Skip to main content
2. júlí 2025

Undirbúa fagfólk fyrir stafræna félags- og heilbrigðisþjónustu í dreifðari byggðum

Undirbúa fagfólk fyrir stafræna félags- og heilbrigðisþjónusta í dreifðari byggðum - á vefsíðu Háskóla Íslands

RemoTED (Digital and Technological Social and Healthcare Enhanced Service Delivery in Remote Areas) er verkefni sem nýlega fékk styrk frá af Interreg Northern Periphery and Arctic (NPA) áætluninni. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans í Lapplandi (Lapland University of Applied Sciences (UAS)), Karelia University of Applied Sciences í Finnlandi, Atlantic Technological University (ATU) á Írlandi og Háskóla Íslands og nemur styrkurinn tæplega 1,5 milljón evra. Verkefnið leiðir Susanna Leskinen í Lapplandsháskólanum og er Steinunn A. Ólafsdóttir, lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun við Læknadeild, fulltrúi HÍ í verkefninu.

Fjarþjónusta á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu er sérstaklega mikilvæg til þess að koma til móts við þarfir einstaklinga í dreifðari byggðum og þar sem fjarlægðir eru miklar. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við opinbera og einkaaðila í hverju landi fyrir sig og er Félag sjúkraþjálfara samstarfsaðili á Íslandi.

Markmið RemoTED-verkefnisins er að undirbúa fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu til þess að sinna slíkri þjónustu með því að þróa fræðsluefni og prófa stafrænar nýjungar í samvinnu við samstarfsaðila. Gert er ráð fyrir að verkefnið styðji við notkun stafrænna lausna í félags- og heilbrigðisþjónustu og efli traust fagfólks til tækninnar. Fræðsluefnið og aðrar lausnir verða aðgengilegar menntastofnunum og fagfólki um allt samstarfssvæði Interreg NPA áætlunarinnar eftir að verkefninu lýkur.

Markmið RemoTED-verkefnisins er að undirbúa fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu til þess að sinna slíkri fjarþjónustu með því að þróa fræðsluefni og prófa stafrænar nýjungar í samvinnu við samstarfsaðila.

Í maí hittist hópurinn á Ísland á upphafsfundi verkefnisins þar sem drög voru lögð fyrir samstarfið og vinnupakkar skipulagðir. Enn fremur var boðið til formlegrar opnunar þar sem íslensk fyrirtæki og stofnanir kynntu fjarlausnir sínar og reynslu af þeim. Starfsfólk Öryggismiðstöðvarinnar, Memaxi og Beanfee kynntu sínar lausnir, fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands kynntu Heimaspítala og fjarþjónustu fyrir langveika einstaklinga og starfsmaður Fjallabyggðar kynnti reynslu sína af fjarþjónustu.

RemoTED-verkefnið er til þriggja ára og mun því ljúka árið 2028 og er hægt að fylgjast með framvindu á vefsíðu þess.

Frá fundi aðstandenda  RemoTED-verkefnisins í Eddu á dögunum.