Skip to main content

FRESTAÐ: Háskólatónleikar: Elín Hall

FRESTAÐ: Háskólatónleikar: Elín Hall - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. febrúar 2024 12:15 til 13:00
Hvar 

Edda

Nánar 
Jafnréttisdagar - Tónleikar

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður háskólatónleikum Elínar Hall á Jafnréttisdögum frestað um óákveðinn tíma. 

Elín Hall hefur komið inn af miklum krafti í íslensku tónlistarsenuna og er fólk á því að plata hennar frá því í fyrra, „heyrist í mér“, hafi verið poppplata þess árs. Hana prýða öflugir textar sem takast á við verund kvenna í samtímanum enda tilheyrir Elín yfirstandandi bylgju sterkra, karakterríkra söngkvenna sem inniheldur t.d. Bríet, GDRN og Unu Torfa.

Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 14. febrúar og hefjast leikar kl. 12.15. Staður er Edda, og er hún staðsett á Arngrímsgötu við hlið Þjóðarbókhlöðu. Tónleikunum verður einnig streymt og hægt verður að horfa á þá síðar í upptökuformi. Hvort sem þú ert í borginni, úti á landi eða úti í heimi getur þú notið hinna fögru tóna Háskólatónleikaraðarinnar og upplifað stemninguna í skólanum. Öll velkomin á staðinn og aðgangur gjaldfrjáls.

Háskólatónleikaröðin hóf göngu sína með nýjum áherslum haustið 2020 og hefur listafólk af alls kyns toga troðið upp. Tónleikunum hefur öllum verið streymt með glæsibrag og má nálgast upptökur hér: https://www.hi.is/haskolinn/haskolatonleikar.

Umsjónarmaður tónleikaraðarinnar og listrænn stjórnandi er Dr. Arnar Eggert Thoroddsen. Segist hann styðjast við slagorðið „Háskóli fyrir öll - Tónlist fyrir öll“ og er myndast við að endurspegla það í dagskránni.

Fyrstu Háskólatónleikarnir á þessu ári verða með nýstárlegum brag. Fyrir það fyrsta verða þeir haldnir í hinni nývígðu Eddu en auk þess verða þeir haldnir í sérstöku samstarfi við Jafnréttisdaga sem fram fara í Háskóla Íslands og öðrum háskólum landsins.

Háskólatónleikar: Elín Hall