Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði

Uppeldis- og menntunarfræði

Menntavísindasvið

Uppeldis- og menntunarfræði

MA – 120 einingar

Í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði búa nemendur sig undir fjölbreytileg störf við rannsóknir á sviði uppeldis og kennslu, menntunar og umönnunar eða störf þar sem rannsóknir eru nýttar við stefnumótun og stjórnun í skólakerfinu sem og annars staðar í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á sveigjanlegt nám meðal annars til að koma til móts við nemendur sem vilja stunda nám samhliða vinnu. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Kennsla og hönnun námsrýmis til að mæta þörfum skynsegin nemenda (MAL004F)

Í námskeiðinu verður fjallað um einhverfu, taugafjölbreytileika og skynsegin (e. neurodivergent) börn í skólakerfinu. Fjallað verður um margvísleg sjónarhorn og leiðir til að skilja einhverfu og taugafjölbreytileika/skynsegin. Fjallað verður um leiðir til að mæta skynsegin einstaklingum og styðja þá til þátttöku í því sem fram fer innan leik-, grunn – og framhaldsskóla, bæði hvað varðar aðferðir og hönnun námsrýmis. Í þeim efnum er sérstaklega horft til inngildandi menntunar, algildrar hönnunar, persónumiðaðrar nálgunar og félagslegs sjónarhorns í námi og kennslu. Markmið námskeiðs er að efla hæfni þátttakenda til að mæta þörfum og skynsegin nemenda innan inngildandi menntakerfis. 

Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, umræður og hópavinna. Skyldumæting er í námskeiðið sem er kennt í stað – og fjarnámi. Nemendur sem eru í fjarnámi taka þátt í rauntíma á netinu. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt og með tilliti til hagnýtingar er mikilvægt að nemendur mæti eða taki þátt í rauntíma til að hámarka námsupplifun. Yfir önnina er einnig unnið jafnt og þétt í Canvas.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Gagnvirk og eflandi menntun I (UME001M, UME007M)

Námskeiðið gagnvirk og eflandi menntun er tækifæri til að læra hagnýta þætti kennslu, miðlunar og skapandi vinnu með hópum. Námskeiðið er opið öllum nemendum Háskóla Íslands og í gegnum Endurmenntun HÍ einnig öðrum. Það er boðið bæði haust og vor. Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að nemendur taka stutt hagnýt færninámskeið þar sem unnið er með margvíslegar aðferðir í kennslu, miðlun og lóðsun (sbr. lista fyrir neðan) og ljúka námskeiðinu með því að ljúka a.m.k. þremur færninámskeiðum.

Færninámskeiðin skiptast í fjóra flokka og getur nemandi ýmist tekið námskeið úr ólíkum flokkum eða einbeitt sér að námskeiðum í einum flokki.

Gagnvirk og eflandi kennsla

  • Fagmannleg samskipti í fræðslu og samvinnu
  • Fjölbreyttar aðferðir til að virkja þátttakendur
  • Leiðbeinandinn sem samferðamaður / lóðs (facilitator)

Framsetning námsefnis

  • Lifandi og áhrifarík framsögn
  • Sýnileg framsetning við fundi og fræðslu

Lýðræðislegar og skapandi aðferðir

  • Open Space Technology
  • Miðlunaraðferðin
  • World Café
  • Skapandi lausnaleit (Creative Problem Solving)

Upplýsingatækni til fræðslu og gagnvirkni

  • Notkun Upplýsingatækni við nám og kennslu
  • Áhrifarík kennsla með fjarfundabúnaði
  • Gerð kennsluefnis með hljóð og mynd
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla og hönnun námsrýmis til að mæta þörfum skynsegin nemenda (MAL004F)

Í námskeiðinu verður fjallað um einhverfu, taugafjölbreytileika og skynsegin (e. neurodivergent) börn í skólakerfinu. Fjallað verður um margvísleg sjónarhorn og leiðir til að skilja einhverfu og taugafjölbreytileika/skynsegin. Fjallað verður um leiðir til að mæta skynsegin einstaklingum og styðja þá til þátttöku í því sem fram fer innan leik-, grunn – og framhaldsskóla, bæði hvað varðar aðferðir og hönnun námsrýmis. Í þeim efnum er sérstaklega horft til inngildandi menntunar, algildrar hönnunar, persónumiðaðrar nálgunar og félagslegs sjónarhorns í námi og kennslu. Markmið námskeiðs er að efla hæfni þátttakenda til að mæta þörfum og skynsegin nemenda innan inngildandi menntakerfis. 

Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, umræður og hópavinna. Skyldumæting er í námskeiðið sem er kennt í stað – og fjarnámi. Nemendur sem eru í fjarnámi taka þátt í rauntíma á netinu. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt og með tilliti til hagnýtingar er mikilvægt að nemendur mæti eða taki þátt í rauntíma til að hámarka námsupplifun. Yfir önnina er einnig unnið jafnt og þétt í Canvas.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennsla og hönnun námsrýmis til að mæta þörfum skynsegin nemenda (MAL004F)

Í námskeiðinu verður fjallað um einhverfu, taugafjölbreytileika og skynsegin (e. neurodivergent) börn í skólakerfinu. Fjallað verður um margvísleg sjónarhorn og leiðir til að skilja einhverfu og taugafjölbreytileika/skynsegin. Fjallað verður um leiðir til að mæta skynsegin einstaklingum og styðja þá til þátttöku í því sem fram fer innan leik-, grunn – og framhaldsskóla, bæði hvað varðar aðferðir og hönnun námsrýmis. Í þeim efnum er sérstaklega horft til inngildandi menntunar, algildrar hönnunar, persónumiðaðrar nálgunar og félagslegs sjónarhorns í námi og kennslu. Markmið námskeiðs er að efla hæfni þátttakenda til að mæta þörfum og skynsegin nemenda innan inngildandi menntakerfis. 

Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, umræður og hópavinna. Skyldumæting er í námskeiðið sem er kennt í stað – og fjarnámi. Nemendur sem eru í fjarnámi taka þátt í rauntíma á netinu. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt og með tilliti til hagnýtingar er mikilvægt að nemendur mæti eða taki þátt í rauntíma til að hámarka námsupplifun. Yfir önnina er einnig unnið jafnt og þétt í Canvas.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Jákvæð sálfræði og velferð (UME106F)

Fjallað verður um hvernig efla megi velfarnað í uppeldis og menntastörfum í víðum skilningi. Fræðilegur rammi námskeiðsins byggir á rannsóknum á velfarnaði, meðal annars út frá jákvæðri sálfræði. Fjallað verður um ólíkar kenningar um hamingjuna, sem og nokkur lykilhugtök sem tengjast velfarnaði í uppeldi og menntun svo sem ynnri/ytri hvati, sjálfstjórnun og sjálfræði, seigla, dygðir, hugarfar, lífssýn, núvitund, atbeini/sjálfstiltrú, tilfinningar, félagstengsl og áfallaþroski. Einnig eru kynntar aðferðir (positive intervention) til að stunda sjálfsrýni, aðferðir sem stuðla að aukinni sjálfsþekkingu; svo sem núvitund, markmiðasetning og hvernig vinna megi að því að þroska mannkosti og dygðir.

Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni sem fela í sér sjálfsrýni um líf og störf útfrá lífssýn, gildum og persónustyrkleikum. Einnig vinna nemendur fræðileg verkefni þar sem þeir tengja fræðin við eigin starfsvettvang eða áhugasvið. Þá munu nemendur fara í gegnum heildstætt grunnnámskeið í núvitund, fara í gegnum æfingar heima og halda dagbók í tengslum við núvitundarþjálfunina.

Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir nemendur í uppeldis og menntavísindum og fagfólk í skóla-, frístunda- og uppeldisstörfum. Markmiðið  er að þeir þekki leiðir til að efla sinn eigin velfarnað og í kjölfarið leiðir til að stuðla að velfarnaði í uppeldis- og menntastörfum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M)

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu

Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Móey Pála Rúnarsdóttir
Móey Pála Rúnarsdóttir
Uppeldis- og menntunarfræði, MA

Ég hef alltaf haft áhuga á því að vinna með börnum og öllu sem viðkemur börnum. Ég valdi námið upphaflega vegna þess að mig langaði ekki að festa mig alfarið við kennslu. Uppeldis- og menntunarfræðin opnaði fyrir mér margar dyr og hef ég starfað á barnaspítala, í leikskóla og við innleiðingu námsstefnu í skóla erlendis. Svo þetta nám býður heldur betur upp á fjölbreytta og skemmtilega möguleika.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.