Skip to main content

Kennsla barna með fjölbreyttan bakgrunn - Örnám

Kennsla barna með fjölbreyttan bakgrunn - Örnám

Menntavísindasvið

Kennsla barna með fjölbreyttan bakgrunn

Örnám – 20 einingar

Námið er fyrst og fremst miðað að þeim sem vilja auka þekkingu sína á sviði menntunar fyrir alla, Sjónum er einkum beint að því hvernig búa má börn og ungmenni með ólíkar forsendur til náms, aðstæður til að þroskast og læra í samfélagi við aðra.

Skipulag náms

X

Kennslufræði íslensku sem annars máls (ÍET102F)

Um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað einkum kennurum sem sérhæfa sig í kennslu íslensku sem annars máls, en einnig leikskólakennurum, bekkjar- og greinarkennurum, sérkennurum og stjórnendum. Námskeiði þessu er ætlað að efla þekkingu og skilning þátttakenda á íslenskunámi barna og nemenda með erlendan bakgrunn og að kynna hagnýtar leiðir og aðferðir í kennslu tals, hlustunar, lesturs, ritunar, orðaforða og málfræði. Fjallað verður um fjöltyngi, máltileinkun og tungumálanám, hæfni og starfsþróun kennara íslensku sem annars máls, áætlanagerð, námsefni, kennsluaðferðir og kenningar í kennslu íslensku sem annars máls. Öll viðfangsefni hafa það meginmarkmið að auka hæfni þátttakenda til að beita markvissum og faglegum kennsluaðferðum í kennslu íslensku sem annars máls og veita stuðning við íslensku á öllum skólastigum, en einnig að hvetja til gagnrýnnar hugsunar við beitingu kennsluaðferða og rökstyðja ákvarðanir um kennslu með tilvísun í íslenskar málstefnur og íslenskar og erlendar rannsóknir um annarsmálsnám. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að hvetja til stöðugrar þekkingarleitar og sköpunar lærdómssamfélags á vinnustað.  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.