Hádegisfundur TVE: Þjóðleg fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga
Lögberg 101
Þriðjudaginn 11. október kl. 12-13 stendur TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, að opnum hádegisfundi. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Fundargestum er boðið að þiggja léttar veitingar á Litla torgi að fundi loknum.
Á fundinum kynnir Gylfi Magnússon grein hans, Simonu Vareikaité og Ingu Minelgaité um þjóðlega fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga. Greinin birtist í nýjasta hefti TVE en nálgast má greinar tímaritsins á vefslóðinni www.efnahagsmal.is. Í greininni er fjallað um hvernig aukinn fjölbreytileiki íslensks vinnumarkaðar hvað þjóðerni varðar endurspeglast illa í félagsstjórnum íslenskra hlutafélaga og niðurstöður greindar í ljósi kenninga um fjölbreytileikastjórnun. Stjórnarmönnum af erlendum uppruna hefur þó fjölgað ört hlutfallslega undanfarin ár en talsverður munur er milli atvinnugreina hvað þetta varðar.
Gylfi Magnússon er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs, mun bregðast við erindi Gylfa.
Fundarstjóri er Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands sér um skipulag fundarins fyrir hönd TVE.
Fundurinn fer fram á íslensku.
Öll velkomin.
Þriðjudaginn 11. október kl. 12-13 stendur TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, að opnum hádegisfundi. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Fundargestum er boðið að þiggja léttar veitingar á Litla torgi að fundi loknum.