Skip to main content

Miðbiksmat í eðlisfræði - Alexia Nix

Miðbiksmat í eðlisfræði - Alexia Nix - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. október 2024 15:00 til 17:00
Hvar 

VR-II

Stofa 156

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti verkefnis:
Wilson Lykkjur og Heilmyndunarkenningin

Nemandi:
Alexia Nix

Doktorsnefnd:
Friðrik Freyr Gautason, Valentina Giangreco M. Puletti, Watse Sybesma, Lárus Thorlacius, Konstantin Zarembo

Ágrip:
Markmið þessa fyrirlesturs er að rannsaka heilmyndunarkenninguna fyrir óhornræknar sviðskenningar. Við munum einblína á Wilson lykkjur í ofursamhverfum Yang-Mills kenningum á (p+1)-víðum kúlum. Heilmynduð framsetning þessara kenninga er fengin með því að skoða þyngdarsvið kúlulaga D-himna og Wilson lykkjunum er lýst sem streng í þyngdarsviðinu. í fyrirlestrinum reiknum við kórsummu strengsins með hjálp truflunarreiknings sem við framkvæmum til annars stigs.

 

Miðbiksmat í eðlisfræði

Miðbiksmat í eðlisfræði - Alexia Nix