Skip to main content

Læknisfræðileg verkfræði

Læknisfræðileg verkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Læknisfræðileg verkfræði

BS –

Læknisfræðileg verkfræði (e. Medical Engineering) er vinsælt fagsvið sem hefur verið í miklum vexti og þróun undanfarin ár.

Læknisfræðileg verkfræði er kjörsvið innan Rafmagns- og tölvuverkfræði og er sótt um sem námsleið í Rafmagns- og tölvuverkfræði.

Síðustu ár hefur orðið sprenging í þróun verkfræðilausna til að bæta læknisþjónustu og eru gríðarmikil tækifæri til frekari framþróunar.

Í námi í læknisfræðilegri verkfræði fá nemendur að kynnast því hvernig aðferðafræði rafmagns- og tölvuverkfræði er notuð til þess að þróa lausnir á læknisfræðilegum vandamálum.

Skipulag náms

X

Eðlisfræði 1 V (EÐL102G)

Markmið: Að kynna nemendum aðferðir og grundvallarlögmál aflfræði, stöðufræði og bylgjufræði til þeirrar hlítar að þeir geti beitt þeim við lausn dæma. Námskeiðinu er m.a. ætlað að vera undirstaða í þessum greinum fyrir frekara nám í verkfræði.

Námsefni: Hugtök, einingar, tölur, víddir. Vigrar. Gangfræði. Hreyfifræði agna, tregða, kraftar og lögmál Newtons. Núningur. Vinna og orka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, árekstrar. Agnakerfi, massamiðja. Snúningur stjarfhlutar. Hverfiþungi og hverfitregða. Stöðufræði. Þyngd. Storka og straumefni, jafna Bernoullis. Sveiflur: Hreinar, deyfðar og þvingaðar. Bylgjur. Hljóð.

Verklegt: Gerðar eru 3 verklegar æfingar þar sem viðfangsefnin eru einkum sótt í aflfræði og áhersla lögð á að kynna nemendum verklag við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna.  Nemendur skila vinnubókum fyrir verklegu æfingarnar og fá einkunn.

Athugið að kennslubókin er aðgengileg nemendum í gegnum Canvas án endurgjalds.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hulda Herborg Rúnarsdóttir
Hulda Herborg Rúnarsdóttir
Nemandi í rafmagns- og tölvuverkfræði - læknisfræðilegri verkfræði

Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að velja læknisfræði eða verkfræði eftir menntaskólann. Fannst mér því tilvalið að blanda þessum greinum saman og skrá mig í læknisfræðilega verkfræði í HÍ. Mikil framþróun er í gangi í þróun nýrra tækja og aðferða til dæmis við greiningu og meðferð sjúkdóma. Þetta er stækkandi grein sem veitir ótal starfsmöguleika eftir útskrift. Námið er krefjandi en ótrúlega skemmtilegt og áhugavert. Ég er í litlum bekk svo stemningin minnir mig mikið á MR. Aðgengi að kennurum er mjög gott og kennslan verður þar af leiðandi miklu persónulegri. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla sem hafa áhuga á að blanda saman þekkingu á mannslíkamanum og verkfræðilegum aðferðum til að leysa hin ýmsu verkefni.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.