Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði - Lokapróf á meistarastigi

Uppeldis- og menntunarfræði - Lokapróf á meistarastigi

Menntavísindasvið

Uppeldis- og menntunarfræði

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

60 eininga nám á meistarastigi sem er hugsað fyrir þau sem vilja efla tengsl við vettvang og bæta við sig námi á meistarastigi án þess að fara í fullt meistaranám. Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnnámi með fyrstu einkunn. Námið er skipulagt sem staðnám eða sveigjanlegt nám. Fjarnám.

Boðið er upp á fjögur kjörsvið, Áhættuhegðun og velferð ungmenna, Farsæld og fjölbreytt samfélag, Fræðslustarf og mannauðsþróun, og Jafnréttismenntun.

Skipulag náms

X

Réttindi barna og samtímaógnir (UME203M)

Námskeiðið setur barnið í forgrunn, velferð þess og réttindi í daglegu lífi. Þessir þættir eru skoðaðir í tengslum við nærumhverfi barnsins; fjölskyldulíf, skólastarf, tómstundir, félagsleg tengsl og þátttöku, andlega og líkamlega líðan, ofbeldi og vernd og félags- og efnahagslega stöðu. Áhersla er á samfélagslega umgjörð í málefnum barna en einnig á úrræði og stuðning með hliðsjón af fjölbreytileika og stöðu barna og ungmenna sem upplifa að vera berskjölduð eða finna sig á jaðri samfélagsins. Hugtök tengd líðan, farsæld og réttindum barna verða skoðuð á gagnrýninn hátt, út frá sjónarhorni bernskufræða og í ljósi samtímaáskorana. Fjallað verður um innlenda, norræna og alþjóðlega stefnumótun í málefnum barna og unglinga og sú stefna skoðuð í ljósi nýrra áherslna á farsæld í menntastefnu bæði hér á landi og erlendis.  Nemendur öðlast þjálfun í að greina þætti sem ýta undir eða draga úr velfarnaði barna og ungmenna og fá tækifæri til að nota ný íslensk rannsóknargögn í verkefnavinnu námskeiðsins.

Misserinu er skipt í sjö einingar eftir efnisflokkum og eru fimm þeirra flokkarnir sem mynda mælaborð um farsæld barna. Nemendur velja sér einn þeirra og vinna verkefni námskeiðsins innan þess flokks í því skyni að dýpka þekkingu sína og skilning á völdu sviði. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Almenn kynjafræði (KYN101F, UME004M)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M)

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu

Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Móey Pála Rúnarsdóttir
Móey Pála Rúnarsdóttir
Uppeldis- og menntunarfræði, MA

Ég hef alltaf haft áhuga á því að vinna með börnum og öllu sem viðkemur börnum. Ég valdi námið upphaflega vegna þess að mig langaði ekki að festa mig alfarið við kennslu. Uppeldis- og menntunarfræðin opnaði fyrir mér margar dyr og hef ég starfað á barnaspítala, í leikskóla og við innleiðingu námsstefnu í skóla erlendis. Svo þetta nám býður heldur betur upp á fjölbreytta og skemmtilega möguleika.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.