Skip to main content

Blaðamennska

Blaðamennska

Félagsvísindasvið

Blaðamennska

BA – 120 einingar

Blaðamennska er hagnýtt og fræðilegt nám sem undirbýr þig fyrir störf við fjölmiðla framtíðar. Staðgóð menntun blaða- og fréttamanna er mikilvæg forsenda þess að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu við að upplýsa og fræða fólk í nútíma lýðræðissamfélögum og ekki síst að veita valdhöfum aðhald. Markmiðið er að leggja traustan grunn að fagþekkingu í blaðamennsku og búa nemendur sem best undir störf í hröðum heimi nútímafjölmiðlunar.

Skipulag náms

X

Blaðamennska I (BLF101G)

Grundvallarnámskeið í blaðamennsku. Markmið þess er að nemendur öðlist skilning á hlutverki og skyldum blaðamanna í samfélaginu – og nái tökum á grundvallarvinnubrögðum við fréttaöflun, fréttaskrif og framsetningu efnis fyrir mismunandi miðla. Í námskeiðinu verður fjallað um hvaða hlutverki fjölmiðla eru almennt taldir gegna í lýðræðissamfélögum nútímans.Sjónum verðum beint að fréttum. Hugtök og aðferðir við fréttaskrif eru kynnt; hvað er frétt, á hverju byggja fjölmiðlar fréttamat, hvernig er frétta aflað og hvernig þær eru uppbyggðar o.s.frv. Einnig verður fjallað um framsetningu frétta á mismunandi miðlum, með áherslu á vef og samfélagsmiðla. Námsmatið byggir alfarið á verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur afla og skrifa fréttir sem birtar verða á fréttavef námsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.