Skip to main content

Starfsþjálfun Viðskiptafræðideildar

Starfsþjálfun Viðskiptafræðideildar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Viðskiptafræðideild er í miklum og góðum tengslum við atvinnulífið, þar sem m.a. er boðið upp á starfsþjálfun fyrir nemendur í grunn- og meistaranámi í hinum ýmsu atvinnugreinum.

Með starfsþjálfun fá nemendur tækifæri til þess að öðlast þekkingu og reynslu af starfi sem tengist beint námi þeirra undir leiðsögn stjórnenda og sérfræðinga. Þau fá tækifæri til þess að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni, efla tengslanetið sitt og auka samkeppnishæfni sína til muna. Í lok starfsþjálfunar hafa nemendur öðlast reynslu á tilteknu sviði sem nýtist þeim að útskrift lokinni en einnig hafa þau fengið umsagnir sem geta haft úrslitaáhrif á framtíðarstörf þeirra. Fjölmargir nemendur hafa einnig fengið sumarstörf og eða fastráðningu að starfsþjálfun lokinni. 

Markmið starfsþjálfunar er að þjálfa nemendur hjá félagasamtökum, fyrirtækjum, ráðuneytum og stofnunum, sem snúa beint að námi þeirra í Viðskiptafræðideild. Starfsþjálfun felur í sér þjálfun nemenda undir leiðsögn sérfræðinga, þar sem verkefnin snúa að einhverjum þeirra námsþátta sem nemendur í viðskiptafræði eru að tileinka sér, svo sem fjármál, markaðsmál, reikningshald eða stjórnun.
 
Nemendur sem lokið hafa 120 ECTS í grunnnámi eða 60 ECTS í meistaranámi með fyrstu einkunn (7,25) geta sótt um starfsþjálfunarstöður að vori eða hausti en hver nemandi getur eingöngu lokið einni starfsþjálfunarstöðu. 

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á vidskipti@hi.is.

Umsögn um starfsþjálfun Viðskiptafræðideildar