Viðskiptafræðideild er í miklum og góðum tengslum við atvinnulífið, þar sem m.a. er boðið upp á starfsþjálfun fyrir nemendur í grunn- og meistaranámi í hinum ýmsu atvinnugreinum. Með starfsþjálfun fá nemendur tækifæri til þess að öðlast þekkingu og reynslu af starfi sem tengist beint námi þeirra undir leiðsögn stjórnenda og sérfræðinga. Þau fá tækifæri til þess að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni, efla tengslanetið sitt og auka samkeppnishæfni sína til muna. Í lok starfsþjálfunar hafa nemendur öðlast reynslu á tilteknu sviði sem nýtist þeim að útskrift lokinni en einnig hafa þau fengið umsagnir sem geta haft úrslitaáhrif á framtíðarstörf þeirra. Fjölmargir nemendur hafa einnig fengið sumarstörf og eða fastráðningu að starfsþjálfun lokinni. Markmið starfsþjálfunar er að þjálfa nemendur hjá félagasamtökum, fyrirtækjum, ráðuneytum og stofnunum, sem snúa beint að námi þeirra í Viðskiptafræðideild. Starfsþjálfun felur í sér þjálfun nemenda undir leiðsögn sérfræðinga, þar sem verkefnin snúa að einhverjum þeirra námsþátta sem nemendur í viðskiptafræði eru að tileinka sér, svo sem fjármál, markaðsmál, reikningshald eða stjórnun. Nemendur sem lokið hafa 120 ECTS í grunnnámi eða 60 ECTS í meistaranámi með fyrstu einkunn (7,25) geta sótt um starfsþjálfunarstöður að vori eða hausti en hver nemandi getur eingöngu lokið einni starfsþjálfunarstöðu. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á vidskipti@hi.is. Starfsþjálfunarstöður í boði á vormisseri 2025 - umsóknarfrestur 27. október Stöður á sviði fjármála, reikningshalds og greininga Deloitte Stækka mynd Deloitte og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum sem hafa áhuga á endurskoðun og reikningsskilum tækifæri á að kynnast starfsemi fyrirtækisins og fá reynslu af raunverulegum verkefnum áður enn haldið er út í atvinnulífið. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem lokið hafa 120 ECTS með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem lokið hafa 60 ECTS með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni Endurskoðun og reikningsskil Gerð ársreikninga Gerð uppgjöra og skattaframtala Annað tilfallandi Hæfniskröfur: Áhugi á endurskoðun og reikningsskilum Greiningarhæfni Góð þekking á excel Sjálfstæð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Kontakt Stækka mynd Kontakt er ein elsta sjálfstæða fyrirtækjaráðgjöf landsins og kemur að eigendaskiptum og endurskipulagningu fyrirtækja á hverju ári. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum og veitir víðtæka þjónustu á því sviði. Í því getur falist leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum, ráðgjöf við samningaviðræður, gerð kaupsamninga, áreiðanleikakönnun, fjárhaglega endurskipulagningu eða fjármögnun. Nemendur vinna undir leiðsögn verkefnastjóra. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem lokið hafa 120 ECTS með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem lokið hafa 60 ECTS með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Verðmat á fyrirtækjum Verkefni í fyrirtækjaráðgjöf Greining á viðskiptatækifærum Samantekt á atvinnugreinum Markaðsgreiningar Hæfniskröfur: Góð Excel kunnátta Góð kunnátta á PowerPoint Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. KPMG Stækka myStækka mynd Er starf í endurskoðun eitthvað fyrir þig? Starfsnám á endurskoðunarsviði opnar augu nemanda fyrir því spennandi starfi sem endurskoðendur sinna. KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, bókhalds, skattskila og viðskiptaráðgjafar. Hjá KPMG eru frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem lokið hafa 120 ECTS með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem lokið hafa 60 ECTS með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Allt unnið undir leiðsögn sérfræðinga KPMG Þátttaka í endurskoðunar- og ýmissri staðfestingarvinnu Uppgjörsverkefni Skattaframtalsgerð Hæfniskröfur Áhugi á að kynnast ólíkum atvinnugreinum Áhugi á viðskiptum og fjármálum Góð þekking á excel Góð samskipta- og skipulagshæfni Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. PwC Stækka mynd Ert þú upprennandi endurskoðandi? PwC í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til þess að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun á endurskoðunarsviði PwC. Í starfsþjálfun öðlast nemar haldbæra reynslu og fá innsýn inn í störf endurskoðenda. Unnið er undir handleiðslu reyndra sérfræðinga og fá nemendur tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum á sviði endurskoðunar og reikningsskila. Um leið og unnið er undir umsjón endurskoðenda eru nemendur í starfsþjálfun hvattir til virks samstarfs og frumkvæðis við verkefnavinnu. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem lokið hafa 120 ECTS með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem lokið hafa 60 ECTS með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni Uppgjör minni aðila Skattframtalsgerð Kannanir Endurskoðun stærri viðskiptavina Hæfniskröfur Áhugi á endurskoðun og reikningsskilum Góð þekking á Microsoft Excel Metnaður til að ná árangri í starfi Samskipta- og skipulagshæfni Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Seðlabankinn Stækka mynd Hefur þú áhuga á þjóðhagfræði, fjármálum fyrirtækja og greiðslumiðlun? Seðlabanki Íslands í samstarfi við Viðskiptadeild HÍ býður nemendum tækifæri til þess að kynnast starfsemi bankans í gegnum starfþjálfunarstöðu á fjármálastöðugleikasviði. Um er að ræða stöður fyrir tvo nema sem munu vinna undir leiðsögn sérfræðinga sviðsins. Þessar stöður eru í boði fyrir meistaranema á sviði hagfræði eða viðskiptafræði sem lokið hafa 60 ECTS með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni Greining á kerfisáhættu á íbúða- og byggingarmarkaði Greina markaðinn fyirr sýndareignir (e. Crypto assets) hér á landi, umfang, þróun og mögulega áhættu fyrir fjármálastöðugleika. Hæfniskröfur: Meistaranám á sviði hagfræði eða viðskiptafræði Góð færni í notkun töflureiknings og grunnþekking á hagrannsóknum Góð greiningarfærni Brennandi áhugi á þjóðhagfræði, fjármálum fyrirtækja og greiðslumiðlun Gagnrýnin og skapandi hugsun og frumkvæði Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Vegagerðin Stækka mynd Hefur þú áhuga á að starfa við rekstur framtíðinni? Ef svo er ættir þú að sækja um þessa starfsþjálfunarstöðu. Vegagerðin og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum sem hafa áhuga á rekstri tækifæri á að kynnast starfsemi Vegagerðarinnar. Þetta er frábært tækifæri til að fá reynslu af raunverulegum rekstrartengdum verkefnum fyrir útskrift. Nemandi í starfsþjálfun mun fyrst og fremst vera undir handleiðslu sérfræðinga við verkefnastjórnun, vörustjórnun, straumlínustjórnun og önnur spennandi verkefni í tengslum við það. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem lokið hafa 120 ECTS með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem lokið hafa 60 ECTS með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni Verkefnastjórnun Straumlínustjórnun Innleiðing umbótaverkefna Samskipti hagsmunaaðila Hæfniskröfur: Þekkingu á fræðum verkefnastjórnunnar Ferlagreining og umbótahugsun Hæfni til að skipuleggja og vinna verkefni frá upphafi til enda með fjölbreyttum hópi hagsmunaaðila Frumkvæði, upplýsingagjöf og samskipti Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Stöður á sviði mannauðsmála Coca Cola á Íslandi Stækka mynd Coca Cola á Íslandi í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum sem hafa áhuga á mannauðsmálum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. Þetta er frábært tækifæri til þess að taka þátt í fjölbreyttum mannauðstengdum verkefnum í alþjóðlegu umhverfi. Helstu verkefni: Ráðningar Skráningar í kerfi Skráning á fræðslu og eftirfylgni Þátttaka í viðburðum Samræming gagna Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Eimskip Stækka mynd Eimskip og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum að kynnast starfsemi í Fræðslu- og starfsþróunardeild í gegnum starfsþjálfun. Nemendur fá dýrmæta reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunverulegum verkefnum innan fyrirtækis, bæði á Íslandi og erlendis. Viðskomandi mun vinna undir handleiðslu yfirmanns deildarinnar og í samstarfi við aðra sérfræðinga í fyrirtækinu. Helstu verkefni: Fræðslu- og starfsþróunarmál fyrir Eimskip Ísland og International Umsjón fræðsludagskrár og viðburða Framleiðsla og þróun á námskeiðum Skipulagning á leiðtogaþjálfun Þáttaka á ýmsum verkefnum á sviði fræðslu, starfsþróunar og mannauðsmála. Hæfniskröfur: Hæfni í samskiptum og teymisvinnu Frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í vinnubrögðum Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku Færni í miðlun upplýsinga Áhugi á þróun og vexti einstaklinga Reynsla af gerð myndefnis og fræðsluefnis er kostur Jákvæðni, drifkraftur og vilji til að læra Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Embla medical Stækka mynd Embla Medical býður áhugasömum nemanda sem vill kynnast mannauðsmálum í alþjóðlegu fyrirtæki tækifæri til þess að koma í starfþjálfun hjá fyrirtækinu. Nemandinn mun fá dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunverulegum viðfangsefnum sem unnin eru innan fyrirtækisins. Helstu verkefni: Þátttaka í alþjóðlegu starfsþróunarteymi Verkefni í tengslum við innleiðingu á nýju starfsþróunar/fræðslukerfi Stuðningur við starfsfólk mannauðsdeildar Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Brennandi áhugi á mannauðsmálum. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæðni í úrlausn verkefna Færni til að tjá sig í ræðu og riti Framúrskarandi íslensku og enskukunnátta Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Stöður á sviði markaðsmála Birta Media Stækka mynd Birta Media í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum sem hafa áhuga á markaðsmálum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. Birta Media sér um stafrænar markaðslausnir og tekur meðal annars að sér stafræna markaðssetningu, vefsíðugerð og umsjón með samfélagsmiðlum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Verkefnin eru fjölbreytt og munu gefa innsýn í hvaða færni þarf að búa yfir til þess að ná árangri á stafrænum miðlum. Helstu verkefni: Markaðssetning á netinu Hugmyndavinna Eftirfylgni með samfélagsmiðlaplani Umsjón með Google og Facebook herferðum Gagnagreining Hæfniskröfur: Á auðvelt með að vinna í teymi Góð samskiptafærni Áreiðanleiki Sköpunargleði Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Birtingahúsið Stækka mynd Viltu þú taka þátt í að setja upp auglýsingaherferðir fyrir stærstu vörumerkin á Íslandi? Birtingahúsið veitir faglega ráðgjöf um auglýsingabirtingar, markaðssetningu og uppbyggingu auglýsingaherferða. Okkur er treyst fyrir mörgum af verðmætustu vörumerkjum landsins. Helstu verkefni: Uppsetning birtingaáætlana. Uppsetning stafrænna herferða á miðlum líkt og Meta, Youtube og Google ads. Þátttaka í samskiptum við viðskiptavini og fjölmiðla. Vinna við endurgjöf og árangursskýrslur. Hæfniskröfur: Brennandi áhugi á markaðsmálum. Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum. Góð skipulags- og greiningarhæfni. Góð íslensku og ensku kunnátta í rituðu og töluðu máli. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Bónus Stækka mynd Afhverju áttu að sækja um? Þú verður hluti af teyminu sem sér um Bónus vörumerkið og færð þannig einstaka innsýn inn í eitt stærsta vörumerki landsins. Lærir að setja upp markaðsherferðir frá A til Ö og setja hana í loftið. Frábært tækifæri til að nýta þekkinguna frá náminu og beita henni á raunverulegum verkefnum. Vinna undir leiðsögn markaðsstjóra með u.þ.b. 15 ára starfsreynslu. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Coca Cola á Íslandi Stækka mynd Coca Cola á Íslandi ásamt Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á starfsþjálfun. Að fara í starfsþjálfun hjá Coca Cola á Íslandi er frábært tækifæri á að taka þátt í fjölbreyttum markaðstengdum verkefnum með heimsþekkt vörumerki. Helstu verkefni eru: Greiningarvinna Aðstoð við gerð markaðsáætlana Þátttaka í viðburðum Greining á viðburðum og áhrifum þeirra Framkvæmd og eftirfylgni markaðsaðgerða Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Hoobla Stækka mynd Hoobla er vettvangur sem veitir fyrirtækjum og stofnunum aðgang að yfir 600 sérfræðingum, stjórnendum og ráðgjöfum sem taka að sér tímabundin verkefni og hlutastörf. Helstu verkefni eru: Skipulagning markaðsnálgunar með framkvæmdastjóra og efnishöfundi. Uppsetning markaðsefnis í Canva. Skipulagning markaðsefnis og birtingardagatals. Birting markaðsefnis í planable. Birting markaðsefnis á Meta Business Suite. Komast með okkur inn á Google Analytics og sjá hvað við getum gert betur á Google. Komast betur með okkur inn í póstmarkaðssetningu. Mælingar á árangri og mat. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. KIWI Stækka mynd KIWI er stafræn auglýsingastofa, byggð fyrir núið. Hjá KIWI starfa snillingar í heildrænni stafrænni markaðssetningu til að hjálpa metnaðarfullum fyrirtækjum að skara fram úr í sínu markaðsstarfi. Við leggjum áherslu á að fara fram úr væntingum og búa til jákvæða, einstaka og minnisstæða þjónustuupplifun fyrir alla okkar viðskiptavini. Í starfsþjálfun hjá KIWI fá nemendur góða innsýn í heim stafrænnar markaðssetningar, unnið er undir leiðsögn tengiliða KIWI auk hönnuða og birtingadeildar. Helstu verkefni: Textasmíði fyrir viðskiptavini Útfæra efnisáætlanir fyrir samfélagsmiðla fyrir viðskiptavini Vinna með leikstjóra og framleiðanda í pitch vinnu Aðstoð á tökustað með framleiðsluteymi KIWI Skapandi hugmyndavinna fyrir viðskiptavini Samfélagsmiðla umsjón fyrir KIWI Hæfniskröfur: Góð íslensku kunnátta í rituðum máli Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð Brennandi áhugi á markaðsmálum, sköpun og samfélagsmiðlum Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Markaðs og samskiptasvið HÍ Stækka mynd Markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands leitar að nemanda sem hefur áhuga á að öðlast dýrmæta reynslu við miðlun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum og viðburðastjórnun. Unnið er með fjölbreyttum og reynslumiklum hópi starfsfólks að því að kynna starf skólans fyrir verðandi nemendum, háskólasamfélaginu og almenningi. Ef þú vilt læra meira þá höfum við pláss fyrir þig. Helstu verkefni: Miðlun og markaðssetning á samfélagsmiðlum Aðstoð vegna viðburða Efnissköpun fyrir miðla sem skólinn heldur úti Ýmis önnur verkefni í vefmiðlun og upplýsingagjöf Hæfniskröfur: Góð þekking á markaðsfræði og vörumerkjastjórnun Mikill áhugi á samfélagsmiðlum og markaðssetningu Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Teboðið Stækka mynd Teboðið og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum sem hafa áhuga á markaðsmálum og viðburðastjórnun að kynnast starfsemi Teboðsins í gegnum starfsþjálfunarstöðu. Teboðið er íslenskt sprotafyrirtæki, auglýsingamiðill, hlaðvarp og netverslun. Í starfsþjálfun hjá Teboðinu fá nemendur góða innsýn í fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsmálum. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Stöður á sviði nýsköpunar og verkefnastjórnunar Iceland Innovation Week Stækka mynd Iceland Innovation Week og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemanda að kynnast starfsemi fyrirtækissins. Í starfsþjálfun fá nemendur þjálfun, reynslu og tækifæri til þess að koma að markaðssetningu á alþjóðlegri hátíð ásamt viðburðahaldi. Hjá Iceland Innovation Week starfa 6 aðilar og mun neminn koma til með að starfa náið með öllu teyminu og fá tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi nýsköpunar og kynnast þar með sprotasenunni ásamt almennu viðburðahaldi og markaðssetningu. Helstu verkefni: Undirbúningur og skipulag fyrir hátíðina. Markaðssetning á hátíðinni Þátttaka í hátíðinni (12-16. maí 2025) Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur Áhugi á nýsköpun og viðburðahaldi Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Góð íslensku- og enskukunnátta Áhugi á stafrænni markaðssetningu og birtingu efna Frumkvæði við úrlausn verkefna Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Klak Icelandic Startup Stækka mynd KLAK Icelandic Startups og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins gegnum starfsþjálfun. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan fyrirtækisins. Nemendur vinna undir leiðsögn verkefnastjóra. KLAK - Icelandic Startups er óhagnaðardrifið félag sem styður við samfélag frumkvöðla á Íslandi og eru skrifstofur fyrirtækisins í Grósku. KLAK keyrir árlega 3-4 viðskiptahraðla með mismunandi áherslum ásamt því að halda Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins. KLAK hjálpar sprotafyrirtækjum að vaxa innanlands og út fyrir landsteinana með því að hraða þróun þeirra og tengja þau við sérfræðinga, fjárfesta og aðra lykilaðila. Helstu verkefni: Aðstoð við almenna verkefnastýringu í verkefnum á vegum KLAK - Icelandic Startups. Þar á meðal er skipulag á vísindaferðum Gulleggsins í Grósku. Hæfniskröfur: Áhugi á nýsköpun Góð kunnátta á gerð glærukynninga (Canva eða Powerpoint) Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð Góð mannleg samskipti Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024. Dæmi um fyrri starfsþjálfunarstöður Stöður á sviði fjármála, reikningshalds og greininga Arion Stækka mynd Arion banki hf. og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi Arion banka í gegnum starfsþjálfun. Arion banki veitir alhliða fjármálaþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga með það að markmiði að skapa verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, hluthöfum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu til góða. Bankinn sinnir eftirliti vegna peningaþvættis en markmið laga um peningaþvætti er að bankinn þekki nægjanleg deili á viðskiptavinum og skilji starfsemi þeirra og tilkynni til þar til bærra yfirvalda ef grunur vaknar um ólögmæta starfsemi. Viðkomandi myndi starfa innan eininga sem sinna eftirliti af þessu tagi en ekki er þörf á sérstakri þekkingu á peningaþvættislöggjöfinni. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema í Viðskiptafræðideild sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Gagnavinnsla úr kerfum bankans til að auka yfirsýn og bæta eftirlit svo betur megi leggja heildstætt mat á greiðsluhegðun viðskiptavina. Hæfniskröfur: Þekking á fjármálum fyrirtækja. Þekking og geta til að vinna úr gögnum og þ.a.l. þekking á helstu forritum á borð við Excel og PowerBI Greiningarfærni og öguð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2023. Coca-Cola á Íslandi - Sölusvið Stækka mynd Coca-Cola á Íslandi í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi sölusviðs félagsins í gegnum starfsþjálfun. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks. Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi. Á sölusviði Coca-Cola á Íslandi gefst starfsnemum kostur á að kynnast fjölbreyttum verkefnum á sölusviði í alþjóðlegu umhverfi. Þessi staða er í boði fyrir meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Skráning gagna og skýrslugerð Geining gagna í sölu og þjónustu Innleiðing nýrra verkferla Halda utanum lykilmælikvarða Ýmis önnur tilfallandi störf á sölusviði Hæfniskröfur Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Greiningarhæfni Lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðhorf Góð hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Coca-Cola á Íslandi - Vörustjórnunarsvið Stækka mynd Coca-Cola á Íslandi í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi vörustjórnunarsviðs félagsins í gegnum starfsþjálfun. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks. Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi. Á vörustjórnunarsviði Coca-Cola á Íslandi gefst starfsnemum kostur á að kynnast starfi hjá einu stærsta fyrirtæki á neytendamarkaði í alþjóðlegu umhverfi. Miðað er við að viðkomandi taki þátt í ýmsum viðskiptafræðitengdum verkefnum. Þessi staða er í boði fyrir meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Uppfærsla á skýrslum í BI Búa til nýjar BI skýrslur Útreikningar og gagnagreining Yfirfara skráningar á rýrnun Uppfærsla á leiðbeiningum og verklagsreglum Hæfniskröfur Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Nákvæmni Greinandi hugsun Jákvætt viðhorf Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Crowberry Capital Stækka mynd. Crowberry Capital og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum að kynnast starfsemi félagsins. Hjá Crowberry starfa 6 aðilar og mun neminn koma til með að starfa náið með öllum í teyminu og fá tækifæri til að starfa í alþjóðlegu fjárfestinga og sprota umhverfi frá Íslandi. Crowberry Capital er vísisjóður en það er tegund fjárfestingasjóða sem fjárfestir í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum (þ.e. sprotafyrirtæki eða startups) á pre-seed og seed stigum. Crowberry er með yfir $150 milljónir í eignastýringu í tveimur sjóðum og fjárfestir á öllum Norðurlöndunum. Hingað til hefur Crowberry fjárfest í yfir 20 fyrirtækjum m.a. í fjártækni, heilbrigðistækni, B2B SaaS lausnir, leikjafyrirtæki og öðrum hugbúnaðarlausnum. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Greiningar á fjárfestingartækifærum Stuðningur við fyrirtæki í eignasafni Crowberry Aðstoð við uppbyggingu á Crowberry brandinu Hæfniskröfur: Brennandi áhugi á nýsköpun, tækni og fjárfestingum Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna Góð hæfni á sviði greiningar Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2023. Deloitte Stækka mynd Deloitte í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum á þriðja ári, sem langar að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni, tækifæri til að kynnast starfi endurskoðenda. Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Nemendur vinna sem hluti af teymi sérfræðinga undir handleiðslu löggiltra endurskoðenda og öðlast þannig dýrmæta reynslu á sviði endurskoðunar og reikningsskila. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Taka þátt í endurskoðun undir handleiðslu endurskoðunarteyma Leysa verkefni tengd reikningshaldi Gerð ársreikninga Leysa verkefni tengd skattamálum undir handleiðslu sérfræðinga Taka þátt í könnun fyrirtækja Þátttaka í áætlanagerð Hæfniskröfur: Áhugi á endurskoðun og reikningsskilum Metnaður og hafa gaman af að læra Greiningarhæfni og góð þekking á Excel Sjálfstæð vinnubrögð Drífandi og vilji til að hafa áhrif Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember. Eylíf Stækka mynd Eylíf í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan fyrirtækisins. Vörumerkið Eylíf er 4 ára sprotafyrirtæki sem framleiðir fæðubótarefni sem eru unnin úr hreinum íslenskum hráefnum frá sjálfbærum auðlindum á Íslandi. Öll hráefnin koma frá framleiðendum á Íslandi, sem nýta auðlindir með sjálfbærni að leiðarljósi, og hráefnin hafa staðfesta virkni skv. rannsóknum. Vörurnar eru framleiddar á Grenivík með GMP gæðastaðli. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Vöruþróun á nýjum vörum frá Eylíf, bæði húðvörulínu og fæðubótarefnum Markaðs- og samkeppnisgreining Greinaskrif fyrir vef Eylíf um heilsutengd málefni Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Áhugi á vöruþróun og markaðsgreiningu Áhugi á heilstutengdum málefnum Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Framkvæmd fjárlaga Stækka mynd Fjármála og efnahagsráðuneytið og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi ráðuneytisins í gengum spennandi starfsþjálfunarstöðu á sviði áætlanagerðar og eftirlits með ríkisrekstri og opinberum fjármálum. Skrifstofa stjórnunar og umbóta sinnir fjárstýringu og rekstrarmálefnum ríkisins, lánamálum, umbótastarfi, eigna- og framkvæmdamálum og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni í atvinnulífinu, undir leiðsögn sérfræðinga. Nemandi í þessari stöðu mun fyrst og fremst starfa með sérfræðingum á sviði opinberra fjármála og í áætlanagerð en mun þurfa að geta tekið að sér önnur tengd verkefni ef þörf þykir. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Verkefni sem snúa að opinberum fjármálum og áætlanagerð Gagnasöfnun í gagnagrunn Greiningar á upplýsingum um opinber fjármál og útgjöld Hönnun og framsetning upplýsinga og skýrslugerð Hæfniskröfur Þekking og áhugi á fjármálum og áætlanagerð Góð kunnátta á Microsoft Excel Þekking á Power BI og framsetningu gagna Góð íslensku- og enskukunnátta Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Opinber fjármál Stækka mynd Fjármála og efnahagsráðuneytið og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi ráðuneytisins í gegnum spennandi starfsþjálfunarstöðu á sviði gagnaöflunar, greininga og framsetningu upplýsinga um opinber fjármál. Skrifstofa opinberra fjármála hefur yfirumsjón með stefnumörkun og áætlanagerð í opinberum fjármálum, annast verkstjórn, ráðgjöf og eftirlit með gerð fjármálaáætlunar og fjárlaga og ber ábyrgð á samhæfinu opinberra fjármála. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni í atvinnulífinu, undir leiðsögn sérfræðinga. Nemandi í þessari stöðu mun fyrst og fremst starfa með sérfræðingum á sviði opinberra fjármála og í áætlanagerð en mun þurfa að geta tekið að sér önnur tengd verkefni ef þörf þykir. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Verkefni sem snúa að opinberum fjármálum og áætlanagerð Gagnasöfnun í gagnagrunn Greiningar á upplýsingum um opinber fjármál og útgjöld Hönnun og framsetning upplýsinga og skýrslugerð Hæfniskröfur Þekking og áhugi á fjármálum og áætlanagerð Góð kunnátta á Microsoft Excel Þekking á Power BI og framsetningu gagna Góð íslensku- og enskukunnátta Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir Stækka mynd Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi FSRE í gegnum starfsþjálfunarstöðu um sjálfvirknivæðingu uppgjöra framkvæmdaverkefna. Nemandinn fær þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunverulegt viðfangsefni með verkefnisstjóra verkefnisins og öðrum sérfræðingum FSRE við að móta nýtt verklag og ferla við lokauppgjör framkvæmdaverkefna, svokallaðs skilamats. Verkefnið hefur snertifleti við fjölmarga þætti starfseminnar s.s. fjárhagslegt uppgjör, stafræna þróun, gæðamál og verkefnastjórnun. Stefnt er að því að lokaafurð verkefnisins verði fullmótuð tillaga að framtíðarfyrirkomulagi við gerð skilamata. Þessi staða er í boði fyrir meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Teikna upp og meta núverandi fyrirkomulag og stöðu Öðlast skilning á samspili áætlana, raunkostnaðar, sjálfvirknivæðingar, hugbúnaðar, verkbókhalds, fjárhagsbókhalds og gæðakerfis Taka þátt í greiningu gagna og tillögugerð um árangursmælikvarða og framsetningu þeirra Taka þátt í hönnun og framsetningu ferla og gera tillögu um nýtt fyrirkomulag skilamata Hæfniskröfur: Áhugi á notkun hlutlægra mælikvarða til að meta árangur og stuðla að umbótum Frjó hugsun, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð Grunnþekking á fjárhagsbókahaldi og verkbókhaldi er kostur Skilningur á mikilvægi gagnagrunna og hvernig gögn skapa grunn að upplýsingum er kostur Skilningur verkferlum og gæðamálum Reynsla af byggingaframkvæmdum er kostur Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember. Kontakt Stækka mynd Kontakt og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins gegnum starfsþjálfun. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan fyrirtækisins. Kontakt er ein elsta sjálfstæða fyrirtækjaráðgjöf landsins og kemur að eigendaskiptum og endurskipulagningu fyrirtækja á hverju ári. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum og veitir víðtæka þjónustu á því sviði. Í því getur falist leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum, ráðgjöf við samningaviðræður, gerð kaupsamninga, áreiðanleikakönnun, fjárhaglega endurskipulagningu eða fjármögnun. Nemendur vinna undir leiðsögn verkefnastjóra. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Verðmat á fyrirtækjum Verkefni í fyrirtækjaráðgjöf Greining á viðskiptatækifærum Samantekt á atvinnugreinum Markaðsgreiningar Hæfniskröfur: Góð Excel kunnátta Góð kunnátta á PowerPoint Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. PwC Stækka mynd PwC í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til þess að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun á endurskoðunarsviði PwC. Í starfsþjálfun öðlast nemar haldbæra reynslu og fá innsýn inn í störf endurskoðenda. Unnið er undir handleiðslu reyndra sérfræðinga og fá nemendur tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum á sviði endurskoðunar og reikningsskila. Um leið og unnið er undir umsjón endurskoðenda eru nemendur í starfsþjálfun hvattir til virks samstarfs og frumkvæðis við verkefnavinnu. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Uppgjör minni aðila Skattframtalsgerð Kannanir Endurskoðun stærri viðskiptavina Hæfniskröfur: Áhugi á endurskoðun og reikningsskilum Góð þekking á Microsoft Excel Metnaður til að ná árangri í starfi Samskipta- og skipulagshæfni Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. Samkeppniseftirlitið Stækka mynd Samkeppniseftirlitið og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til þess að kynnast starfsemi stofnunarinnar. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan Samkeppniseftirlitsins. Nemendur vinna undir leiðsögn aðalhagfræðings og annarra sérfræðinga innan stofnunarinnar. Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Samkeppniseftirlitið fékk viðurkenningu sem ein af fimm fyrirmyndarstofnunum í sínum stærðarflokki á árinu 2019. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Söfnun gagna, tölfræðileg úrvinnsla og skrif Aðstoð við sérfræðinga stofnunarinnar Þátttaka í öðru þróttmiklu starfi Samkeppniseftirlitsins á sviði viðskiptafræði og hagfræði Hæfniskröfur: Góð þekking á fjármálum Gott vald á aðferðum í tölfræði og færni í úrvinnslu gagna Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna Hæfni í samskiptum og geta til að vinna undir álagi Færni til að tjá sig í ræðu og riti Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Áhugi á samkeppnismálum Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember. Vegagerðin Stækka mynd Vegagerðin og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri á að kynnast starfsemi Vegagerðarinnar í gegnum starfsþjálfunarstöðu á fjármálasviði Vegagerðarinnar. Í starfsþjálfun fá nemendur þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni í atvinnulífinu undir leiðsögn sérfræðinga á fjármálasviði. Nemandi í starfsþjálfun mun fyrst og fremst starfa með sérfræðingum greiningar og áætlanagerðar, en mun þurfa geta tekið að sér önnur tengd verkefni ef þörf krefur. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Greining og miðlun rekstrartengdra upplýsinga Áætlanagerð, eftirlit og vöktun á mælikvörðum og skýrslugjöf til stjórnar og stjórnenda Greining, umbætur og eftirlit með lykilferlum er varða rekstur og fjármál Hæfniskröfur: Grunnþekking í fjármálum Góð þekking á Microsoft Excel Góð íslensku- og enskukunnátta Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember. Össur - Rannsóknar og þróunardeild Stækka mynd Össur í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæritil þess að kynnast starfsemi alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar á Íslandi. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan fyrirtækisins. Nemendur vinna undir leiðsögn sérfræðinga Rannsóknar- og þróunardeildar. Þessi staða er í boði fyrir meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Greina gögn um beinan og óbeinan kostnað af þegar framkvæmdum rannsóknum viðsvegar um heiminn Þróa kostnaðarlíkön fyrir klínískar rannsóknir á lækningatækjum í mönnum Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Brennandi áhuga á rannsóknum Þekking á gagnavinnslu og kostnaðargreiningu- og áætlanagerð Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæði við úrlausn verkefna Góð hæfni í samskiptum Færni til að tjá sig í ræðu og riti Framúrskarandi enskukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. Össur - sílíkondeild Stækka mynd Össur í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ bjóða nemendum tækifæri til þess að kynnast starfsemi alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar á Íslandi. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan fyrirtækisins. Nemendur vinna undir leiðsögn sérfræðinga í Sílikondeild Össurar. ”Verkefnið felur í sér að rannsaka hvaða breytur hafa áhrif á möttun á sílíkonlínum sem settar eru á textíl á hulsum. Markmið verkefnis er að lágmarka möttunartíma með tilliti til viðeigandi þátta. Sem dæmi um breytur eru möttunarefni, hitastig, rakastig, súrefnismagn og tegund textíls. Mikil umbótatækifæri liggja fyrir í þessu spennandi verkefni.” Þessi staða er í boði fyrir meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Þátttaka í verkfræðiteymi Sílikondeildar Össurs Verkefni í tengslum við þróun á vörum Stuðningur við starfsfólk Sílikondeildar Össurs Önnur tilfallandi verkefni í Sílikondeild Össurs Hæfniskröfur: Brennandi áhugi á framleiðsluferlum, þróun vara og efnafræði Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna Góð samskiptahæfni Færni til að tjá sig í ræðu og riti Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. Stöður á sviði markaðsmála Artasan Stækka mynd Artasan í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi heilsuvörudeildar Artasan í gegnum starfsþjálfun. Starfsþjálfunarstaðan hefur upp á að bjóða spennandi verkefni og lærdóm sem mun nýtast vel í framtíðinni. Heilsuvörudeild Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á vítamínum og bætiefnum ásamt ýmis konar heilsutengdum vörum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða einungis hágæðavörur sem eru framleiddar af sérvöldum framleiðendum víðs vegar um heiminn þar sem einungis er notast við gæðahráefni. Markmið okkar er selja vörur sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Vörurnar eru seldar í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða og verslana. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Gerð markaðs-, kynningar- og fræðsluefnis í samstarfi við vörumerkjastjóra Sölu- og fræðslukynningar Umsjón með samfélagsmiðlum og markaðsstarfi með áhrifavöldum Stuðningur og samstarf við markaðsstjóra deildarinnar Hæfniskröfur: Áhugi á almennri heilsutengdum málefnum og áhrifum bætiefna á heilsuna Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Góðir samskiptahæfileikar og lausnarmiðað viðhorf Góð almenn tölvukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. BIRTA MEDIA Stækka mynd BIRTA MEDIA í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum sem hafa áhuga á markaðsmálum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. BIRTA MEDIA sér um stafrænar markaðslausnir og tekur meðal annars að sér vefsíðugerð, stafræna markaðssetningu og umsjón með samfélagsmiðlum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Verkefnin sem nemandinn tekur að sér verða fjölbreytt og hann fær innsýn í hvaða færni þarf að búa yfir til þess að ná árangri á stafrænum miðlum. Helstu verkefni: Markaðssetning á netinu Hugmyndavinna Eftirfylgni með samfélagsmiðlaplani Umsjón með Google og Facebook herferðum Gagnagreining Hæfniskröfur: Á auðvelt með að vinna í teymi Góð samskiptafærni Áreiðanleiki Sköpunargleði Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. Bónus Stækka mynd Bónus í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til þess að kynnast starfsemi Bónus í gegnum starfsþjálfunarstöðu í markaðsdeild fyrirtækisins. Í starfsþjálfun öðlast nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni í atvinnulífinu undir leiðsögn sérfræðinga. Nemandi í þessari stöðu mun vinna undir leiðsögn markaðsstjóra Bónus. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Gerð birtingaáætlana fyrir auglýsingaefni Bónus Umsjón samfélagsmiðla Skipulagning og útfærsla markaðsherferða Önnur tilfallandi verkefni í markaðsdeild Hæfniskröfur: Mikill áhugi á markaðsfræði og vörumerkjastjórnun Kostur ef hæfni er til staðar á myndvinnsluforritum eins og Adobe Photoshop og Indesign Gagnrýnin og skapandi hugsun Famúrskarandi íslenskukunnátta Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. Coca-Cola á Íslandi - Markaðssvið Stækka mynd Coca-Cola á Íslandi í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi markaðssviðs félagsins í gegnum starfsþjálfun. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks. Á markaðssviði Coca-Cola á Íslandi gefst starfsnemum kostur á að kynnast markaðsstarfi hjá einu stærsta fyrirtæki á neytendamarkaði. Störfin eru margvísleg í síbreytilegu umhverfi og miðað er við að viðkomandi taki þátt í öllum stigum markaðsstarfsins; greiningu sölugagna, markaðsáætlunargerðir söluáætlanir og framkvæmd og eftirfylgni aðgerða til að byggja upp ímynd vörumerkja, viðhalda þeirri ímynd og stuðla að aukinni sölu og hlutdeild. Starfsnemar taka virkan þátt í öllu starfi innan markaðssviðs. Þessi staða er í boði fyrir meistaranema í markaðsfræði sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Greiningarvinna á sölugögnum og hlutdeildartölum Aðstoð við áætlanagerð Aðstoð við gerð markaðsáætlana (brand plans) Þátttaka í viðburðum sem CCEP stendur að eða kostar Greining á viðburðum, áhrifum þeirra og eftirfylgni Ýmis önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur Skipulögð og sjálfstæð vinnubörgð Jákvætt viðhorf Brennandi áhugi á markaðsmálum Skapandi hugsun Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Creditinfo Stækka mynd Creditinfo í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum sem hafa áhuga á markaðsmálum og viðskiptaþróun tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. Creditinfo er leiðandi upplýsinga- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, fjölmiðlavöktun og ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni í atvinnulífinu, undir leiðsögn sérfræðinga. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Greining sölutækifæra fyrir tilteknar vörur Creditinfo Samskipti við tilvonandi viðskiptavini Greining á þörfum viðskiptavina Samantekt og kynning á sölutækifærum Hæfniskröfur: Áhugi á markaðsmálum og viðskiptaþróun Góð færni í greiningu gagna Gott skipulag og sjálfstæð vinnubrögð Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. KIWI Stækka mynd KIWI er stafræn auglýsingastofa, byggð fyrir núið. Hjá KIWI starfa snillingar í heildrænni stafrænni markaðssetningu til að hjálpa metnaðarfullum fyrirtækjum að skara fram úr í sínu markaðsstarfi. Við leggjum áherslu á að fara fram úr væntingum og búa til jákvæða, einstaka og minnisstæða þjónustuupplifun fyrir alla okkar viðskiptavini. Í starfsþjálfun hjá KIWI fá nemendur góða innsýn í heim starfrænnar markaðssetningar, unnið er undir leiðsögn tengiliða KIWI auk hönnuða og birtingadeildar. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Textasmíði fyrir viðskiptavini Útfæra efnisáætlanir fyrir samfélagsmiðla fyrir viðskiptavini Vinna með hönnuðum og ljósmyndara í efnisgerð Aðstoð á tökustað með framleiðsluteymi KIWI Skapandi hugmyndavinna fyrir viðskiptavini Samfélagsmiðla umsjón fyrir KIWI Hæfniskröfur: Góð íslensku kunnátta í rituðum máli Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð Brennandi áhugi á markaðsmálum, sköpun og samfélagsmiðlum Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands Stækka mynd Markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands leitar að nemanda sem hefur áhuga á að öðlast dýrmæta reynslu við miðlun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum og viðburðastjórnun. Unnið er með fjölbreyttum og reynslumiklum hópi starfsfólks að því að kynna starf skólans fyrir verðandi nemendum, háskólasamfélaginu og almenningi. Ef þú vilt læra meira þá höfum við pláss fyrir þig. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema í Viðskiptafræðideild sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Miðlun og markaðssetning á samfélagsmiðlum Aðstoð vegna viðburða Efnissköpun fyrir miðla sem skólinn heldur úti Ýmis önnur verkefni í vefmiðlun og upplýsingagjöf Hæfniskröfur: Góð þekking á markaðsfræði og vörumerkjastjórnun Mikill áhugi á samfélagsmiðlum og markaðssetningu Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. ENNEMM Stækka mynd Auglýsingastofan ENNEMM leitar að nemanda í starfsþjálfun. Helstu verkefni eru öflun og lestur gagna um neytendahegðun, markhópagreining, gerð birtingaáætlana og samantekt á árangri birtinga. Ef þú hefur mikinn áhuga á markaðsmálum og mannlegri hegðun, ættir þú að sækja um! Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember Iceland Innovation Week Stækka mynd Iceland Innovation Week og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemanda að kynnast starfsemi fyrirtækisins gegnum starfsþjálfun. Hjá Iceland Innovation Week starfa 5 aðilar og mun neminn koma til með að starfa náið með öllu teyminu og fá tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi nýsköpunar og kynnast þar með sprotasenunni ásamt almennu viðburðahaldi og markaðssetningu. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem lokið hafa 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Undirbúningur og skipulag fyrir hátíðina Markaðssetning á hátíðinni Þátttaka í hátíðinni (13-17 maí 2023) Hæfniskröfur: Áhugi á nýsköpun og viðburðarhaldi Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Góð íslensku- og enskukunnátta Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2023. Stöður á sviði stjórnunar og mannauðsstjórnunar 66° N Stækka mynd | Internship position at 66°N 66° Norður og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemanda að kynnast starfsemi fyrirtækisins í gegnum starfsþjálfunarstöðu á sviði mannauðsmála. Helstu verkefni eru m.a. skipulag deilda, aðstoð við gerð og uppfærslu á starfs- og árangurslýsingum og skilgreining ábyrgðarsviða. Viðkomandi vinnur verkefnið í samvinnu við forstjóra og aðra lykilstjórnendur fyrirtækisins. Þessi staða er í boði fyrir meistaranema í mannauðsstjórnun sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Yfirfara skipulag deilda með það að markmiði að hámarka framleiðni og samstarf milli deilda Aðstoða stjórnendur við gerð og uppfærslu starfs- og árangurslýsinga Skerpa á skilgreiningu ábyrgðarsviða stjórnenda og lykilstarfsmanna Uppsetning og innleiðing árangursmælinga Hæfniskröfur: Góð enskukunnátta Skipulögð vinnubrögð Reynsla af vinnu með árangursmælikvarða (KPI’s) Frumkvæðni Jákvæðni Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2023. Carbfix Stækka mynd Carbfix, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða meistaranemum í mannauðsstjórnun tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. Carbfix hefur það hlutverk að leggja verulega af mörkum til lausnar á loftslagsvanda heimsins með skölun og frekari þróun á kolefnisbindingu í bergi á heimsvísu. Það eru spennandi verkefni framundan hjá okkur og við erum að leita að metnaðarfullum starfsnema til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum á ört stækkandi vinnustað. Þessi staða er í boði fyrir meistaranema í mannauðsstjórnun sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Kortleggja ferla í tengslum við ráðningar erlendra sérfræðinga Gerð upplýsingabæklinga tengdum mannauðsmálum Þátttaka í skipulagningu viðburða Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Brennandi áhugi á mannauðsstjórnun Frumkvæði Sjálfstæð vinnubrögð Góð samskiptahæfni Framúrskarandi hæfni á íslensku og ensku Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Coca Cola á Íslandi Stækka mynd Coca-Cola á Íslandi í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi mannauðssviðs félagsins í gegnum starfsþjálfun. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks. Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi og er starfsfólk hvatt til að taka þátt í að fylgja henni eftir, sýna frumkvæði og vinna að sífelldum úrbótum. Á mannauðssviði Coca-Cola á Íslandi gefst starfsnemum kostur á að kynnast mannauðstarfi hjá einu stærsta fyrirtæki á neytendamarkaði í alþjóðlegu umhverfi. Störfin eru margvísleg í síbreytilegu umhverfi og miðað er við að viðkomandi taki þátt í sem fjölbreyttustum verkefnum innan mannauðssviðs. Helstu verkefni: Ráðningar Skráningar í kerfi Skráning og utanumhald um fræðslu Skipulagning á viðburðum fyrir starfsfólk Önnur mannauðstengd verkefni Hæfniskröfur: Skipulögð og sjálfstæð vinnubörgð Jákvætt viðhorf Hæfni í mannlegum samskiptum Brennandi áhugi á mannauðsmálum Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2024. Dagar Stækka mynd Dagar í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ vilja bjóða nemendum að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. Félagið er með fjölbreytta starfsemi og um 800 starfsmenn af 41 þjóðerni. Nemandi í þessari stöðu mun vinna undir leiðsögn mannauðsstjóra félagsins að krefjandi og skemmtilegum verkefnum við þróun mannauðsmála í stóru og fjölbreyttu fyrirtæki. Nemandi verður hluti af teymi mannauðsráðgjafa. Helstu verkefni: Ráðningar Skráningar í kerfi Skráning og utanumhald um fræðslu Skipulagning á viðburðum fyrir starfsfólk Önnur mannauðstengd verkefni Hæfniskröfur: Undirbúningur í námi sem hentar verkefnum Góð þekking á microsoft svítunni Framúrskarandi samskiptahæfni Nákvæm vinnubrögð og metnaður Færni til að vinna í teymi Áhugi á að starfa við mannauðsmál Virðing og áhugi fyrir fólki Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2024. Eimskip Stækka mynd Eimskip og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum að kynnast starfsemi fyrirtækisins í Fræðslu- og starfsþróunardeild sem tilheyrir Mannauðs- og samskiptasviði. Í starfsnáminu öðlast nemandi dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan fyrirtækisins, bæði á Íslandi og á skrifstofum okkar erlendis. Viðkomandi mun vinna undir handleiðslu yfirmanns Fræðslu og starfsþróunar og í samstarfi við aðra sérfræðinga í fyrirtækinu. Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks, en í heildina starfa 1700 manns af 45 þjóðernum hjá félaginu. Helstu verkefni: Fræðslu- og starfsþróunarmál fyrir Eimskip Ísland og Eimskip International Skipulagning og umsjón fræðsludagskrár og fræðsluviðburða Innri markaðssetning og gerð kynningarefnis fyrir stjórnendur og starfsfólk Mótun og þróun áhrifaríkra námskeiða og fræðsluefnis Skipulagning og almenn vinna við rýnihópa og greiningu fræðsluþarfa Að vinna að leiðtogaþjálfun og þjálfunaráætlunum stjórnenda Þátttaka í ýmsum verkefni á sviði fræðslu, starfsþróunar og mannauðsmála Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi Frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í vinnubrögðum Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku Færni í miðlun upplýsinga Áhugi á þróun og vexti einstaklinga og starfsþróunarmálum Reynsla af gerð myndefnis, myndvinnslu og fræðsluefnis er kostur en ekki skilyrði Jákvæðni, drifkraftur og vilji til að læra Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2024 Embla medical Stækka mynd Embla Medical býður áhugasömum nemanda sem vill kynnast mannauðsmálum í alþjóðlegu fyrirtæki tækifæri til þess að koma í starfsþjálfun hjá fyrirtækinu. Nemandinn mun fá dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunverulegum viðfangsefnum sem unnin eru innan fyrirtækisins. Helstu verkefni: Þátttaka í alþjóðlegu starfsþróunarteymi Emblu Medical (Learning & Development - Global) Verkefni í tengslum við innleiðingu á nýju starfsþróunar/fræðslukerfi Stuðningur við starfsfólk mannauðsdeildar Önnur tilfallandi verkefni á mannauðssviði Emblu Medical á Íslandi Hæfniskröfur: Brennandi áhugi á mannauðsmálum. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæðni við úrlausn verkefna Færni til að tjá sig í ræðu og riti Framúrskarandi íslensku og enskukunnátta Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 23.ágúst 2024. Hagvangur Stækka mynd Hagvangur og Viðskiptafræðideild Háskola Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. Hagvangur hefur leitt faglegar ráðningar á Íslandi síðan það tók til starfa árið 1971. Fyrirtækið hefur ávallt lagt áherslu á traust og trúnað, persónulega þjónustu og verið í hópi fyrirmyndarfyrirtækja síðustu ár. Nemandi í þessari stöðu mun vinna undir leiðsögn reyndra ráðgjafa. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Viðtöl við umsækjendur Greining og mat á umsóknum Gerð hæfnistaflna Öflun umsagna Ýmis ferlavinna Aðstoð í ráðgjafaverkefnum Hæfniskröfur: Undirbúningur í námi sem hentar verkefnum sem best Góð þekking á Microsoft Excel Framúrskarandi góð samskiptafærni Nákvæm vinnubrögð og samviskusemi Færni til að vinna í teymi Virðing og áhugi fyrir fólki Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandiuppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2023. RÚV Stækka mynd RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. RÚV tekur virkan þátt í íslensku menningarlífi með því að skapa, miðla og fjalla um öll svið menningar og lista. RÚV sýnir frumkvæði og djörfung í sköpun sinni, miðlun og umfjöllun. Stefna RÚV er að þar starfi fjölbreyttur starfshópur og hvetjum við áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun. RÚV býður nema að kynnast starfsemi félagsins með starfsþjálfunarstöðu á sviði mannauðsmála Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Yfirferð starfsheita og starfslýsinga ásamt því að kynnast verkefnum deildarinnar, s.s. aðstoð við ráðningaferli, fræðslumál og fleira. Hæfniskröfur: Áhugi, frumkvæði og jákvæðni. Mjög góð samstarfs- og samskiptafærni Vandvirkni og góð skipulagshæfni. Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2023. Sjóvá Stækka mynd Sjóvá og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemenda að kynnast starfsemi fyrirtækisins í gegnum starfsþjálfun. Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmtilegur hópur fólks sem kappkostar að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu. Viðskiptavinir Sjóvá eru ánægðustu viðskiptavinir íslenskra tryggingafélaga samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2023 og starfsánægja er með því mesta sem mælist hjá íslenskum fyrirtækjum. Verkefnin eru á sviði mannauðs og gæðamála felast meðal annars í innleiðingu á rafrænu fræðslukerfi og endurskoðun starfsmannahandbókar og nýliðaþjálfunar. Þessi staða er í boði fyrir meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Aðstoð við innleiðingu á rafrænu fræðslukerfi Þarfagreining fræðslu Endurskoðun starfsmannahandbókar Endurskoðun starfslýsinga Verkefni tengd nýliðaþjálfun og móttöku nýs starfsfólks Hæfniskröfur: Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun Þjónustulund og mikil samskiptahæfni Greiningarhæfni og nýsköpunarhugarfar Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2023. Travel Connect Stækka mynd Travel Connect í samstarfi við Viðskiptafræðideild HÍ býður nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins í gegnum starfsþjálfun. Travel Connect er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og leiðandi í þjónustu við erlenda ferðamenn á Íslandi. Travel Connect þjónustar átta öflug fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu við mannauðsstjórnun, fjármál, markaðssetningu og vöruþróun. Við bjóðum uppá framúrskarandi, vinnuumhverfi, sveigjanleika í vinnutíma, hundavænan vinnustað og hjólastólaaðgengi. Eftirfarandi deildir fyrirtækisins leita að starfsnemum: Bókhaldsdeild, mannauðsdeild og innkaupadeild. Við hvetjum öll sem uppfylla hæfniskröfur og hafa áhuga á skemmtilegu og alþjóðlegu umhverfi til þess að sækja um Við bjóðum: Dýrmæta reynslu í viðskiptalífinu og ferðaþjónustu Tækifæri til að stækka tengslanetið Stuðning og vinalegt vinnuumhverfi Hæfniskröfur: Færni í mannlegum samskiptum Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Góð tölvukunnátta Framúrskarandi enskukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Stöður á sviði nýsköpunar, sjálfbærni og umhverfismála Brim Stækka mynd Brim hf og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi leiðandi sjávarútvegsfyrirtækis með metnað í umhverfismálum. Brim tekur virkan þátt í að móta framtíð sjálfbærs sjávarútvegs byggða á nýsköpun, tækniþróun og sjálfbærni. Í starfsþjálfun fá nemendur þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan fyrirtækisins. Nemendur vinna undir leiðsögn sérfræðinga innan Brims. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Framsetning umhverfisupplýsinga Brims Innleiðing sjálfbærnireglugerða og skýrslugerð því tengt Sviðsmyndagreining Hæfniskröfur: Undirbúningur í námi sem hentar verkefnum best Framúrskarandi samskiptafærni Nákvæm vinnubrögð og samskiptafærni Færni til að vinna í teymi Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 17.desember 2023. KLAK - Icelandic Startups Stækka mynd KLAK Icelandic Startups og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast starfsemi félagsins gegnum starfsþjálfun. Í starfsþjálfun fá nemendur dýrmæta þjálfun og reynslu í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni sem unnið er að innan fyrirtækisins. Nemendur vinna undir leiðsögn verkefnastjóra. KLAK - Icelandic Startups er óhagnaðardrifið félag sem styður við samfélag frumkvöðla á Íslandi og eru skrifstofur fyrirtækisins í Grósku. KLAK keyrir árlega 3-4 viðskiptahraðla með mismunandi áherslum ásamt því að halda Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins. KLAK hjálpar sprotafyrirtækjum að vaxa innanlands og út fyrir landsteinana með því að hraða þróun þeirra og tengja þau við sérfræðinga, fjárfesta og aðra lykilaðila. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Hæfniskröfur: Áhugi á nýsköpun Góð kunnátta á gerð glærukynninga (Canva eða Powerpoint) Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð Góð mannleg samskipti Helstu verkefni: Aðstoð við almenna verkefnastýringu í verkefnum á vegum KLAK - Icelandic Startups. Þar á meðal er skipulag á vísindaferðum Gulleggsins í Grósku. Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunn og einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2024. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Stækka mynd Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bjóða nemendum tækifæri til að kynnast nýsköpunarumhverfinu á Íslandi í gegnum starfsþjálfun. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins var stofnaður með lögum árið 1997 og hefur í aldarfjórðung verið einn af hornsteinum nýsköpunar á Íslandi. Sjóðurinn fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum snemma á vegferð þeirra, leitar að markaðsbrestum í fjármögnun, mildar sveiflur og beitir sér þar sem aðstæður krefjast. Nýsköpunarsjóður tekur virkan þátt í nýsköpunarsamfélaginu og er t.d.einn eiganda Klaks, félagi í Framvís, einn skipuleggjanda Nýsköpunarþings og fleiri viðburða. Leitað er eftir nema sem mun sinna fjölbreyttum verkefnum, meðal annars greiningum á tækifærum og markaðsbrestum og skipulagningu átaksverkefna. Þessi staða er í boði fyrir grunnnema í Viðskiptafræðideild sem hafa lokið 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25) eða meistaranema sem hafa lokið 60 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Helstu verkefni: Skipulagning og vinna við átaksverkefni Greining á sprotafyrirtækjum í eignasafni NSA Greining á nýjum fjárfestingatækifærum Greining á mögulegum markaðsbrestum í fjármögnunarumhverfinu Hæfniskröfur: Góður skilningur og áhugi á nýsköpunarumhverfinu Góð hæfni og reynsla á sviði greiningarvinnu Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunnog einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2023. Paxflow Stækka mynd PaxFlow er sprotafyrirtæki sem vinnur að þróun hugbúnaðarlausna í ferðaþjónustu sem nýlega hlaut 300 milljóna króna fjármögnun frá Brunni Ventures til að þróa lausnina og auka vöxt hennar enn frekar á erlendum mörkuðum. PaxFlow leitar að drífandi viðskiptafræðinemum í starfsþjálfun hjá fyrirtækinu sem vilja fá tækifæri til að kynnast rekstri og framgangi í fjármögnuðu sprotafyrirtæki með metnaðarfull markmið. Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild sem lokið hafa 120 ECTS einingum með fyrstu einkunn (7,25). Í boði eru fjölbreytt verkefni fyrir einstakling sem hefur brennandi áhuga á nýsköpun og rekstri sprotafyrirtækja m.a. á sviði viðskipta- og markaðsgreininga s.s. markahópagreining, greining markaða (innanlands og erlendis) og greining á viðskiptatækifærum. Hæfniskröfur: Brennandi áhugi fyrir nýsköpun, tækni og rekstri sprotafyrirtækja Framkvæmdageta til að sinna verkefnum frá upphafi til loka Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Tilbúi/n/n/ð til að takast á við fjölbreytt verkefni á sviði viðskipta Vera fljót(ur) að læra og tileinka sér nýja þekkingu Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar Frumkvæði, drifkraft og metnað til að standa sig vel Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Umsóknir skal senda á vidskipti@hi.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir nánar áhuga sinn á stöðunni og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Einnig þarf að senda með skjáskot af Uglu sem staðfestir einkunnog einingafjölda. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2023. Handbók um starfsþjálfun Í handbók um starfsþjálfun er að finna nytsamlegar upplýsingar sem nýtast nemendum í upphafi starfsþjálfunar. Handbók um starfsþjálfun Umsagnir stjórnenda um starfsþjálfun Það var frábært að fá tækifæri til að vera í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og vinna með starfsnema þetta haustið. Við vorum að leita að nemanda sem hefur brennandi áhuga á mannauðsmálum og hefur samstarfið gengið mjög vel. Þeir nemendur sem verið hafa í starfsþjálfun hjá okkur hafa fengið verðmæta innsýn í þær starfsaðstæður sem sköpuðust á árinu 2020 vegna heimsfaraldurs og það verður gaman að fylgjast með þeim vaxa í starfi í framtíðinni. Við viljum þakka nemendum og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til að fá fleiri nemendur í framtíðinni. Vala Jónsdóttir, HR business partner hjá Össur Hf. ,,Við hjá PwC erum virkilega ánægð með samstarfið við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um móttöku nema í starfsþjálfun. PwC hefur ávallt lagt ríka áherslu á sterk tengsl við fræðisamfélagið og er þetta samstarf því góð staðfesting á því. Ánægjulegt er að geta boðið nemum í grunnnámi tækifæri til þess kynnast starfi endurskoðenda betur og eiga kost á því að efla færni sína hjá okkur. Starfsnámið gefur háskólanemum gott tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og fá tækifæri til að kynnast starfsemi endurskoðenda áður en tekin er ákvörðun um frekara nám eða sérsvið. PwC hlakkar til að taka á móti fleiri starfsnemum frá Viðskiptafræðideild“. Katrín Ingibergsdóttir mannauðsstjóri PwC ,,Samstarfið við Viðskiptafræðideildina hefur gengið mjög vel. Við vorum ánægð með ferlið og hversu lítið flækjustig var á ferlinu. Starfsneminn okkar stóð sig með prýði. Hún var mjög skilningsrík yfir því að geta verið lítið á vinnustaðnum. Hún var mjög sjálfstæð en var dugleg að sækja sér aðstoð þegar þörf var á. Við erum almennt mjög ánægð með þetta allt saman og hlökkum til að taka á móti næsta starfsnema á næsta ári. Vonandi fáum við betra tækifæri á því að kynna vinnustaðinn betur, þar sem viðvera starfsmanna hefur verið mjög takmörkuð síðastliðna mánuði“. Sigurður Möller sérfræðingur í áætlanagerð og greiningu hjá Vegagerðinni Umsagnir nemenda um starfsþjálfun ,,Starfsþjálfunin hjá Bónus uppfyllti allar væntingar mínar og gott betur en það. Við fengum fleiri og fjölbreyttari verkefni hjá markaðsdeild Bónus heldur en ég hafði búist við áður en ég kom inn. Starfsþjálfun fær mann klárlega til að horfa með öðrum augum á þau námskeið sem maður situr í Háskólanum þar sem maður áttar sig betur á því hvað námsefnið og verkefnin eru virkilega að undirbúa mann fyrir atvinnulífið svo maður geti sinnt ýmsum störfum á sem bestan hátt. Ein helsta ástæðan fyrir því að ég valdi að taka MS nám í viðskiptafræði er sú hvað það er hægt að velja sjálfur nánast alla áfanga sem eru í náminu, sem hentaði mér vel því ég hef afar fjölbreytt áhugamál á ýmsum sviðum. Ef ég hefði vitað hvað það er skemmtilegt að starfa við markaðsmál þá hefði ég eflaust valið fleiri námskeið sem heyra undir markaðsfræðina og myndu þá undirbúa mig betur fyrir störf á þeim vettvangi“. Ólafur Frímann Kristjánsson viðskiptastjóri hjá Icelandair Cargo ,,Ég tók starfsþjálfun í BS náminu og þar fékk ég innsýn inn í fyrirtækjarekstur og áskoranir sem mæta stórum og smáum fyrirtækjum á Íslandi. Ég lærði að fyrirtækin sem tengjast bláa hagkerfinu á Íslandi eru fjölbreytt eins og þau eru mörg. Ég hef öðlast aukna kunnáttu á sviði hringrásarhagkerfis og aukinn skilning á mikilvægi tengslamyndunar og klasastarfsemi. Ég lærði að það er gott að hafa opinn huga þegar maður vinnur í nýksköpunarumhverfi því maður veit aldrei hverjir geta mögulega náð saman um samstarf eða hvaða lausnirnar koma.Námið undirbjó mig nokkuð vel undir starfsnámið. Það sem nýttist best var kúrsinn Rekstur í sjávarútvegi sem ég tók samhliða starfsnáminu og jók skilning minn á viðfangsefninu jafnt og þétt. Reynsla mín af starfsnámi Sjávarklasans var mjög góð. Ég fékk krefjandi og metnaðarfull verkefni og mér var treyst til þess að inna þau af hendi. Viðmót starfsfólks Sjávarklasans var einstaklega gott og mér leið vel á skrifstofunni. Ég hef meiri áhuga á nýsköpun eftir starfsnámið og kynntist þeim verðmætum sem eru fólgin í bláa hagkerfinu fyrir landið. Árangursrík frumkvöðlastarfsemi veltur á því að fá góða hugmynd en einnig að koma henni í réttan farveg“. Valgerður Árnadóttir, meistaranemi í fjármálum í Háskóla Íslands ,,Ég fór í starfsþjálfun hjá Samkaupum í meistaranámi mínu. Starfsþjálfunin stóð svo sannarlega undir væntingum og gott betur. Ég var vel undirbúin fyrir starfsþjálfunina og hafa allir þeir áfangar sem ég hef lokið í mastersnáminu komið að miklu gagni. Stærsti ávinningur minn í þessari starfsþjálfun hefur einmitt verið að fá tækifæri til að hlusta og læra af ólíkum hópi fólks sem hvert og eitt spilar mikilvægt hlutverk í rekstri fyrirtækisins. Að fá tækifæri til að para námsefnið við raunaðstæður, setja gögn upp í líkön og tímalínur til að sjá hvernig stefnumarkandi þættir hafa áhrif hver á annan. Stór ávinningur fyrir mig hefur einnig verið að ná að mynda tengsl við það atvinnulíf sem ég sækist eftir að starfa í. Notaði ég tækifærið og tengdist ég því starfsfólki Samkaupa sem ég hafði verið í samskiptum við í tengsla-appinu LinkedIn“. Erna María Jensdóttir sjálfstætt ráðgjafi og frumkvöðull ,,Ég fór í starfsþjálfun í grunnnámi mínu í Háskóla Íslands hjá Kiwi. Ég lærði heilan helling á meðan ég var í starfsþjálfuninni og gat nýtt mér margt úr náminu. Það sem stóð upp úr varð að skapa mitt eigið vörumerki og byggja það upp bæði með efnissköpun og markaðsáætlun. Starfsþjálfunin hjá Kiwi uppfyllti allar væntingar mínar og er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri. Ég hef lært gríðalega mikið og það hjálpaði mér mikið á þessum tíma að vera á vinnustað eins og Kiwi þar sem hlutirnir eru að gerast og það gagnast mér enn í dag. Það var mjög gott að geta sett þetta á ferilskránna eftir grunnnámið og er þekking og reynsla sem hefur nýst mér mjög vel“. Sunneva Eir Einarsdóttir, hlaðvarpsstjórnandi og þáttastjórnandi á Stöð2 Ef þitt fyrirtæki vill fá nemendur í starfsþjálfun Viðskiptafræðideild er í samstarfi við um 50 félagasamtök, fyrirtæki, ráðuneyti og stofnanir. Nemendur í grunnnámi eru 150 klukkustundir í starfsþjálfun og meistaranemar 200 klukkustundir. Útfærsla er samkvæmt samkomulagi nemenda og stjórnenda en starfsþjálfuninni þarf að ljúka innan 12 vikna frá því að hún hefst. Mikilvægt er að nemendurnir fái tengilið og góða þjálfun í vinnubrögðum innan fyrirtækisins. Ef þú hefur áhuga á að bjóða upp á starfsþjálfun endilega hafðu samband hér og umsjónaraðili starfsþjálfunar mun svara þér. Upplýsingar fyrir nemendur sem ætla að sækja um starfsþjálfunUmsóknarferli starfsþjálfurnar Auglýsingar um starfsþjálfun koma inn á heimasíðu Viðskiptafræðideildar, Facebook síðu deildar og á Tengslatorg. Búið er að opna fyrir umsóknir fyrir vormisseri 2024. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember Með umsókn þarf að fylgja: Ferilskrá Kynningarbréf Afrit af einkunnum og einingum af Uglu. Það má sækja um fleiri en eina stöðu. Umsóknir skulu sendar á vidskipti@hi.is. Gerð ferilskráa og kynningarbréfa Mikilvægt er að vera með flotta og vel framsetta ferilskrá og kynningarbréf þar sem að það eru aðal tólin til þess að koma sér á framfæri og auka líkur á að hljóta starf. Mikil samkeppni er um störf og því er mikilvægt að vanda til verkavið gerð ferilskráa og kynningarbréfa til þess að vekja áhuga atvinnuveitenda og skara framúr hinum umsækjendunum. Gerð ferilskráa Það borgar sig að gefa sér góðan tíma við gerð ferilskráa og huga vel að efnisinnihaldi, uppsetningu og málfari. Uppsetning þarf að vera skýr og upplýsingarnar hnitmiðaðar. Ferilskráin er þitt markaðstól til þess að hljóta starfið. Hún þarf að vera grípandi og vekja áhuga vinnuveitenda. Tillaga að uppsetningu Fyrst skref er að velja flott sniðmát fyrir ferilskrána. Það er til dæmis hægt að fá ókeypis sniðmát inni á vefsíðunni canva.com/resume/templates. Efst þarf að koma skýrt fram persónuupplýsingar svo sem nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang þannig að auðvelt er að hafa á samband við umsækjandann. Setjið fram snyrtilega mynd. Þar fyrir neðan eru settar inn upplýsingar um menntun og reynslu. Stillið upp þeirri menntun sem að var kláruð síðast efst og svo eftir öfugri tímaröð. Þar þarf að koma fram heiti skóla, gráðu og útskriftarár. Ef námi er ólokið. Setjið þá ólokið fyrir aftan gráðuna. Upplýsingar um starfsreynslu. Þar þarf að koma fram vinnustaður, starfsheiti og starfstímabil. Hér er gott að greina frá helstu verkefnum í stuttu máli í hverju starfi. Byrjið á að setja fram það starf sem þið eruð í núna eða störfuðu síðast við. Ekki er nauðsynlegt að tilgreina öll þau störf sem að hafa verið unnin heldur er gott að setja fram þau störf sem henta þeirri reynslu sem óskað er eftir í starfsauglýsingunni. Undir aðrar upplýsingar eru settar fram til dæmis tölvukunnátta sem geta nýst í starfi, tungumálakunnátta, félagastörf, áhugamál eða greinaskrif eða annað sem getur verið til framdráttar. Mikilvægt er að vera með allavega tvo meðmælendur úr fyrri störfum. Setjið fram nafn, stöðu, símanúmer og netfang viðmælanda. Kynningarbréf Kynningarbréfið er annað mikilvægt markaðstól og gott er að eiga vel skrifað kynningarbréf sem hægt er að laga að því starfi sem sótt er um hverju sinni. Hér er markmiðið vekja athygli vinnuveitanda og sýna fram á hvernig hæfni og reynsla sem umsækjandi hefur orðið sér út um muni skila sér í starfinu. Í upphafi skal tilgreina hvaða starf verið er að sækja um og taka fram hvers vegna það vekur áhuga. Í framhaldi ætti umsækjandi að tilgreina í stuttu máli hvaða eiginleika hann hefur uppá að bjóða sem getur gagnast fyrirtækinu og stöðunni. Ef umsækjandi hefur menntun, reynslu eða hæfni úr öðrum störfum sem getur nýst, þá er mikilvægt að taka það fram með skýrum hætti hvernig sú reynsla mun koma sér vel í því starfi. Mikilvægt er passa uppá að telja fram allt sem getur verið til framdráttar og tala jákvætt um sjálfan sig. Viðeigandi lengd kynningarbréfs er um ein blaðsíða. Hægt er að leita til náms og starfsráðgjafar Háskóla Íslands fyrir nánari aðstoð við gerð ferilskráa og kynningarbréfa. Fréttir og greinar um starfsþjálfun „Starfsþjálfun gerir deildina eftirsóknarverðari kost“: Reynsla af starfsþjálfun í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Fyrsti starfsþjálfunarsamningurinn í 82 ára sögu deildarinnar Geta nú fengið starfsþjálfun sem hluta af námi Innan FKA er verið að vinna mjög öflugt félagsstarf Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðunum Samkeppniseftirlitið býður nemendur velkomna í starfsþjálfun Starfsþjálfun og sjávarútvegsnámskeið vendipunktar í lífi nema Umsögn um starfsþjálfun Viðskiptafræðideildar facebooklinkedintwitter