Fjórir nýir deildarforsetar á Heilbrigðisvísindasviði

Þann 1. júlí sl. tóku fjórir nýir deildarforsetar við á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.
Bjarni Elvar Pjetursson tekur við sem forseti Tannlæknadeildar af Ellen Flosadóttur, Heiða María Sigurðardóttir tekur við sem forseti Sálfræðideildar, en áður gegndi Ragnar Pétur Ólafsson því starfi, Ólafur Ögmundarson er nýr forseti Matvæla- og næringarfræðideildar og tekur við af Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur. Að lokum tekur Sædís Sævarsdóttir við sem forseti Læknadeildar af Þórarni Guðjónssyni.
Fráfarandi forsetum eru þökkuð frábær störf og nýjum forsetum óskað velfarnaðar í sínum störfum.
Nýju deildarforsetarnir taka sæti í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs en stjórnin fjallar um sameiginleg málefni sviðsins og hefur eftirlit með fjármálum, rekstri og gæðum starfseminnar.
