Skip to main content

Lýðheilsuvísindi

Lýðheilsuvísindi

Þverfræðilegt framhaldsnám

Lýðheilsuvísindi

MPH – 120 einingar

Meistaranám í lýðheilsuvísindum er fjölbreytt og hagnýtt nám þar sem áhersla er á undirstöðuþekkingu á áhrifaþáttum heilbrigðis og forvörnum.

Nemendur fá þjálfun í aðferðum og túlkun rannsókna á heilsufari og áhrifavöldum þess og skilning á beitingu heilsueflandi aðgerða.

Skipulag náms

X

Lýðheilsa: Vísindi, stjórnmál, forvarnir (LÝÐ101F)

Í námskeiðinu er farið yfir skilgreiningar, sögu, markmið, gildissvið, siðfræði og aðferðir lýðheilsuvísinda svo og íslensk- og alþjóðleg lög og sáttmála sem tengjast lýðheilsu. Nokkur áhersla er lögð á lýðheilsu og heilbrigðisvísa í alþjóðlegu samhengi en einnig á íslenska heilbrigðiskerfið, stjórnun og fjármögnun þess svo og samanburð við heilbrigðiskerfi annara þjóða. Ennfremur er farið yfir söfnun heilbrigðisupplýsinga á Íslandi sem á alþjóðavísu og nýtingu þeirra til rannsókna og stefnumótunar í heilbrigðismálum. Einnig er lögð áhersla á þau svið lýðheilsu sem eru á döfinni hverju sinni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Heiðrún Hlöðversdóttir
Friðgeir Andri Sverrisson
Hjördís Lilja Lorange
Heiðrún Hlöðversdóttir
Framhaldsnám í lýðheilsuvísindum

Sú þverfaglega nálgun sem meistaranám í lýðheilsuvísindum byggir á, þótti mér afar spennandi valkostur. Bakgrunnur minn í sálfræði kom sér vel þar sem námið byggir mikið á tölfræði og aðferðafræði rannsókna.

Námið hefur veitt mér góða innsýn inn í störf annarra fagstétta á heilbrigðissviði, bæði í gegnum kennara og samnemendur með ólíkan bakgrunn og menntun.

Helstu kostir námsins að mínu mati eru að nemendur geta valið úr fjölda valnámskeiða og þannig mótað námið eftir eigin áhugasviði.

Hafðu samband

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Sturlugata 8, 102 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is 

Opið mánu- til fimmtudaga 10-16 og föstudaga 10-12.

Fylgstu með okkur
 Facebook Logo Twitter PNG, Logo Twitter Transparent Background - FreeIconsPNGTwitter

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.