Skip to main content

Frumsýning á myndinni „In the Shadow: Women on the Move“

Frumsýning á myndinni „In the Shadow: Women on the Move“ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. október 2024 17:00 til 18:00
Hvar 

Bíó Paradís

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þátttakendur í netverkinu Women on the Move, sem samanstendur af fræðafólki frá 52 löndum og nýtur stuðnings COST-áætlunar Evrópusambandsins, koma saman til fundar í Háskóla Íslands vikuna 14.-18. október. Í tengslum við fund netverksins verður mynd þess „In the Shadow: Women on the Move“ frumsýnd í Bíó Paradís föstudaginn 18. október kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Höfundar myndarinnar In the Shadow: Women on the Move eru Marie Ruiz and Stellamarina Donato og þar eru sagðar sögur nokkurra farandverkakvenna víða um heim. Myndin, sem er 50 mínútur að lengd, varpar ljósi á bæði áskoranir kvennanna og um leið ótrúlegan styrk þeirra og seiglu. Í myndinni er líka fjallað um ýmsa aðila sem styðja farandverkakonur á ferðum þeirra um heiminn og um leið sést hvernig búferlaflutningar kvennanna hafa valdeflt þær.

Þátttakendur í netverkinu Women on the Move, sem samanstendur af fræðafólki frá 52 löndum og nýtur stuðnings COST-áætlunar Evrópusambandsins, koma saman til fundar í Háskóla Íslands vikuna 14.-18. október. Í tengslum við fund netverksins verður mynd þess „In the Shadow: Women on the Move“ frumsýnd í Bíó Paradís föstudaginn 18. október kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Frumsýning á myndinni „In the Shadow: Women on the Move“