, Institute of Marine Research, Noregi.

Ágrip

Í heimi hraðra umhverfisbreytinga er nauðsynlegt að huga að breytileika í svipgerð innan tegundar fyrir árangursríka verndun. Breytileiki innan tegunda getur auðveldað aðlögun og viðvarandi þróun að breyttum aðstæðum. Atlantshafsþorskur (Gadus morhua) sýnir verulegan breytileika í fari og vistnýtingu milli stofna og einstaklinga, og að viðhalda þessum fjölbreytileika er sérstaklega mikilvægt fyrir stýringu og verndun þorsks. Þá eru stofnar þorsks ólíkir hvað varðar mörg vistfræðilega mikilvæg gen og kjósa mismunandi umhverfi, með mismunandi hitastigs- og dýptarskilyrðum. Á Íslandi samanstendur þorskur af mismunandi vistgerðum – grunnfarsþorski (heldur sig oftar á grunnsævi) og djúpfarsþorski (heldur sig í dýpri, kaldari sjó og fer í lengri fæðugöngur). Vistfræði og þroskaferill þessara vistgerða á fyrstu árum ævinnar enn illa skilin. Í tegundum þar sem einungis hluti einstaklinga stundar far stafa ákvarðanir um far af samspil innri (s.s. ástands, gena og reynslu) og ytri (s.s. hita, fæðu og ljóss) þátta, sem undirstrikar mikilvægi þess að skoða vistgerðir ungþorsks í samhengi við landfræðilegan uppruna þeirra. Í þessu verkefni skoðuðum við útbreiðslu, árstíðabundið far, tímasetningu fars frá uppeldisstöðvum og atferli ungþorsks (1-3 ára) þar sem vistgerð hafði verið ákvörðuð með erfðafræðilegum aðferðum. Nánar tiltekið, með því að nota merkingar með hljóðmerkjum, prófum við hvort vistgerð, stærð eða uppruni hafi áhrif á viðveru á uppeldisstöðvum, láréttar og lóðréttar ferðir og sundvirkni, og hvort hitastig hafi samverkandi áhrif við vistgerð og uppruna. Fjallað verður um áhrif þessara niðurstaðna á verndun ungþorsks.

Michelle Valliant

Miðbiksmat í líffræði - Michelle Valliant