Hvernig fæ ég mat á fyrra námi Þú getur sótt um að fá nám frá annarri deild eða öðrum skóla metið til eininga inn í núverandi nám þitt hjá deildinni þinni. Frekari upplýsingar um mat á fyrra námi má finna hér Hvernig skrái ég mig í og úr námskeiðum Þú berð ábyrgð á þínu námi og skráir þig í öll námskeið í Uglu. Í mars á hverju ári verður þú að velja námskeið fyrir næsta skólaár ef þú ætlar að halda áfram í núverandi námi. Þú skráir þig með því að smella á borðann sem birtist efst í Uglu. Mundu eftir að staðfesta valið með því að smella á „Vista“ neðst á síðunni. Þurfir þú af einhverjum ástæðum aðstoð við námskeiðaskráningu getur þú leitað til Nemendaskrár. Í upphafi hvors misseris, til 5. september á haustmisseri og til 21. janúar á vormisseri, getur þú breytt námskeiðaskráningunni í Uglu. Þú þarft að skrá þig úr námskeiði í síðasta lagi 1. október vegna prófa á haustmisseri og 1. febrúar vegna prófa á vormisseri. Athugið aðrar dagsetningar eiga við um námskeið sem kennd eru í lotum. Hvernig skipti ég um námsleið Í mars á hverju ári fer fram skráning í áframhaldandi nám í Uglu þar sem þú getur jafnframt óskað eftir því að skipta um aðalfag. Þú skráir þig með því að smella á borðann sem birtist í Uglu og smellir á hlekkinn um að skipta um námsleið. Þetta gildir einnig í upphafi hvors misseris þegar þú getur breytt námskeiðaskráningunni. Athugaðu að slíkar breytingar geta verið bundnar við misseri, þ.e. að ekki er hægt að hefja nám á vormisseri á öllum námsleiðum. Ef þú vilt skrá þig í aukagrein þarftu að senda tölvupóst til Nemendaskrár (nemskra@hi.is). Hvernig skrái ég mig í aukagrein Nemendaskrá sér um skráningu aukagreina. Til að fá aukagrein skráða á bakkalárnámsferil þinn þarftu að senda beiðni um það með tölvupósti úr HÍ netfanginu þínu á nemskra@hi.is. Mundu að setja kennitölu þína með í tölvupóstinn. Hér má finna frekari upplýsingar um aðalgreinar og aukagreinar Hvert leita ég til að láta fara yfir ferilinn minn Best er að leita til Nemendaþjónustu þinnar deildar/sviðs til þess að láta fara yfir námsferil. Hvar get ég nálgast staðfest námsferilsyfirlit eða staðfestingu á skólavist? Ef skila þarf staðfestum gögnum á pappír er hægt að fá stimplað og undirritað námsferilsyfirlit á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða sent í bréfpósti á lögheimili þitt. Stafrænt undirritað námsferilsyfirlit er hægt að panta með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Yfirlit kostar 350 kr. fyrir hvern námsferil. Hvar fæ ég upplýsingar um skiptinám Alþjóðasvið tekur við umsóknum frá nemendum Háskóla Íslands sem hyggjast fara utan sem skiptinemar og annast samskipti við samstarfsskólann. Nánari upplýsingar má sjá á vef skrifstofunnar. Umsóknarfrestur til að sækja um skiptinám er 1. febrúar ár hvert Hvar fæ ég upplýsingar um nám á eigin vegum í erlendum háskólum? Þeir sem hyggja á nám erlendis á eigin vegum geta snúið sér til Upplýsingastofu um nám erlendis. Upplýsingastofan veitir góð ráð við undirbúning og gerð umsókna, forkröfur s.s. tungumálapróf, auk annarra hagnýtra atriða sem hafa þarf í huga. Á vef upplýsingastofunnar farabara.is má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um umsóknarferli, lönd og skóla - auk lista yfir fjölmarga styrki sem standa námsmönnum á Íslandi til boða. Allar nánari upplýsingar má finna á vef upplýsingastofunnar, en nemendum er einnig velkomið að hafa samband símleiðis eða með tölvupósti upplysingastofa@rannis.is. Hvar fæ ég staðfestingu á námi frá erlendum háskólum? Matsskrifstofa gegnir hlutverki ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu um mat og viðurkenningu náms, samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Matsskrifstofa er á 3. hæð í Setbergi. Deildarstjóri er Gísli Fannberg. Netfang: enicnaric@hi.is. Sími: 525-5452 / 525-5256 Get ég sótt um Háskólanám ef ég hef ekki lokið stúdentsprófi? Sjá upplýsingar um undanþágur frá formlegum inntökuskilyrðum í bakkalárnám hér. Athugið að ekki er tekið við umsóknum um undanþágur frá stúdentsprófi þegar sótt er um nám sem hefst á vormisseri. Get ég verið í fjarnámi við Háskóla Íslands? Upplýsingar um fjarnám í boði við Háskóla Íslands má finna hér. facebooklinkedintwitter