Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit sérhæfir sig í umhverfishugvísindum. Setrið var stofnað árið 2023 og er starfrækt í nánu samstarfi við Huldu náttúruhugvísindasetur. Setrin gefa út ritröðina Huldurit, þar sem birtar eru niðurstöður rannsókna á sviði umhverfishugvísinda. Þau standa einnig fyrir ráðstefnum, málþingum, sýningum og öðrum viðburðum. Áhersla er lögð á alþjóðlegt samstarf. Þar sem umhverfishugvísindi eru þverfagleg fræði á setrið einnig í samvinnu við ýmsar aðrar rannsóknastofnanir á svæðinu, meðal annars Náttúrufræðistofnun og vettvangsakademíu fyrir fornleifafræði á Hofstöðum. Rannsóknir Skapandi viðbrögð við umhverfisógnum Við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit eru stundaðar rannsóknir á birtingarmyndum umhverfisógna í bókmenntum og listum og skapandi viðbrögðum við slíkum ógnum. Hamfarir í bókmenntum og listum (2023) er fræðirit sem fjallar um það hvernig umhverfisógnir birtast í íslenskum samtímabókmenntum og -myndlist. Þetta er fyrsta ritið í ritröðinni Huldurit, sem gefin er út af Rannsóknasetri Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit og Huldu náttúruhugvísindasetri og birtir rannsóknir á sviði umhverfishugvísinda. Creative Responses to Environmental Crises and Aesthetics in Nordic Art and Literature (Lexington Books, 2024) er greinasafn sem gefur víða sýn á listræn viðbrögð við loftslagsbreytingum og öðrum umhverfiskreppum á Norðurlöndum. Því er ritstýrt af Katarinu Leppänen, prófessor við Gautaborgarháskóla, og Auði Aðalsteinsdóttur, forstöðumanni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit. Í greinum bókarinnar má finna dæmi um það hvernig umhverfisleg málefni birtast í bókmenntum, myndlist og afþreyingu frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum. Verkið endurspeglar flókið samspil hins staðbundna og hnattræna í umhverfislist og aktívisma. Greinarnar eru skrifaðar af virtum og upprennandi fræðimönnum á sviði norrænnar vistgagnrýni og beinir athygli að því flókna og mikilvæga hlutverki sem list, bókmenntir og önnur skapandi starfsemi gegnir á krepputímum. Í tengslum við útgáfu greinasafnsins verða haldin málþing og myndlistarsýningin Creative Responses, í Specta galleríi, Kaupmannahöfn, í maí-júní 2025 og í Mývatnssveit í ágúst-september 2025. Blá hugvísindi Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit rannsakar hafið í íslenskum bókmenntum og listum og blá hugvísindi í íslensku samhengi. EXTREMES er samvinnuverkefni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, UiT heimskautaháskólans í Noregi og Kaupmannahafnarháskóla. Markmiðið er að kanna með þverfaglegu samstarfi nýjar leiðir til að skynja og skilja sjávarumhverfi norðurskautssvæðisins. Árið 2024 hlaust UArctic styrkur til að þróa verkefnið og mun sú vinna hefjast í janúar 2025. Ritverk Creative Responses to Environmental Crises in Nordic Art and Literature, ritstjórar Katarina Leppänen og Auður Aðalsteinsdóttir, Ecocritical Theory and Practice, Lexington Books, 2024. Auður Aðalsteinsdóttir, „Orð úr undirdjúpum“, Són 22, 2024. Auður Aðalsteinsdóttir, „Fagurfræði vistkerfanna“, Ritið 23 (3), 2023: 31–56. DOI: 10.33112/ritid.23.3.2 Auður Aðalsteinsdóttir, Hamfarir í bókmenntum og listum, Huldurit I, Hulda náttúruhugvísindasetur og Háskólaútgáfan, 2023. Fléttur VI: Loftslagsvá og jafnrétti, ritstjórar Elín Björk Jóhannsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir, Háskólaútgáfan, 2023. Sýningar Skapandi viðbrögð við loftslagsógnum, Specta gallerí, Kaupmannahöfn, maí-júní 2025 og Listasafnið á Akureyri nóvember 2025 - febrúar 2026. Eigin útgáfa Huldurit er ritröð sem haldið er úti af Rannsóknasetri HÍ í Þingeyjarsveit og Huldu náttúruhugvísindasetri. Þar eru birtar niðurstöður rannsókna á samspili menningar og náttúru. Meðal markmiða ritraðarinnar er að styrkja stöðu hugvísinda á sviði náttúrurannsókna og aðgerða varðandi umhverfismál. Ritstjórar ritraðarinnar eru Auður Aðalsteinsdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Viðar Hreinsson. Leiðbeiningar fyrir handritshöfunda Bókatillögur er hægt að senda á netfangið audurada@hi.is Huldurit I: Hamfarir í bókmenntum og listum (2023) Höfundur: Auður Aðalsteinsdóttir Náttúra og loftslag jarðar eru þegar farin að umbreytast vegna hamfarahlýnunar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og annarra tengdra umhverfisógna sem hafa munu trámatískar afleiðingar fyrir allt jarðlíf. Í bókinni er fjallað um það hvernig aukin meðvitund um þessar umhverfiskrísur og um víxlverkun allra þátta í vistkerfi okkar, mennskra og meir-en-mennskra, birtist í samtímabókmenntum og -myndlist. Kaupa eintak Ritdómur Soffíu Auðar Birgisdóttur í Víðsjá Viðtal í Heimildinni Námskeið Setrið tekur þátt í skipulagningu og kennslu námskeiðsins Umhverfishugvísindi, sem er boðið upp á innan Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Miðlun og fréttir 17. september 2024 Sigurlína Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Huldu náttúruhugvísindasetri og Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, sögðu frá starfsemi setranna í beinni útvarpsútsendingu RÚV frá Mývatnssveit. Hér má hlusta á innslagið. 13. september 2024 Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit. skrifaði pistil í loftslagsblað Heimildarinnar: Á valdi tilfinninganna. 25. júlí 2024 Hofstaðir á fornum fimmtudegi var yfirskrift opins viðburðar á vegum Vettvangsakademíu í fornleifafræði á Hofstöðum, Huldu náttúruhugvísindaseturs, Hins þingeyska fornleifafélags og Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit. Hildur Gestsdóttir kynnti fornleifafræðiakademíuna og þær fornleifar sem verið er að rannsaka á Hofstöðum í Mývatnssveit. 13. júní 2024 Ole Martin Sandberg, nýdoktor og Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, héldu fyrirlesturinn „Creative Responses: Environmental Crises and Aesthetics“ á ráðstefnunni Aesthetics, ethics and relational being. Annual Conference of the Nordic Society for Aesthetics. 8. júní 2024 Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit tók þátt í viðburði Huldu náttúruhugvísindaseturs um Sigurð Jónsson frá Arnarvatni. 28. maí 2024 Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit tók þátt í Loftslagsdegi Umhverfisstofnunar. Horfa má á fyrirlestur Auðar Aðalsteinsdóttur hér. 24. maí 2024 Auður Aðalsteinsdóttir forstöðumaður hélt fyrirlesturinn „Creatures of the Sea“ á ráðstefnunni Ice and Water í Háskóla Íslands. 14. mars 2024 Á Ársfundi Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands hélt Auður Aðalsteinsdóttir erindið “Fagurfræði vistkerfanna”. 9. mars 2024 Fræðafólk frá rannsóknasetrum Háskóla Íslands stóð fyrir málstofunni Græn og blá hugvísindi ofan Ártúnsbrekkunnar á Hugvísindaþingi. Fyrirlesturinn frá forstöðumann setursins í Þingeyjarsveit var um „Skepnur hafsins – í nokkrum íslenskum skáldverkum“. 7. mars 2024 Á ársfundi Gígs hélt Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður nýs Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, fyrirlesturinn „Tröllahvískur í nýju samhengi. Vistrýni, þjóðsögur og truflandi tilvera annarra“. 15. desember 2023 Forstöðumaður rannsóknasetursins var til viðtals í Heimildinni um bókmenntir, listir og loftslagsmál. Starfsfólk Auður AðalsteinsdóttirForstöðumaður5255420audurada [hjá] hi.is Hér erum við Gígur Skútustöðum Mývatnssveit Netfang: audurada@hi.is Samstarfsaðilar Hulda náttúruhugvísindasetur Loftslagsdagurinn 2024 facebooklinkedintwitter