Skip to main content

Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar

Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. október 2024 13:30 til 15:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða til málþings um hættuna á misnotkun gervigreindar og tækninýjunga til að brjóta kynferðislega á börnum. Með nýrri tækni blasir við nýr veruleiki sem vekur upp spurninguna um hvernig rétt sé að bregðast við. Málþingið fer fram föstudaginn 25. október kl. 13:30–15:15 í Veröld - húsi Vigdísar að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík og verður í streymi.

Ein af hverjum átta stúlkum og konum sem nú lifa hefur orðið fyrir nauðgun eða kynferðisofbeldi samkvæmt gögnum UNICEF. Ef kynferðisofbeldi á netinu er bætt við stækkar hópurinn í eina af hverjum fimm. Þótt algengara sé að brotið sé á konum þá hafa 240–310 milljónir drengja orðið fyrir nauðgun eða kynferðisofbeldi í æsku eða einn af hverjum ellefu. Talan hækkar í 410–530 milljónir ef kynferðisofbeldi á netinu er tekið með.

Dagskrá málþings

Málþingið er haldið í tengslum við alþjóðlega vinnustofu í Reykjavík dagana 23. og 24. október um gerð alþjóðastaðals um Barnahús. Ætlunin er að staðla uppsetningu, rekstur og virkni á hinu íslenska Barnahúsi á alþjóðavísu en fjölmörg ríki hafa þegar hafið rekstur Barnahúsa að íslenskri fyrirmynd.

Von er á tugum sérfræðinga til landsins vegna þessa. Þeir munu vinna að því, ásamt íslenskum sérfræðingum, að tryggja að viðurkennt stjórnunarkerfi um Barnahús verði aðgengilegt um allan heim. Verkefnið er unnið á vettvangi alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO í samstarfi Íslenskra staðla og sænsku staðlasamtakanna SIS.

Mennta- og barnamálaráðuneytið, sem leiðir verkefnið, og Háskóli Íslands hafa fengið fjóra þátttakendur vinnustofunnar til að varpa ljósi á þá dökku hlið hvernig gervigreind og önnur stafræn tækni er misnotuð til að brjóta kynferðislega á börnum, hvaða birtingarmyndir eru af slíkum brotum, hvernig tekist er á við slíkt og til hvaða forvarnaraðgerða er gripið.

Málþingið er ætlað aðilum sem starfa við málefnið og öðrum áhugasömum. Það er opið og þátttakendum að kostnaðarlausu en skráningar er þörf. Skráningarfrestur er til og með 23. október.

Skráning á málþing

Málþingið fer fram á ensku.

Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 13:00 og hefst formleg dagskrá kl. 13:30.

Málþinginu stjórnar Páll Magnússon, hjá fastanefnd Íslands í Genf og formaður vinnustofusamþykktar ISO/IWA 49.

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða til málþings um hættuna á misnotkun gervigreindar og tækninýjunga til að brjóta kynferðislega á börnum. Með nýrri tækni blasir við nýr veruleiki sem vekur upp spurninguna um hvernig rétt sé að bregðast við. Málþingið fer fram föstudaginn 25. október kl. 13:30–15:15 í Veröld - húsi Vigdísar að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík og verður í streymi.

Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar