Skip to main content

Mælinga- og Athugunarkerfi Náttúru í hafinu - MÁNI

Heilbrigð sjávarvistkerfi eru ein undirstaða hagkerfis Íslands og velferðar komandi kynslóða. Með vaxandi álagi vegna loftslagsbreytinga, fjölbreyttari nýtingu sjávar og auknum alþjóðlegum kröfum um að skipulag hafsvæða eykst þörf fyrir öfluga, hagkvæma og fjölbreytta vöktun hafsins í kringum Ísland. Markmiðið með MÁNI er að byggja upp næstu kynslóð hafrannsókna með áherslu á hagkvæma, sjálfvirka söfnum gagna, aukna samvinnu rannsakenda og örugg og opin gagnakerfi sem byggð verða í samstarfi við innviðakjarna upplýsingatækni (e. Icelandic e-Research Infrastructure, IREI) sem Upplýsingatæknisvið HÍ hefur umsjón með.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum, sem heyrir undir Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, leiðir verkefnið í náinni samvinnu við nokkur setra skólans, Hafrannsóknastofnun og fleiri stofnanir víða um land.

Umsjón með verkefni

  • Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum

Tengiliður: Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir

Tengt efni