„Ónýtt“ í erlendu safni: Af fimm íslenskum handritum í Bretlandi

Edda
Fyrirlestrasalur
Halldóra Kristinsdóttir, sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, flytur fyrirlestur í Eddu kl. 12 þriðjudaginn 13. janúar í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
Efni fyrirlestrarins
Á sýningunni Heimur í orðum er nú til sýnis agnarsmátt skinnhandrit sem varðveitt er í háskólabókasafninu í Manchester, John Rylands Research Institute and Library. Handritið er eitt fimm íslenskra handrita sem þar eru. Nýlega hófu Rylands-safnið og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn samstarf um að skrá, mynda og rannsaka handritin fimm.
Í fyrirlestrinum verður sagt frá samstarfinu, fjallað um handritin fimm og hvað olli því að þau eru varðveitt í Rylands-safninu. Einkum verður sjónum beint að einu þessara handrita, Jónsbók sem skrifuð var á 17. öld. Samstarf safnanna hefur leitt í ljós sterk tengsl handritsins við handrit sem varðveitt er í handritasafni Landsbókasafns og verða þessi tengsl og áhugaverð saga handritanna rakin.
Halldóra Kristinsdóttir, sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, flytur fyrirlestur í Eddu kl. 12 þriðjudaginn 13. janúar í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
