Skip to main content

Reikningsskil og endurskoðun M.Acc

Reikningsskil og endurskoðun M.Acc

Félagsvísindasvið

Reikningsskil og endurskoðun

M.Acc. – 90 einingar

Náminu er ætlað að mæta þeirri miklu þörf, sem orðið hefur á sérþekkingu vegna aukinna krafna um gæði og skilvirkni, er varða reikningsskila- og endurskoðunarferla í fyrirtækjum.

Námið hentar mjög vel þeim einstaklingum, sem hafa hug á að vinna við fjármál og reikningshald í fyrirtækjum, þar sem sérþekkingar er krafist. 

Námið er án lokaritgerðar og kennt er í lotukerfi.

Skipulag náms

X

Endurskoðun og umhverfi (VIÐ160F)

Þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, þ.e. kenningar Aristótelesar, Immanuels Kant og Johns Stuart Mill og nemendum kynnt grundvallaratriði gagnrýnnar hugsunar.  
Skoðað verður samband löggjafar og siðferðis sem og hvað einkennir fagmennsku. Þá verður fjallað um ítarlega um siðareglur endurskoðenda og hvernig þær spila saman við lög um endurskoðendur og tengjast samfélaginu.  
Yfirlit yfir leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis, og hlutverk endurskoðunar í þeim. Farið verður yfir hverjir teljast vera „varðhundar" almennings og hvernig þeir hafa sinnt hlutverki sínu undanfarin ár.  
Lagaleg umhverfi endurskoðenda m.t.t. alþjóðlegu reikningsskilastaðla og alþjóðlegu endurskoðunar staðla. Einnig verður eftirlit með IFRS kynnt og tilgangur ESMA sem og framkvæmd eftirlits hér á landi sem er i umsjón Ársreikningaskrá.  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.