Skip to main content

Talmeinafræði

Talmeinafræði

Þverfræðilegt framhaldsnám

Talmeinafræði

MS – 120 einingar

Í meistaranámi í talmeinafræði er fjallað um frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund, stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskiptafærni.

Skipulag náms

X

Taugalíffærafræði fyrir talmeinafræði (TAL101F)

Í námskeiðinu verða skoðuð tengsl taugavísinda og talmeinafræði. Farið verður yfir miðtaugakerfið, taugafrumur, skynbörk, hreyfikerfi, heilataugar, blóðflæði og heilavökva. Heilabörkur og æðri heilastarfsemi verða tekin fyrir ásamt rödd, sjón, heyrn og jafnvægi. Loks verða skoðaðar ýmsar leiðir til myndgreiningar á heila.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sigfús Helgi Kristinsson
Heiða D. Sigurjónsdóttir
Anna Lísa Benediktsdóttir
Logi Pálsson
Sigfús Helgi Kristinsson
Talmeinafræðingur

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tungumálum, sér í lagi hvernig við tileinkum okkur tungumál fyrirhafnarlaust í bernsku. Þar fyrir utan hef ég alltaf haft áhuga á taugafræði og líffræði mannsins. Fyrir mér lá því beinast við að sameina þessi áhugasvið og leggja stund á nám í talmeinafræði. Námið var bæði stórskemmtilegt og krefjandi. Þar er samofin bein þekkingaröflun á máli og tali og hagnýting þekkingar, þ.e. hvernig megi með sem skilvirkustum hætti greina og veita meðferð við tal- og málmeinum og ekki síður hvernig megi haga frekari þekkingaröflun til eflingar í starfi. Þrátt fyrir allt vakti námið í raun fleiri spurningar hjá mér en það svaraði og hygg ég á frekari sérhæfingu í greininni. Ég tel námið hafa veitt mér styrkan grunn til að halda áfram í sérhæft nám (doktorsnám í talmeinafræði við háskólann í Suður-Karólínu í USA) og í framhaldinu starfsframa í grein sem er í stöðugri mótun og þróun.

Hafðu samband

Talmeinafræði
Nýi Garður
Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími:  525 4808
Netfang: talmein@hi.is

Umsjónaraðilar námsleiðar: 
Aníta Guðný Gústavsdóttir
Netfang: angu@hi.is
Jóhanna Thelma Einarsdóttir
Netfang: jeinars@hi.is
Þóra Másdóttir
Netfang: tm@hi.is

Stapi

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.