
Háskóli Íslands á Hallormsstað
Í hjarta Hallormsstaðaskógar sameinast náttúra, handverk og fræðileg þekking í námi í Skapandi sjálfbærni. Þetta er fyrsta staðbundna háskólanámið á Austurlandi, þar sem nemendur þróa færni í verklegri vinnu, sjálfbærni og nýsköpun. Námið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Hallormsstaðaskóla og byggir á fyrstu skólanámskrá Hallormsstaðaskóla, sem á sér sterkan grunn og gildi sem eiga vel við í nútímanum.
Velkomin á Hallormsstað
Verið velkomin í hjarta skógarins á opið hús á Hallormsstað laugardaginn 17. maí kl. 13 - 15
- þar sem sjálfbær framtíð verður til.
Fjölbreyttar opnar vinnustofur og námskeið eru reglulega í boði á Hallormsstað og eru þær auglýstar sérstaklega. Fyrirspurnir skal senda á hallormsstadur@hi.is.
Skráning í námskeið á næstunni:
- Vefnaður - Leiðbeinandi Ragnheiður Björk Þórsdóttir, 30. júní - 4. júlí
Sjáðu um hvað námið snýst

Háskóli Íslands á Hallormsstað
Nám í Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Hallormsstaðaskóla. Markmið samstarfsins er að efla háskólanám og rannsóknir á Austurlandi og styrkja hlutverk Háskóla Íslands sem háskóla allra landsmanna.
Samstarfið markar tímamót þar sem þetta er fyrsta staðbundna háskólanámið á Austurlandi.
Kennsla fer fram í Hallormsstaðaskóla á vegum deildar faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Háskóli Íslands ber faglega ábyrgð á náminu og Hallormsstaðaskóli leggur til aðstöðu og staðbundna umsýslu.
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími: 525 5950
Netfang: mvs@hi.is
Hallormsstaðaskóli
Sími: 864 8088
Netfang: hallormsstadur@hi.is
Opið mán. - fim. kl. 9-16 og fös. kl. 9-13
