Kynning á stuðningsefni fyrir aðalnámskrá

Saga
S-346
Kynning á stuðningsefni um skipulag náms, kennslu og námsmat á vef aðalnámskrár
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur gefið út nýtt stuðningsefni með aðalnámskrá grunnskóla um skipulag náms, kennslu og námsmats.
Stuðningsefninu er ætlað að samræma túlkun skólafólks á hugmyndafræði námskrárinnar og inntaki hæfniviðmiða, hvetja til faglegra vinnubragða við skipulag náms, kennslu og námsmats og leiðbeina um hvernig hægt er að einfalda birtingu upplýsinga um stöðu nemenda í náminu.
Stuðningsefnið er birt á vefnum www.adalnamskra.is undir stuðningsefni.
Þær Auður Bára Ólafsdóttir og Brynhildur Sigurðardóttir hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu munu kynna stuðningsefnið fyrir starfsfólki Menntavísindasviðs á hádegisfundi þriðjudaginn 3. febrúar kl. 12:00-13:00, hægt verður að mæta bæði á staðinn í stofu 346 og taka þátt á netinu.
Nánari upplýsingar má finna á: https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/frett/studningsefni-um-skipulag-nams-kennslu-og-namsmat-komid-a-vef-adalnamskrar og í grein í Skólaþráðum.