Skip to main content

Afbrotafræði

Afbrotafræði

Félagsvísindasvið

Afbrotafræði

MA – 120 einingar

MA nám í afbrotafræði er ný námsleið þar sem meðal annars er lögð áhersla á afbrot og ýmisskonar frávikshegðun, réttar- og löggæslukerfið, lög og réttlæti, ásamt stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.

Námið er kennt á ensku.

Skipulag náms

X

Leiðangur meistaranema I: Lagt úr höfn (FÉL302F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að leggja almennan grunn fyrir meistaranám í félagsfræði, aðferðafræði og afbrotafræði. Fjallað verður um námsbrautina, kennara hennar og fræðasamfélagið almennt. Nemendur munu ræða ýmis rannsóknarefni og möguleg viðfangsefni meistararitgerða sinna. Verkefni í námskeiðinu munu snúast um fjölbreytileika og stigveldi ritrýnda tímarita, markvissa notkun Web of Science og gervigreindar og gagnrýnið mat á ritrýndum fræðigreinum. Í lok námskeiðsins skila nemendur skriflegu lokaverkefni og kynna það munnlega.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Bryndís Jónsdóttir
Bryndís Jónsdóttir
Afbrotafræði, MA

Afbrotafræðin var fyrir mér eðlilegt framhald eftir að hafa klárað BA í lögreglufræði. Þetta er áhugavert og fjölbreytt nám sem gaf mér tækifæri til að dýpka þekkingu á sviði sem ég hef brennandi áhuga á. Námið þróaði mig sem rannsakanda og bauð einnig upp á starfsnám sem reyndist mér mjög gagnlegt.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.